Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 46
gegnum. En Martin hélt stefnu sinni óbreyttri. „Þeir eru búnir að varpa sprengj- unni!“ æpti sprengjuvarpari Gibsons með öndina í hálsinum, og í sama bili hristist flugvélin af tveim skot- um, er hæfðu bæði í hægri vænginn. „Sprengjunni varpað, foringi," kallaði Martin í útvarpið. „Gott, P Pétur. Segðu til, þegar þið eruð úr skotfæri." „Halló, D Dogg. Ertu viðbúinn?" „Allt í lagi, foringi." „Leggið til atlögu! Ég hjálpa þér með loftvarnahríðina." Nú heyrðist rödd Martins á ný: „P Pétur úr skotfæri, foringi." „Gott. Fenguð þið skot?“ „Já, í hægra væng, en ekki hættu- legt. Við höfum það af.“ Aftur var vatnið við stíflugarðinn eins og sjóðandi nornaketill. Enn dundu holskeflurnar á stíflunni, en hún stóð þarna enn. Svo kom Young í útvarpið: „D Dogg leggur nú til atlögu." Ennþá einu sinni stefndi Gibson inn yfir vatnið þvert, og nú fylgdi Martin honum. Þegar Young steypti sér niður yfir vatnið, þvert á stífl- una, f'ugu þfir Gibson og Martin inn yfir garðinn endilangann, sinn frá hvorri hlið. Flugu þeir nokkru hærra en Young og vissu Þjóðverjar ekki á hvern þeir ættu helzt að skióta. Young straukst yfir stíflu- garðinn, og tilkynnti að flugvél sín væ-i óskemmd. Hafði sprengingin einnig að þessu sinni orðið nákvæm- lega þar sem vera bar, en stíflu- garðurinn hreyfðist ekki. Gibson beið, þar til öiduganginn lægði, og gaf síðan Maltby árásar- skipun. Flugu þeir Martin og hann inn yfir vatnið samtímis Maltby, með glampandi stefnuljós og allar vélbyssur í gangi, til að reyna að beina loftvarnaskothríð Þjóðverja í rangar áttir. Eftir nokkrar sekúnd- ur skaut rauðu ljósi upp frá flug- vél Maltbys. Árásin hafði gengið að óskum. Loftið yfir gervöllum dalnum var nú þrungið þéttum vatnsúða, og það var erfitt að greina hvað gerzt hafði niðri við stíflugarðinn. Gibson kall- aði til Shannons og bað hann að hefja næstu atlögu. Hann hafði naumast lokið setningunni, er ein- hver hrópaði í heyrnartól hans, æst- um rómi: „Hann er farinn! Hann er farinn! Líttu niður!“ Þetta var Martin. Hann var að beygja inn yfir vatnið er hann sá járnbentan steingarðinn springa sundur og hrynja niður fyrir ofur- þunga vatnsins. Gibson flaug þegar beint yfir stífluna og lá við sjálft að hann fengi taugaáfall, er hann sá hvað gerzt hafði. Vatnsflaumur- inn þeyttist út um tröllaukið skarð í stíflugarðinum, 100 metra breitt og 30 metra á dýpt. 134 milljónir lesta af vatni fossuðu niður dalinn í 60 metra langri bunu, sem var slétt og gljáandi að ofan, en sveipuð sjóðandi löðri til beggja hliða, þar sem brotsárin í skarðinu skárust inní hana. Flóðið þeysti yfir gíginn er myndazt hafði þar sem orku- stöðin hafði verið, og ruddist niður héraðið líkt og ólgandi, bullandi gos. Shannon fékk skipun um að bíða með sprengjuna. Hinir flugu inn yfir athafnasvæð- ið og komu ekki upp orði af undrun. í skini tunglsins sáu þeir tíu metra háan vegg af vatni ryðjast niður eftir héraðinu, með sex til sjö metra hraða á sekúndu. Loks gátu þeir ekki orða bundizt, og allir töluðu hver uppí annan, trylltir af æsingu. Loftskeytamaður Gibsons var sá eini er réð nógu lengi við sig til að geta sent dularorðið um, að stíflan hefði verið sprengd: „Sambó.