Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 13
þeim hrikaleik, sem einkennir sum- ar stærstu borgir heimsins. Hún er bæði fögur og Ijót, sumt framandi, annað þekkilegt. Hún er að parti vestræn borg með hvítum skýjakljúf- um og stórglerjuðum nýtízkubygg- ingum í réttlínustíl. En þess á milli er hún arabisk og austræn; leirkofa- stíll eyðimerkurhreysanna er yfir- gnæfandi á stórum svæðum. Bog- línur og spírur eru innan um allt þetta því Egyptar eru flestir Múham- eðstrúar og moskurnar rétta granna fingur sína uppúr kösinni. En innanum öll þessi sundurleitu mannaverk liðast Níl hægt og þungt til sjávar. Þessi þögli straumur er kominn á sjöunda þúsund km sunn- an úr Afríku, mórauður og þrung- inn lífefnum. Áin er mjög breið þarna og fellur í tveim kvíslum. Mér fannst hvergi fegurra í Cairó en á bökkum Nílar. Maður starir á vatnsflauminn og brýrnar, þar sem umferðin slitnar aldrei. Nú eru mal- bikaðar götur meðfram ánni svo pálmarnir verða að stinga sér út úr bökkunum og lifa sældarlífi í ná- býli við vatnið. Það er krökkt af prömmum og allskonar bátum með- fram löndum; Níl hefur alltaf verið þjóðleið. Sumt eru seglskip, þau kú- venda bakkanna á milli og fara á móti straumnum með mikilli reisn. En meðfram ánni hefur stássbygg- ingum borgarinnar verið raðað rétt eins og hér við Hagatorg. Yfirlætis- mest er Nil-Hilton, eitt af stærstu hótelum ameríska milljónerans. Nú höfum við þegar gist Hilton í þessari ferð og látum okkur nægja að búa á næsta bæ, það heitir Hótel Semir- amis. Það stendur líka á bökkum Nílar. Þar eru stórir salir, þeir ná yfir dagsíáttur og þetta er vafalaust úrvalshótel á þeirra mælikvarða. Þjónarnir eru klæddir sérstökum einkennisbúningum; það eru rand- saumaðar skikkjur hælasíðar og eitthvert afbrigði af austurlenzkum höfuðbúnaði. Einhvernveginn finnst manni, að þjónaliðið sé þrælar. Að minnsta kosti er talsvert gert til þess að undirstrika skyldleika við þjón- ustulið fornra hofmanna. En það væri reglulega ljótt að bera það upp- á þessa herra, að þeir færu sér hart. Þeir virðast vera margir um að af- greiða hvert borð, en þeim tekst svo meistaralega að þvælast hver fyrir öðrum og koma engu í verk, að af- greiðslan verður alveg í öfugu hlut- falli við mannfjöldann. Þetta var raunar ekki einsdæmi þarna, öllu fremur algild regla. MAGADANS OG BÁTSFERÐ. E'itt kvöld sigldum við á Níl. Þá var sólin löngu hnigin bak við pýra- mídana og notalegt að vera úti á skyrtunni. Bátarnir lögðu upp frá trébryggju beint framan við hótelið og rotturnar höfðu ónæði af okkur og neyddust til að draga sig í hlé meðan við stigum um borð. Hópn- um var skipt í tvo báta; það voru þessar hámöstruðu seglskútur, sem maður sér allsstaðar meðfram bökk- um fljótsins. Straumurinn er ótrú- lega harður enda þótt hallinn á land- inu virðist nálega enginn og vatnið í Níl var glóðvolgt. Yolgt og afskap- lega óhreint. Þetta fljót hefur ef til vill haft meiri þýðingu fyrir menn- inguna en nokkurt annað náttúrulegt fyrirbrigði. Móðurmjólk menningar- innar hefur Níl verið kölluð. Þrem áraþúsundum fyrir Krists burð var Egyptaland sameinað í eitt ríki og þá var búin að vera talsverð menning þar í þúsund ár að minnsta kosti. Þessíi mjög svo sérstæða menning var við góða heilsu í nærri f jögur- þúsund ár og bar lengi af öllu öðru á heimsbyggðinni. Nú finnst okkur Framhald á næstu siðu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.