Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 48
heini getur enginn orðið gert sér vonir um lektorstöðu við mennta- skóla, til dæmis, nema hann skili fyrst einhverju bókarbákni, sem kölluð er bókmenntafræði. Það fer ekki alltaf eftir hæfileikum eða innlifunargáfu, en bókarbákninu verður hann að skila, ef hann á að gera sér vonir um embættið. Þessi bókmenntaiðja vegna embætta við hærri skóla hefur kaffært það mikið smekk manna á bókmennt- um, að allur fjöldi manna er far- inn að halda, að bókmenntir séu vísindi, meira að segja dauðleiðin- leg vísindi, sem ekki komi almenn- ingi við. Á þessu sviði sést betur en víða annars staðar, hvort það er algerlega meinlaust og hættu- laust, að láta „skriftlærdóminn" ráða um of í þjóðfélögunum. Lýð- skólarnir leggja enga áherzlu á orðið „fræði“ i sambandi við bók- menntirnar, en reyna hins vegar að vekja ást á þeim hjá nemendun- um, glæða með þeim trú á lífið og framtíðina. — Álítur þú það væri vinning- ur fyrir fsland að eignast lýðskóla? —• Ég er ekki í neinum vafa um það. Það ætti að vera lýðskóli bæði í Skálholti og á Hólum, eða i Haukadal og á Möðruvöllum, svo nefndir séu einhverjir staðir. Hins vegar skal enginn gera sér í hug- arlund að árangurinn komi strax. Lýðskólarnir eru, eins og við ræddum um áðan, frjálsir skólar, óháðir riki og kirkju. En þetta hef- ur það í för með sér, að það er ekki liægt að kenna „pabba“ eða „mömmu“ um það sem ekki upp- fyllir skyldur og kröfur skólans. Það er ekki liægt að styðja sig við nein pólitísk tækifærissjónarmið, því þau ber of skammt. Það er til einskis að geta bent á einhverja sérgrein sem maður er doktor í. Hér gildir ekkert nema maðurinn allur, heilsteyptur og víðtækur per- sónuleiki, og hann skapast ekki á svipstundu. Það er ekki geng- ið fram lijá lýðskólum eins og venjulegum skólum, án þess að spyrja, hvort þeir nái tilgangi sín- um. Þeir eru alltaf í eldinum, allt- af umkringdir af þeirri gagnrýni og óánægju, sem er nauðsynleg hverju þjóðfélagi, ef það á ekki að staðna eða verða sjálfvizku flokksræðisins að bráð. — Heldurðu það sé nokkur áhuga fyrir lýðskóla á íslandi? — Þeir, sem berjast fyrir lausn vandamála, skapa áhugann sjálfir. Þegar lýðskólarnar komu fram í Danmörku þekkti enginn sjónar- miðið, en þeir urðu samt sterkur þáttur i lífi og starfi dönsku þjóð- arinnar og eru það enn þann dag í dag. — Má ég að síðustu spyrja, hvers vegna þú álítur þörf á lýðskóla á íslandi? — Mér er illa við að standa frammi fyrir öðrum sem siðavönd- ur. Ég er svo litil fyrirmynd sjálf- ur. En þegar ég álít að hlut- verk lýðskólahreyfingarinnar gæti orðið íslendingum að gagni, er það auðvitað að einhverju leyti í sam- bandi við þá hugsun, að við á öllum tímum þurfum á einhverri smiðju að halda, sem hreinsar málminn. Engin þjóð í lieiminum á sér jafnskýr dæmi þess, hvernig alþýðumenntun, útbreiðsla of- stækislauss trúarlífs og bókmennta gefur mannlifinu gildi. Vanræksla á þessu verður ekki endurbætt með auknum sérfræðigreinum við hærri skóla. Tilfinningarsemi sálfræðis- rabbara við taugaveikt fólk, heil- ræði eða ráð i „pósti“ Vikunnar og annarra blaða, er allt ráðþrota brölt hnignandi menningar. Kannski gæti einn eða fleiri lýð- skólar átt örlítinn þátt í því, þegar íslendingar vakna upp af ör- látum morgundraumi efnishyggj- unnar, að þeir hefðu ekki algerlega skipulagt sjálfa sig í fjötra — þá fjötra, sem gera menn að liðleskj- um í þægilegum stofuhita og fín- um bílum. Til minningar. Framhald af bls. 9. gamli maðurinn. — Eftir að búa á Austurströndinni. — Líklega, sagði Eric. Þeir voru nú 'komnir að húsinu, og gamli maðurinn bauð Eric inn fyrir. Fyrst komu