Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 44
ná launahækkun eða stöðuhækkun. í raun réttri, tilgangsleysi og krafta- sóun þess lífs, sem hann hafði lif- að hingað til. Að símtali þessu loknu var hann hikandi við að hugleiða framtíð- ina i alvöru. Hann komst að raun um að með þvi að láta hugann reika gat hann séð alls konar mynd- ir og frásagnaratriði, sem ekki snertu endilega liann sjálfan, held- ur voru það atburðir og atriði, sem ekki höfðu neina sérstaka þýð- ingu og ekki voru i neinu sam- hengi. Það kom þó fyrir að hann reyndi að einbeita hugsuninni að framtíðaráætlunum, en það bar þann einn árangur, að hann þóttist komast að þeirri niðurstöðu, að sér félli ekki að vinna, hefði aldrei fallið ,að vinna og að það væri harla ólíklegt að sér mundi nokk- urn tíma falla að vinna. Hann hafði alltaf sætt sig við vinnuna eins og eitthvað óhjákvæmilegt til að lifa af, og starf hjá stóru fyrir- tæki sámboðið manni sem útskrif- ezt hafði úr menntaskóla, en ekki lagt út í neitt sérfræðinám. En nú virtist honum öllu auðveldara og ólíkt skenimtilegra að vinna ekki, heidur iiggja í rúminu og láta hug- ann reika. Hvað Connie snerti, þá voru þessar vikur, eftir að hún fór aft- ur að sofa hjá Norman, fullar un- aði og sælu. Hún raulaði lágt við vinnu sína og eyddi hádegisverð- artímanum i leit að gjöfum til að færa honum. Hún ræddi oft og lengi við móður sína og vinkonu sína, Angelu Pervis, en hún lét ekki áhyggjur þeirra vegna framferðis Nonnans hafa nein áhrif á sig. Nú var hún komin til Normans aftur, sagði hún, og hann þurfti hennar með, meir en nokkru sinni fyrr. Hún var sammála Angelu um það, að veikindi hans væru sennilega að mestu leyti á sálinni, en fyrst þau virtust nauðsynleg til þess að hann þyrfti hennar við, þá hafði hún ekkert við það að athuga. Hún vann sem ritari við fyrir- tæki, hafði liaft þann starfa áður en hún og Norman giftust, vann allan daginn og flýtti sér síðan heim að hjúkra eiginmanninum og var allt og þreytt til að brjóta heil- ann um alvarlega hluti. Þar að auki hafði það alltaf verið Norman, sem hugsaði um þá hluti og tók allar ákvarðanir; henni hafði alltaf nægt að vinna með honum að því að áætlanir hans næðu fram að ganga, og kannski dreymdi hana á stund- um leynda vökudrauma um eigið hús og börn, og að hann væri orð- inn fulltrúi, grár í vöngum og virðu- legur og fengi sér sjúss fyrir há- degisverðinn, og ef til vill hefðu þau þá lika vinnukonu. En þegar vikan leið, og helgin og fram í næstu viku, án þess Nor- man sýndi nokkur merki þess að hann hefði í hyggju að fara á fæt- ur, nema hvað hann skrapp fram i baðherbergið, fóru áhyggjurnar að vakna. Hún ræddi lengi við Angelu Pervis, og þeim kom saman um að það væri að minnsta kosti — VIKAN 13. tbl. reynandi að þau, Angela og Larry, litu heim til þeirra eitthvert kvöld- ið. Larry hafði alltaf haft mikil áhrif á Norman, og alltaf getað hresst hann upp, ef hann var í leiðu skapi og róað hann, ef einhver ofsi hljóp í hann. Þeir Larry Per- vis og Norman höfðu verið her- bergisfélagar og bekkjarbræður i menntaskóla. Larry starfaði sem verkfræðingur við rafmagnsverk- smiðju, en nú var i undirbúningi að hann fengi ábyrgðarmikið starf við söludeild fyrirtækisins. Þegar Connie sagði Norman frá þvi að þeirra væri von, virtist liann ekki hlakka til þess meira en í meðallagi, og þegar hún minntist á að hann færi framúr og klæddi sig i tilefni af heimsókninni, neit- aði hann því afdráttarlaust. „Ég vil ekki að þau sjái mig staulast um eins og blindan mann,“ sagði hann. „Ég held mig í rúminu, og þau geta komið inn i svefnher- bergið til mín og rabbað við mig.“ „En þú ert ekki blindur,“ mald- aði Connie í móinn. „Og ekki er það neitt skárra að sjá þig liggj- andi í rúminu.