Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 5
DRIHK Vikan sækir sig ... Vikan er alltaf að líkjast stóru erlendu blöðunum meira og meira. Eitt af þvi, sem mér finnst benda til þess, eru ferðagreinarnar, sem hafa komið undanfarið um Aust- urlönd. Þær hafa verið mjög fróð- legar og skemmtilegt lesefni, eins og ferðasögur yfirleitt eru. Blöð erlendis hafa ráð á því að senda blaðamenn um allan heim til að skrifa ferðasöguna í blaðið. Þetta líkist því hjá ykkur, og ég vona bara að þið haldið þvi áfram eft- ir því sem liægt er. Þakklátur lesandi. Ókurteisi? . . . Kæra Vika. Mig langar bara að spyrja þig, hvort það sé ókurteisi að skrifa bréf með blýanti? KH Svo mikil ókurteisi, aff mér dett- ur ekki i hug að svara þvi. Frjáls samkeppni ... Kæra Vika. Allir sem þér skrifa, hafa alltaf eitthvað til að klaga undan og er ég engin undantekning. Svo er mál með vexti að hér i Neskaupstað eru tvær verzlanir eða réttara sagt útibú, sem verzla með húsgögn. I annarri, þeirri sem verzlar með húsgögn frá stað úti á landi er öll álagning svo gifurleg, að ef maður kaupir þar húsgögn fyrir ca. 10 þúsund krónur er hreinn mismunur, ef maður fær sams konar húsgögn um 3—4 þúsund krónur. Svo er annað. Ég hélt að ef mað- ur kcypti húsgögn svo og aðra hluti, þyrfti maður ekki að borga neitt sérstakt flutningsgjald, en það verður að borgast aukalega í þessari verzlun. T. d. sófi sem kost- ar kr. 4.900,00 er kominn upp i 5.200,00 þcgar áleggst kr. 300,00 flutningsgjald. Ég veit vel að kaupandi sjálfur borgar flutningsgjald og annan kostnað, þegar pantað er beint til kaupanda, en ég trúi ekki að það sé allt heiðarlegt i sambandi við þessa verzlun. Heyrzt hefur þess dæmi að gólf- teppi sém kostaði tæpar tvö þús- und krónur var komið upp i kr. 2.800,00 á einum mánuði, einmitt þeim mánuði sem allir tollar voru lækkaðir á innfluttum teppum og öðru, sem fólk yfirleitt rekur minni til. Beztu kveðjur, með þökk fyrir allt gott lestrarefni, og innileg ósk um að þetta bréf birtist. Ex DJE. Þaff er ekki svo gott aff dæma um þetta. Eftir því sem ég bezt veit, þá er álagning hjá hús- gagnaverzlunum frjáls, svo að þær ráða því sjálfar hvaða verð er á vörunum hjá þeim. En eitt veit ég, sem er í raun- inni ofur einfalt. Ef þú ert elcki ánægð með verðið í verzluninni eða aðra þjónustu þar, —• þá skaltu bara ' alls ekki verzla þar. Það fara vafalaust fleiri eftir þessu ráði, og áður en langt liður minnkar verzlunin þar svo að annað hvort verður verzlunin að hætta, eða breyta eitthvað til. Á þessu byggist frjáls sam- keppni, sem þið á Norðfirði er- uð einmitt svo kunnugir. Hm. Hmm. Hmmm. ... Góði Póstur. Loksins læt ég verða af þvi að skrifa þér, en það liefur mig lengi langað til. Svo er mál með vexti, að ég hef mjög gaman af að yrkja kvæði og á mjög gott með það, en svo er aftur það, hvort liægt er að kalla þetta kvæði eða bull. Þess vegna skrifa ég þér og sendi þér tvö kvæði (eða bull) og bið þig að segja mér hvað þér finnst. Þú mátt birta kvæðin ef þér finnst þau þess virði, annars skaltu henda þeim, vonast samt eftir svari. Ég kaupi alltaf Vikuna og þykir hún góð, en hættu að birta bréf frá þessum dobbelheimska frá Akureyri. VORKOMA. Nú vaknar jörð af löngum vetrar blund úr moldinui litlu blómin spretta börnin sér leika að hoppa yfir grund þvi vorið er yfir land að detta. Og sólin hún hækkar sífellt á himninum eins og töfrasproti um landið fer allt vaknar til lifsins ef langa svefninum og hjartað gleðst af öllu sem augað sér. Guðrún Jónasdöttir. Hmm. Hmmm. Hmmmmm. Það kemur fyrir, — eins og þú sérð — að við birtum ýmislegt, sem í rauninni er „bara bull“. ORLANE Það hefur undraverð og endurnýjandi áhrif þegar, hefur náð að síast gegnum húðfrumurnar. Áhrif þess koma fljótlega fram og sýna tjóslega hvaða kraftaverk er hægt að framkvæma með notkun „drottningarhlaupsins“ Creme a la Gelée Royale: (Kremið) Er mjög nærandi fyrir húðina. Endur- nýjar frumurnar og heldur húðinni stöðugt ung- legri. Mýkir andlitsvöðvana og sléttir úr hrukk- um. Elixir a la Gelée Royale: (Andlitsvatnið) Gefur húðinni jafnan litarhátt og styrkir hana. Sérstaklega bendum vér á notkun þess á undan andlitsförðun. Baume a la Gelée Royale: (Hrukkusmyrslið) Dregur úr hrukkum kringum augun og er nærandi og fegrandi fyrir augna- umbúnaðinn. Er áhrifamikið og algerlega skaðlaust. Savon a la Gelée Royale: (Sápan) Henni er blandað saman við „drottn- ingarhlaupið" og kemur þessvegna í veg fyrir að húðin þorni, — en gerir hörundið aftur á móti mjúkt og bjart yfirlitum. Við bendum viðskiptavinum okkar á að nánari upplýsingar og notkunarreglur má finna í „ORLANE HANDBÓK CM FEGRUN“ sem við höfum gefið út á íslenzku og er nú fáanleg hjá umboðs- mönnum vorum, yður að kostnaðarlausu. Bjóðið húð yðar ávallt það bezta, með því að nota ORLANE snyrtivörur. Umboðsmenn í Reykjavík: Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, ísafirði — Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi — Kf. Árnesinga, SeLfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum — Kyndill, Keflavík. VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.