þeir inn í þokka- legt, litið herbergi, þar sem hús- gögnin voru vel til höfð og allt i röð og reglu. — Þetta er setustof- an min, sagði gamli maðurinn. — Og borðstofa líka, nú orðið. Ég hef lagt borðstofuna og litla herbergið innar af henni alveg undir safnið. Hér er það. Hann opnaði dyrnar. Eric gekk inn fyrir, litaðist um, og gapti af undrun. Hann hafði búizt við þerssu venjulega: Rómverskri mynt, stein- aldarverkfærum, snák í spíritus, ef til vill nokkrum uppstoppuðum fugl- um og blásnum eggjum. En þetta herbergi, og það sem hann sá af því næsta, var fullt af mesta og sundurleitasta samtínings drasli, sem hann hafði nokkurn tima séð á einum stað. Og það furðulegasta við allt þetta drasl var það, að ekkert af því har hinn minnsta svip forn- minja. Það var eins og þvi hefði verið safnað saman af ruslahaugum þorpsins og dreift um húsgögn og gólf herbergjanna. Gamli maðurinn skemmti sér yfir undrun Erics. — Yður sýnist, sagði hann, að þetta sé ekki það sem mað- ur á von á að sjá á safni. Það er rétt. En ég skal segja yður, herra Gaskell, að hver hlutur hér á sína sögu. Þetta eru hlutir, sem rás at- burðanna og þróun tímanna hefur tengt við athyglisverðar sögur. Hér er til dæmis minjagripur frá stríð- inu, símskeyti til Bristow hjónanna í Upper Medlum, þar sem þeim er sagt lát sonar þeirra. Það leið ár, þar til ég fékk veslings frú Bristow til þess að láta mig hafa skeytið, og ég' varð að borga pund fyrir það. — Mjög athyglisvert, sagði Eric. — Þessar hjólbörur, sagði gamli maðurinn, og benti á ólögulega skranhrúgu, — ollu tveimur dauðs- föllum. Þær runnu þvert í veg fyrir bíl, sem var á leiðinni hingað upp eftir, svo hann steyptist út af. Þetta kom í blöðunum. — Furðulegt, sagði Eric. — Hér er belti, sem írskur kaup- maður hér í sókninni missti í bar- daga við sígauna. Þennan hatt átti ráðsmaðurinn á prestssetrinu. Hann fékk vinning í írska happdrættinu og drakk sig i hel, veslingurinn. Þessir múrsteinar eru úr kofa garð- yrkjumannsins mins. Kofinn brann, og eldsupptök urðu aldrei uppvís. Þessi snákur komst einhvern veg- inn inn í kirkjuna, meðan á messu stóð í fyrra. Felton höfuðsmaður drap hann. Geðugur maður, Felton, finnst yður það ekki? — Ég þekki hann tæpast í sjón. — Það var skrýtið. Ég hélt að þér og frú Gaskell væruð góðir kunningjar Feltons höfuðsmanns. — Hvers vegna hélduð þér það? — Kannske ég hafi bara imyndað mér það. Þessi horn voru af nauti, sem Lawson fékk að beita á engið mitt. Einliver skildi hliðið eftir opið, nautið komst út og reif mann á hol hérna niðri á veginum. — Ég get varla sagt, að við höfum séð Felton höfuðsmann, sagði Eric. — Við hittum hann aðeins, þegar við komum hingað fyrst, en . . . — Hér er nafnlaust bréf, sagði gamli maðurinn. — Þau eru ekki alveg óþekkt hér, fremur en annars staðar. Coperus gaf mér þetta. — Á það við einhver rök að styðj- ast, sem sagt er í nafnlausum bréf- um hér um slóðir? spurði Eric. — Það held ég, svaraði gamli maðurinn. — Sumir vita allt, sem fram fer. Hér er hlutur, sem ég ótt- ast að endist ekki lengi: Risasvepp- ur úr kirkjugarðinum. Þar vaxa stærri sveppar en nokkurs staðar annars staðar. Finnið, hve léttur hann er. Hann rétti Eric sveppinn. Eric hafði verið að troða sér í pípu, og lagði pípuna og tóbakspunginn frá sér, til þess að taka við sveppnum. — Mjög léttur, sagði hann. — At- hyglisvert. — Ivomið nú hingað, sagði gamli maðurinn. — Ég var næstum búinn að gleyma stigvélunum. Eric fylgdi honum, ennþá með risasveppinn i höndunum. — Þessi stígvél, sagði gamli maðurinn, —fékk ég af flakk- ara, sem drukknaði í tjörn hér — VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.