Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 8
— Það er venjan, að þær fari heim á áttunda degi. — Ekki eru þær allan þann tima í bólinu? — Nei, þær fara fram úr á þriðja degi. — Mig minnir, að ég hafi heyrt, að segulbandið þarna á hillunni fyri aftan þig gegni sínu hlutverki hér á Fæðingarheimilinu. — Já. Við setjum það í sam- band við útvarpskerfi hússins á hverjum degi, og útvörpum þannig ca. þriggja kortéra þætti. Á því eru leikfimisæfingar, sem konurnar eiga að gera, mismun- andi, eftir því hve langt er liðið á sængurleguna. Þar eru líka fræðsluerindi um hagnýt efni, svo sem meðferð ungbarna og fleira. Svo er puntað upp á með léttri, klassískri músík. Ástæðan til ])ess, að við tókum þetta upp er sú, að við viljum að konurnar hafi sem mest gagn og ánægju af dvöl sinni hér, auk hvíldarinnar, og þetta er eitt skref í þeirri við- leitni. Þegar við fórum þess á leit að fá tækið, mætti það miklum skilningi hjá okkar yfirmönnum, bæði borgarlækni og eins for- stjóranum okkar, Hauki Bene- diktssyni. Svo höfum við hér annað tæki. Það er sýningarvél. Við sýnum konunum myndir, svokallaðar „slides“ (litskuggamyndir), sænskar, ameriskar og íslenzkar, sem sýna ýmislegt heppilegt og gagnlegt fyrir mæðurnar og hvað gerist á meðgöngutímanum og við fæðinguna. Þetta hefur mælzt vel fyrir, og það ikemur fyrir, að konur spyrja strax og þær eru búnar að fæða, hvort þær fái ekki að sjá myndirnar. A Það var til rúm, þegar þessi kona veiktist. Þjálfaðir sjúkra- Uðsmenn bera hana inn í birtuna og öryggið á Fæðingar- heimiiinu. NÝR EINSTAKLINGUR í HEIMINN — Segðu mér eitt að lokum, Hulda: Er þetta ekki alveg sér- staklega skemmtilegt starf? — Jú, mjög, svaraði Hulda og brosti. — Sérstaklega skemmti- legt og lifandi starf. sh. Á pabbaherberginu. g — VIKAN 14. tbl. < Hann lítur eftir líkamlegri velferð barnanna: Gunnar Biering, barnalæknir. Hér sefur nýjasta kynslóðin sætt og vært. Það er mörgum konum kærkomin hvíld að dvelja á Fæðingarheimilinu í eina viku eftir barnsburð. og það er hugsað vel um þær.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.