Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 12
ALLT í einu er orðið grænt. Dökkgrænt, safamiikið land breiðir úr sér og hverfur út í takmörk hins óskynjanlega í norðri. Það eru pálmatré í röðum, aldingarðar, endalausir akrar. Og eins og æðakerfi svo langt sem aug- að eygir; örsmáir skurðir með vatni. Að minnsta kosti sýnast þeir smáir ofanúr loftinu. Þetta frjósama land er gjöf Nílar: Egyptaland. Við vorum búin að fljúga í rúma tvo klukkutíma yfir eina hrikaleg- ustu eyðimörk sem finnst á jarðar- kringlunni. Eyðimörk, sem um leið er mjög sögufræg því hún aðskildi Egyptaland frá öðrum uppsprettu- löndum menningarinnar austar. Við höfðum séð Jerúsalem úr lofti rétt eftir flugtakið og stuttu síðar var friðsæll, lítill bær á hægri hönd: Betlehem. Gulbrún háslétta, sviðin af sól. Alltof heitri sól. Dauðahafið var þarna í fluglínunni en suður af því taka við hömrum girt fjöll með fjólubláum eldsumbrotalit. Þar er ekkert líf til; þetta er Sinai eyði- mörkin. Einhversstaðar í þessari auðn eru spor Mósesar gamla. Hann var nýkominn yfir Rauðahafið, það hafði lokizt upp fyrir honum og fallið saman aftur, þegar menn Fara- ós þeystu á eftir. Nú lá fyrir honum að leiða þ jóð sína til fyrirheitna lands- ins og það er engin skemmtiganga leiðin sú. Satt að segja fannst mér harla ótrúlegt, að nokkur möguleiki geti verið fyrir allslaust flóttafólk að komast lifandi yfir þau reginfjöll; loftlínan er að minnsta kosti fimm hundruð km. Rauðahafið, Súez, Gaza. Allt leið þetta framhjá í sjónhendingu og nú var farið í boga til þess að fljúga ekki yfir ísrael. Til þess höfðum við ekki leyfi. Sá sem gistir Arabalönd er hvorki vel séður í né yfir ísrael. Svona er nú sambúðin þar. VIÐ STRAUMINN ÞÖGLA. Það er komið rökkur. Og mjög heitt; hafi einhversstaðar verið volgt framað þessu, þá tekur nú útyfir. Einkennilegt, hvað allt er í kös og gersamlega án skipulagningar þarna á flugvellinum í Cairó. Við áttum eftir að sjá meira af því. Starfs- mennirnir voru allir eins og Nasser. Einn stimplaði í passana, annar Nasser kíkti bara í þá og svo voru margir Nasserar að bera töskurnar — eða héldu að þeir væru að því. Cairó hefur yfir sér eitthvað af IJR JÓRSALAFERÐ FERÐAFÉL. ÚTSÝNAR EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON, RITSTJÓRA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.