Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 4
i T¥ý pe^na 7tlargir litir HEILDSÖLUBIRGÐIR: PRJÓNASTOFA ÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR H.F. Ármúla 5. — Sími 38172. ^ — VIKAN 14. tbl. Hvernig á að gefa til baka ...? Segðu mér, kæri Póstur, hvað er rétt í þessu máli. Ég lief tekið eftir því, að þegar ég fæ afhenta peninga í verzlunum, — afgang af því sem ég er að greiða, — þá er það mjög misjafnt hvernig afgreiðslufólkið fær mér peningana. Sumir bíða þangað til ég hef rétt út lófann til að taka á móti peningunum, en sumir leggja þá — eða afhcnda — á afgreiðslu- borðið. Ég veit satt að segja alls eklti hvort er réttara, en fullvíst er að mér þykir mikið þægilegra þegar mér eru réttir peningarnir í hönd- ina, heldur en að þurfa að tina þá upp af borðinu, kannske lieila hrúgu af smápeningum, sem erfitt er að ná upp. Ég hef tekið eftir því víðast er- lendis, að afgreiðslufólk réttir manni peningana og telur þá í höndina á manni. Þannig þarf maður ekkert að hafa fyrir að taka á móti þeim, nema að rétta út aðra höndina. Stundum er mað- ur hlaðinn af pinklum og á bágt með að tína aurana upp af borð- inu. Svo er það annað, sem mig langar til að spyrja um i þessu sambandi. Þegar afgreiðslufólk telur pen- ingana, sem það gefur til baka, er það orðin algeng venja, sérstaklega hjá yngra fólki, að byrja talning- una á upphæðinni, sem maður á að greiða, og telja síðan áfram þar til náð er þeirri upphæð, sem mað- ur hefur greitt. Ef maður kaupir t. d. hlut fyrir sextíu og fjórar krónur og fimm- tíu aura og greiðir með hundrað króna seðli, þá byrjar afgreiðslu- maðurinn að telja til baka smá- aurana, fimmtíu aura, sem gera 65, síðan kemur fimmkall og þá segir hann sjötíu og þá réttir hann manni annan fimmkall og segir sjötíu og fimm og loks kemur tuttugu og fimm króna seðill og þá segir hann „hundrað“. Ég fylgist alls ekki með svona útreikningi. Ég er af gamla skól- anum og reikna út í huganum hve mikið ég á að fá til baka. Ég vil fá þrjátíu og fimm og fimmtíu, og þannig vil ég að afgreiðslumaður- inn telji peningana. Fyrst 25 krónu seðilinn, siðan tvo fimmkalla og loks fimmtíu aurana. En hvað er rétt? Þráinn. Þetta er dálítið vandasamt atriði og ekki gott að svara því í stuttu máli, en vissulega vel þess virði að um það sé talað. Það eru vafalaust til mörg sjónarmið í þessu máli eins og öðrum. Vafalaust er fljótlegast fgrir afgreiðslufólkið að telja peningana fram á borðið, og að þurfa ekki að bíða eftir þvi að maðurinn rétti fram lófana til að taka á móti. Sumum finnst það líka vafalaust ekki hreinlegt að snerta hendur hundruð manna gfir daginn, — ■en i flestum tilfelium held ég þó að það sé því um að kenna að afgreiðslufólkið sé að regna að flýta fgrir sér með því að leggja peningana á borðið, — cða þá að það bara nenni hrein- lega ekki að standa í þvi að biða eftir lófanum. fíg mundi samt álíta það réttara og kurteisara, að rétta viðskiptavininum sjálf- um peningana í lófann, telja þá fram með brosi, og þakka fgrir viðskiptin um leið. Það er eitt- hvað persónulegra við það, og ég held að flestum líki það bet- ur. Þess vegna skulum við segja að það sé rétta aðferðin — þangað til einhver annar kem- ur með betri og e. t. v. réttari rök, Vm hitt atriðið er það að segja, að það er eins og fólk nú á dögum sé ekki eins gott i hugarreikningi eins og áður var. Við skulum ekki kenna fólkinu um þetta beinlínis, — heldur aukinni tækni. Nií eru alls stað- ar til reiknivélar jafnvel á hverju afgreiðsluborði, svo að fólkið þarf raunverulega ekkert á hugarreikningi að halda. Það er lika vafalaust öruggara, að tregsta á vélar til þeirra hluta, en vafasaman heilabúnað. Þess vcgna mundi ég segja það, að það sé öruggara — bæði fgrir viðskiptavininn og kaupmann- inn, að afgreiðslufólkið telji „áfram" eins og þér er svo illa við. Það er í rauninni mjög örugg og einföld aðferð, og ég álit að réttara væri að þú temdir þér þann sið í verzlun- um. Hugarreikningsins jnns er gott að geta gripið til annars staðar, og þú átt gott að eiga hann til góða. En til örgggis í þessum sökum, skalt þú heldur fglgjast með ngmóðins aðferð- inni Sígildar Sögur ... Viltu segja mér, kæri Póstur, hvar ég get fengið keyptar Sigild- ar Sögur, sem þið eruð alltaf að auglýsa? Diddi. Þær ættu að vera komnar í flestar búðir núna. Ef þú átt heima einhvers staðar úti á landi, þar sem þær eru ekki seld- ar, þá skrifaðu aftur til mín og segðu mér hvar þú átt heima. Ég skal þá láta þig vita hvar næsta útsala er við þig.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.