“ Connie hafði boðið þeim að snæða kvöldverð, en þar sem Nor- man neitaði að yfirgefa sitt skip, var hún tilneydd að biðja þau um að koma seinna um kvöldið. Þegar þau svo komu, settust þau og Connie inn í svefnherbergið og þar var rabbað um daginn og veginn og ekkert á það minnzt að Norman lá í rúminu. Að nokkurri stundu liðinni stóðu þær, Angela og Sonnie, á fætur og gengu fram í dagstofuna. Connie heyrði samtal þeirra þangað fram, bjóst hálft í hvoru við að það yrði einhver há- vaði, er Larry færi að minnast á hina undarlegu rúmlegu Normans. „Ég skil þetta ekki lagsmaður,“ heyrði hún Larry Pervis segja að lokum. „Það virðist ólíkt þér að liggja svona i rúminu, nema gild ástæða sé til. Hvað gengur eigin- lega að þér?“ „Það gengur ekkert að mér,“ svaraði Norman. „Mig langar ein- ungis til að liggja og livíla mig dá- lítinn tíma. Hefur þig aldrei lang- að til að liggja í rúminu?“ „Jú, áreiðanlega hefur sú löng- un einhvern tíma hvarflað að mér. Og það kemur oft fyrir, þegar allt gengur á afturfótunum, að mér væri skapi næst að leggjast upp í rúm, snúa mér til veggjar og breiða upp fyrir höfuð. En um leið hef- ur mér ekki komið til hugar að gera alvöru úr því. Jafnvel þegar ég er tilneyddur að liggja vegna veikinda, hef ég ekki neina eirð í mínum beinum. Það lá við að ég gengi af göflunum, þegar ég varð að liggja hálfan mánuð í herspital- anum forðum.“ „Ég kann vel við mig i rúminu,“ sagði Norman. „Ég hef gaman af að brjóta heilann um hlutina í ró og næði.“ „Það má vel vera. En hvað hef- urðu eiginlega i hyggju? Ég á við —•• þú ætlar þér þó ekki að liggja svona í rúminu það sem eftir er ævinnar, eða hvað?“ „Ég veit það ekki. Ég hef ekki hugsað það neitt nánar.“ „Jæja, ekki það. Um hvern fjandann ertu þá eiginlega að hugsa?“ „Og ekkert sérstakt. Að minnsta kosti ekki neitt sem máli skiptir. Það eru helzt ýmsir smámunir.“ „Já, en fjandinn hafi það, Nor- man; þetta er flótti frá lífinu. Þú flýrð í felur, hefurðu atliugað það? Þú ert liðhlaupi.“ „Þá það. Og þó svo væri?“ „En hamingjan góða; langar þig ekki til að taka þátt í orrustunni, berjast með hnúum og hnefum?“ „Ekki ákaflega.“ „Jæja, hvað ætlastu þá fyrir? Láta Connie vinna fyrir þér? Ekki geturðu.. .“ Larry lælckaði röddina, og Nor- man hirti ekki einu sinni að svara honum. Connie heyrði það á rödd Larrys, að hann var i senn forviða á þessu tiltæki Normans og hafði hina mestu skömm á því. „Hann er skriðinn inn í móður- lífið aftur,“ mælti Angela Pervis lágt. „Ég hef lesið um slík tilfelli.“ „Jæja, svo þú álítur að ég sé skriðinn inn í móðurlífið aftur,“ sagði Norman inni í svefnherberg- inu. „Nema hvað?“ „Auðvitað kemur mér það ekki við,“ svaraði Angela. „Við skulum láta sem þau orð séu ótöluð.“ „En það væri fróðlegt að vita hvers vegna þið hafið svo þungar áhyggjur af þessu,“ sagði Norman. „Hverju breytir það eiginlega, þótt ég hverfi aftur inn í móður- lifið?“ „Þú gætir kannski tekið eitt- hvert tillit til Connie,“ varð Larry að orði. „Það veldur mér ekki neinum áhyggjum,“ greip Connie framí. „Það er að segja — raunar veldur það mér áhyggjum, en eingöngu Normans vegna, ekki min vegna. Það veldur mér ekki neinum vand- ræðum eða örðugleikum.“ Angela og Larry stóðu enn við um stund, en ekki var minnzt frekar á rúmlegu Normans; talið vék að viðhorfi i alþjóðamálum og viðskiptahorfum, loks bar á góma ýmsa sameiginlega vini og kunningja og slúðursögur um ná- ungann. Þegar þau voru farin, fann Connie vakna hjá sér, ekki beinlín- is andúð, heldur þreytu og van- mátt, andspænis þeirri staðreynd að Norman hafði brugðizt ein- hverri af grundvallarskyldum lífs- ins. Um nóttina, þegar þau höfðu verið saman og voru að fara að sofa, kvartaði Norman yfir umbúð- unum, sem hann hafði yfir augun- um. Connie fann þegar vakna hjá sér vonarneista, en hann bætti við að hún gerði sér greiða, ef hún svipaðist um í búðunum eftir þessum svefngrímum, sem fólk notaði til að verjast birtu þegar það svaf. Grimu sem huldi sem allraminnst af andlitinu, eiginlega (hkagjof fcriningdrtwrnÉs er mtrin PIERPOÍIT ARMBANDSUR HEFUR ALLA KOSTINA: ★ höggvarið ★ vatnsþétt ★ glæsilegt ★ árs ábyrgð ★ dagatal ★ óbrjótanleg gangfjöður ★ verð við allra hæfi. ★ Dömuúr — herraúr, glæsilegt úrval. Sendi í póstkröfu um allt land. Qarðar Olafsson, úrsmiður Lækjartorgi. — Sími 10081.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.