“ Innan stundar sást hvergi til jarð- ar í dalnum, fyrir fossaföllum og straumköstum hinnar ægilegu flóð- bylgju. Gibson skipaði þeim Martin og Maltby að snúa við heimleiðis, en kvaddi þá Young, Shannon, Maudslay og Knight til að fylgja sér austur til Eder. Skyldi Young taka við stjórn, ef Gibson yrði skotinn niður. Framhald í næsta blaði Tízka að trúa ekki. Framhald at bls. 8. í flestum tilfellum finnst mér það áhrifameira, og presturinn getur þá hagnýtt sér víxláhrifin milli hans og safnaðarins. Ef maður flytur ræður af skrifuðu hlaði, verður eins og múr milli prestsins og safnaðar- ins, og maður gengur meðfram þessum múr, eins og barn, sem ekki þorir að sleppa sér. Ég er Jónasi frá Ilriflu þakklátur fyrir þessa ábend- ingu. En þó verð ég að geta þess, að útvarpsræður mínar skrifa ég alltaf að mestu leyti. Þar kemur m. a. til, að víxláhrifa milli prests- ins og útvarpshlustenda gætir ekki, og loks það, að svo vanur hljóð- nemum sem ég ætti að vera orðinn, þvingast ég alltaf af þeim og get ekki verið eins eðlilegur og ella, ef ég veit, að orð mín fara gegnum hljóðnema. Einmitt af þeirri ástæðu baðst ég undan því að þú tækir þetta spjall okkar upp á segulband. Ég á miklu verra með að einbeita mér þegar hljóðnemi er annars vegar. Úr því að við erum að minnast á útvarp, langar mig til þess að minn- ast á jarðarfarir. Ég ei- persónulega mótfallinn þvi að útvarpa þeim. Mér finnst það næstum að segja helgi- spjöll. Jarðarfarir eru eðli sínu sam- kvæmt einkaathafnir. Við höfum báðir komið inn á verkstæði, skrif- stofur, smiðjur, fiskbúðir og svo framvegis, þar sem jarðarför glym- ur í útvarpinu, en þeir sem til heyra eru að gaspra sin i milli, eins og gengur, og þetta hljómar oft í hæsta máta hjáróma og óviðkunnanlega. Ef ég ætti sjálfur hlut að máli myndi ég lcveinka mér við að útvarpa slík- um athöfnum. — En hvernig finnst þér þá, þegar alls konar fólk, sem kannske þekkti hinn látna alls ekkert eða sama og ekkert, flylckist í kirkjur við jarðar- farir? — Ég get ekki talað um það. Ég þekki ekki úr, hverjir þekktu hinn látna og hverjir ekki. — En livað um útvarpsmessnr? — Um messurnar gildir allt öðru máli. Þær eru ætlaðar almenningi. — En snúum okkur nú aftur að hinni ahnennu guðsþjónustu. Nú munu nær allar kirkjur vera komn- ar með 'kirkjukóra. Mér þykir gam- an að syngja og vil syngja með, þeg- ar ég fer í kirkju. En ég hef orðið fyrir því, að allir hafa rekið upp stór augu og orðið hneykslaðir á svipinn, þegar ég fer að kyrja mína sálma niðri i kirkjunni. Sumir fara jáfnvel í kirkjur til þess að hlusta á falk-gan kórsöng, og vilja þá ekki að neinir utan kórs séu að raula með. Er þetta rétt þróun? — Þetta er hreinasta vandamál og örlagaríkur misskilningur. Það er gott og nauðsynlegt, að hafa góð- an kirkjukór, sem getur haft for- göngu um sönginn, eins og forsöngv- ari. En liér er skortur á því, að almenningur taki þátt í því sem fram fer, öllu, song, trúarjátningu, bænum — þetta allt og öll guðs- þjónustan er ætluð til þess að allir taki virkan þátt í því. Ég hef marg beðið minn söfnuð um að taka með sér sálmabækur og syngja með og biðja með, upphátt, og ég þarf svo sem ekki að kvarta undan því, að minn söfnúðnr taki ekki virkan þátt í guðsþjónustunni. Ég tel, að hin nýja messusöngsbók séra Sigurðar Pálssonar sé mjög athyglisverð vegna þess, að hún veitir svo mikla möguleika til meiri þátttöku almenn- ings 1 messugjörðinni. Þar eru bæði lesmessur og söngmessur og hvort tveggja saman, guðsþjónusta fólks- ins sjálfs, virkari þáttaka fjöldans, en það er hið upprunalega eðli messunnar. Þá komum við að því, sem ég tel mesta misskilninginn hjá sumu fólki, sem sækir kirkju. Það er þegar það kennir aðallega til þess að hlusta á það, hvernig prestinum segist. Það er eins og ræðan sé allt, í stað þess að fólkið á að koma í kirkjurn- ar til þess að taka sjálft þátt í allri guðsþjónustunni. Það getur verið á- hrifaríkt að koma til kirkju, þótt GENERAL wm ELECTRIC HEIMILISTÆKI KÆLISKÁPAR — ÞVOTTAVÉLAR UPPÞV OTT AVÉL AR — STEIKAROFNAR PÖNNUR — BRAUÐRISTAR ELDAVÉLAR — HRÆRIVÉLAR Electric h.f. Túngötu 6 — Sími 15355 46 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.