Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 50
Vér smíðum fyrir fast verð. Vér höfum smíðað innréttingar í flestar kjörbúðir landsins, m, a.: Sláturfél., Reykjavík Ólafsvík Vopnafjörður Austurver, Reykjav. Grafarnes Neskaupstaður Egilskjör, Reykjavík Búðardalur Eskifjörður Heimakjör, Reykjav. Patreksfjörður Hvolsvöllur Kjötverzl. Tómasar ísafjörður Selfoss Jónss., Grensásv., Borðeyri Hveragerði Reykjavík. Hvammstangi Þorlákshöfn Kron, 12 kjörbúðir, Siglufjörður Keflavík Reykjavík Ólafsfjörður Njarðvíkur Kópavogur Svalbarðseyri Húsavík Hafnarfjörður Kópasker Hellissand Akranes, 2 kjörbúðir Þórshöfn Laugarvatn. Borgarnes, 2 kjörb. KAUPFÉLAG ÁRNESIN GA (TRÉSMIÐJA) svo varð mér að orði: „Því í ósköp- unum gerðir þú þetta?“ Og þá grét hann enn sárar og sagði: „Ég gerði það eingöngu þín vegna. Þetta var orðið svo erfitt fyrir þig og ég gat ekki horft upp á það.“ Og þegar ég heyrði það, þá sagði ég: „Vertu öld- ungis rólegur. Þér skal ekki hefnast fyrir það, það skal ég sjá um.“ Ég var honum svo óumræðilega þakk- lát, að hann skyldi freistast til að gera annað eins mín vegna. Hvernig átti ég að láta dæma hann í fang- elsi, eða í gálgann fyrir það, sem hann hafði gert mín vegna? Og loks sofnaði hann með höfuðið í kjöltu minni eins og lítið barn, og ég braut heilann um hvernig ég ætti að koma því þannig fyrir, að honum yrði ekki refsað.“ ,,Já, hann kom til mín ...“ hróp- aði hún, og rödd hennar var í senn blandin stolti og ólýsanlegri þján- ingu. „Hann kom til mín, ég var nógu góð til þess, en hann leitaði ekki til hennar, flennunnar þarna, þegar honum reið mest á .. . hann lét mig um að bera það allt . .. og hvað hef ég ekki orðið að þola, herra dómari.“ Hún lækkaði röddina. „All- an kvíðann vegna barnanna, og vegna litla barnsins, sem ég geng með. Ég var að missa vitið ... hans vegna ... og svo hefur hann logið að mér ... hann ætlaði að nota arf- inn til að kaupa sig lausan, svo að hann gæti kvænzt þessari flennu. Nei, hann gerði það ekki mín vegna, og ég hafði ekki minnsta grun um neitt. Hann var einn um þetta, og ef þið hengið hann, er það ekki nema það, sem hann á skilið ...“ Allir viðstaddir stóðu á öndinni eins og þeir væru vitni að áhrifa- mikilli leiksýningu og mættu ekki láta orð eða áherzlu fara framhjá sér. Jafnvel Droste dómari hafði vart dirfzt að draga andann á meðan á frásögn þvottakonunnar stóð, en nú færðist roðinn smásaman aftur í föl- ar kinnar hans. Þvottakonan hafði hnigið niður á bekkinn, fól andlitið í höndum sér og engdist sundur og saman af ekka, og Droste hafði mesta löngun til að stíga niður úr dómarasætinu, ganga til hennar og freista að hugga hana. Bruhne, verj- andi hennar, talaði lágt og innilega við hana, en hún virtist ekki einu sinni heyra til hans. Um leið og hún hneig niður og hætti frásögn sinni, var sem allt kæmist að vissu leyti í uppnám í salnum. Kviðdómend- urnir ræddust ákaft við í hálfum hljóðum og blaðamennirnir töluðu hver í kapp við annan. Droste var örmagna af þreytu, en honum leið vel hið innra með sér, og um leið hugleiddi hann þá breytingu á ýms- um formsatriðum, sem játning hinn- ar ákærðu hlaut óhjákvæmilega að hafa í för með sér. Honum varð litið til hins opinbera saksóknara — nú var röðin komin að honum að taka til máls. Það var svo að sjá sem hinn með- ákærði hefði alls ekki áttað sig á því, sem gerzt hafði kringum hann. Droste sneri sér að honum. „Hafið þér nokkru við framburð ákærðrar að bæta?“ spurði hann og reyndi að gera röddina mynduga. Hinn meðákærði reis seinlega á fætur. „Hún á vanda til að fá þessi köst,“ sagði hann og leit til höfuðsmanns- ekkjunnar, eins og hann vildi benda henni á að nú yrði hún að hjálpa honum. „Játið þér, að þér hafið myrt móð- ur yðar á eitri?“ spurði Droste dóm- ari. Rupp hugsaði sig um nokkur and- artök. „Það er eins og hver önnur fjar- stæða,“ svaraði hann loksins. „Kon- an er vjti sínu fjær af afbrýðisemi, og vill því koma mér í gálgann.“ Kurr og andúðarkliður fór um salinn. Droste dómari settist. Hinn opinberi saksóknari reis á fætur. „Ég geri þá kröfu að réttarhöld- um sé frestað ...“ mælti hann styrkri og hreimmikilli röddu. „Ég dreg ákæruna um meðsekt til baka, og ber fram ákæru á hendur Alois Rupp fyrir manndráp að yfirlögðu ráði.“ „Réttarhöldum er frestað," mælti Droste dómari. Nú brást röddin hon- um gersamlega, svo að hann varð að endurtaka orð sín til þess að þau skildust frammi í salnum. Kviðdóm- endurnir virtust ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. Það kvað við há- Hvar er örkin hans Nóa? Ingfru Yndisfríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÓA. Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: KOLBRÚN HÁKONARDÓTTIR, Hólmgarði 54, Reykjavík. Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími 5Q — VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.