Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 14
f <JIZA, borg hinna dauðu. Hér sjást Kefrens- pýramídinn, Sfinxinn og hof sóldýrkenda. En á úlfaldanum situr Guðrún Þórðardóttir frv. kaup- kona. talsvert hafa gerzt síðan tímatal okkar hófst, en það er aðeins helmingur þess tíma, sem menn lifðu menningarlifi á bökkum Nílar. En við vorum að sigla upp fljótið og neon- Ijós liótelanna brugðu marglitum glömpuin á mórautt vatn Nílar. Þetta hefði getað orðið mjög eftirminnilegt, en leiðsögumaður oklcar frá egypzku ferðaskrifstofunni hafði takmark- aðan skilning á því hvers vegna langt að komið fólk væri að sigla á Níl. Þetta var greinilega orðið hversdagslegt fyrir hann og hann vildi dansa og syngja á dekkinu. Svo fór liann að raula arabiska langhunda sem hann sagði að væru um ástina og allt það Úlfaldakarlarnir biðu eftir okkur í jaðri eyði- merkurinnar og skip eyðimerkurinnar létu fara vel um sig í brennandi hitanum. og ekki batnaði, þegar rútubílastemningin varð allsráðandi meðal landanna og upp hófst „Hvað er svo glatt“ þarna úti á miðjum straumi Nílar. Það að sigla Níl, veitti okkur aðgang að einhverjum næturklúbb. Mjög undarlegt, en engu að síður staðreynd — og engin ástæða að hafa á móti því. Það var undarlegur stað- ur; virtist vera ofur venjulegur við fyrstu sýn, en þegar betur var að gáð, þá vantaði þa!k á húsið. Stjörnuhiminninn gegndi því hlut- Reiðtúrnum er lokið og úlfaldarnir leggjast fyrst niður að framan. Hér eru þau Gunnar Frederiksson, flugstjóri, og Unnur flugfreyja, bæði hjá F. í. verki, það rignir vist hérumbil aldrei i Cairó. Þarna var stór hljómsveit, flestir með ein- hverskonar strengjahljóðfæri. Þeir léku með mjög sterkum rytlima þessi endalausu, aust- urlenzku lög og það var mjög skemmtilegt á að hlusta. Næst sviðinu sátu menn á stól- um og sátu mjög þétt. Við tókum hinsvegar nálega öll borðin, en þau voru utar. Skemmti- atriðin voru í fyrsta lagi magadans, í öðru lagi magadans og i þriðja lagi magadans, enda voru áhorfendur allir af hinu sterkara kyn- inu að undanskildu kvenfólkinu olckar. Þeir Guðmundur Björnsson, augnlæknir reynir að ná arabiskum virðuleika á úlfaldanum. Við hlið hans er frú Jóhanna Kaldalóns. höfðu hvorki vín um hönd né neina aðra drykki eða veitingar; sátu bara í mestu makindum og störðu á eggjandi hreyfingar magadansmeyjanna. Þær voru allar um tvitugt eða rúmlega það, en engan veginn nijög fallegar eftir okkar mæli- kvarða; flestar helzt til feitar og ískyggilega útlifaðar. Ekki eru þær ýkja fáklæddar þessar magadansmeyjar og dansinn oftast ekki annað en misjafnlega mjúklegir hnyikkir mcð mjöðm- unum og sitjandanum. Samt finnst mér ólikt skemmtilegra að horfa á magadans en nektar- dans þeirra frönsku i París, sem farið hefur eins og eldur í sinu skemmtanalifsins um gjör- valla heimsbyggðina. Þær komu hver af annarri og dönsuðu, allar klæddar á sama hátt; í síðu og nokkuð gagn- sæju pilsi með háum skörðum, en lítið sem ekki neitt ofan mittis. Þetta þótti hin ágætasta skemmtun, en Einar M. Jónsson, vinur vor og félagi, var ekki á sama máli. Kvartaði hann ákaflega yfir vankunnáttu dansmeyjanna og hafði á árunum séð eina i Kaupmannahöfn, sem bar svo langt af þeim egypzku, að honum fannst ekki ómaksins vert að horfa á tilburði þeirra. Mennirnir sem sátu á stólunum næst sviðinu voru sumir búnir að snúa stólunum öfugt og létu hendurnar hvíla á stólbokunum. Þeir voru yfirleitt fátæklega búnir og sumir héldu á óhreinum sixpensurum. En þeir liorfðu í leiðslu á dansinn og brostu þegar dansmeyjarnar óðu að einhverjum í fremstu röðinni og slengdu framan i hann mjöðminni. Við sáum það seinna, að dansinn var raunar aðallega sýning á vöru; á eftir komu þær og settust við borð nærri okkur. Þá voru þær í peysum og niðþröngum pilsum með skarði uppundir mjöðm. Svo létu þær sígarettuna lafa niður úr munnvikinu. Leið- sögumaðurinn okkar virtist nákunnugur þeim öllum og hefur sjálfsagt verið að afsaka það við þær, að við létum þær afskiptalausar þrátt fyrir ítrekaðar bendingar. Kannski hefur hann haft einhverra hagsmuna að gæta þarna „in the oldest profession“. ÚLFALDAREIÐ f GIZA. Einn morgun í brennandi hita og hlífðar- lausu sólskini, er ferðinni heitið til Giza. Þar eru pýramídarnir frægu, kenndir við Keops og Kefren, hinir stærstu þeirra. Við fórum fram- hjá höll Farúks konungs, þess fræga munaðar- seggs, en því miður gátum við ekki skoðað hana. Svefnherbergi Farúks á sér víst enga hliðstæðu á byggðu bóli. Það hefur verið látið standa og er sýnt túristum. Og hús Narriman er þar skammt Framhald á bls. 41. I BORG IINNA AUÐU

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.