Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 18
Tony stóð þegar tilbúinn með húfu á höfði, grímu fyrir andliti og hanzka á höndum. „Sjúklingurinn verður reiðubúinn eftir tvær sek- úndur. Eins og þér sjáið, Gray, fær hann nú blóðgjöf eftir að hafa fengið blóðvatn. Easton læknir ráðlagði einnig, að honum væri gefin ACTH- dæling, til þess að minni hætta væri á losti ...“ Dale Easton gekk skref aftur á bak, til að fá betri yfirsýn yfir skurðstofuna. Birtan var enn dauf, þótt svæfingarlæknirinn væri þeg- ar tekinn til starfa. í rökkrinu í einu horninu stóð hjúkrunarnemi reiðu- búinn til að þrýsta á hnappinn, sem mundi setja rafmagnsklukkuna fyr- ir ofan verkfæraskápinn í gang. Gegnum stórar glerrúðurnar í tvö- földu hurðunum kom hann auga á lögregluþjón, sem sat og dottaði í hægindastól — blár skuggi, sem mundi vakna og leika hlutverk sitt í þessum harmleik, þegar sjúklingn- um yrði ekið út úr skurðstofunni. Sjúklingurinn vissi hins vegar ekki um neitt af því, sem þarna var að gerast. Kjötflykki, þegar dúk- urinn hafði verið tekinn ofan af honum, lífvana vera, sem hafði þeg- ar fengið á sig nokkuð af hinum vaxkenda fölva dauðans. Flaskan með blóðinu var tengd við stóru æð- ina í ökklanum — einstakt atriði í hinu sérkennilega, óraunverulega andrúmslofti umhverfis skurðborð- ið. Erfitt var að gera sér grein fyr- ir, að það, sem lá þarna, var raun- verulega maður, sem hafði einhvern tíma reikað um í sólskininu og for- mælt yfirboðurum sínum. í hérberginu hinum megin við skurðstofuna stóðu hjúkrunarkon- urnar tvær og bjuggust til starfa. Þær unnu með hinni sérkennilegu hrynjandi sjúkrahússins, sem virð- ist svo einkar róleg en lætur þó enga sekúndu fara til einskis. Júlía Talbot vætti báða framhandleggi í vaskinum stóra, sem stúlkurnar höfðu til sameiginlegra afnota við þetta. Hávaxna, fallega hjúkrunarkonan við hlið hennar tók bursta og byrj- aði að bursta á sér neglurnar. „Kannski ég hafi gert of lítið úr aðdráttarafli mínu,“ sagði hún. „Æ, góða, hættu þessari vitleysu, Vicki!“ „Já, en getur þú ekki séð, að Dale Easton er að gjóta augunum hing- að?“ „Jafnvel þótt hann líti í áttina til þín, mátt þú vera alveg viss um, að það stafar af einskærri tilviljun." „Það er aldrei að vita, þegar um karlmenn er að ræða,“ sagði Vicki. „Það er einmitt það, sem gerir þetta svo spennandi." „Hvað ætlarðu að safna mörgum höfuðleðrum? Maður skyldi annars ætla, að sigurvinningaskrá þín hér í sjúkrahúsinu væri fullkomin." „Ekki nema ég geti bætt Dale við. Og svo þeim, sem þú trúir á eins og guð. En engin kona getur veitt Andy Gray — ekki einu sinni þú!“ Guð minn, hugsaði Júlía og laut yfir vaskinn. Já, minn — algerlega jg _ VIKAN 14. tbl. — þar til fyrir viku, þegar Patricia Reed lét leggja sig í Schuyler-turn- inn, sú litla naðra. Hve mikið af kjaftæðinu skyldi annars vera satt? Sögur gengu um tvær ástríðufullar vikur á Hawaii, rétt eftir að Andy hafði lokið herþjónustu í Asíu og haldið heim aftur. Það var einnig haft fyrir satt, að Patricia hefði ver- ið ástmey hans í sumarleyfi fyrir skemmstu, og nú var hún vitanlega eingöngu komin þarna, til þess að klófesta hann í eitt skipti fyrir öll! Júlía hratt hugsuninni um Pat- riciu frá sér og reyndi að einbeita huganum að aðgerðinni, sem fram- undan var. „Hefur Tony sagt þér nokkuð um, hvað eigi að gera?“ spurði hún. „Ekki annað en að um óvenju- lega mikil brunasár er að ræða.“ Vicki leit sem snöggvast inn i skurð- salinn, þar sem læknarnir þrír ræddu við svæfingarlækninn. „Það vekur þess vegna undrun mína, að Andy skuli framkvæma aðgerðina. Tony er venjulega nógu vel að sér um brunasár — þau hafa einmitt verið sérgrein hans, síðan hann var í Japan á stríðsárunum." „Ég hélt nú raunar, að hann hefði allt aðra sérgrein." „Nú, hvað ertu að dylgja?“ Júlía yppti öxlum, því að þótt hún vissi, að Vicki hefði verið all- margar nætur í herbergi Tonys, var engin ástæða til að ræða það mál einmitt í þetta skipti. Þess í stað spurði hún: „Segðu mér, Vicki, hvers vegna er þér í nöp við Gray lækni?“ „Ég hef svo sem ekkert sérstakt á móti honum. En það er nú svo, að ég hef áhuga fyrir sumum mönn- um, en öðrum ekki. Ég get með stakri sálarró leyft Andy Gray að helga sig starfi sínu. Og, í sannleika sagt, Júlía — ég ætla að ráða þér til að fara að dæmi mínu.“ Júlía bældi niður andvarp og sagði með uppgerðar gamansemi: „Jæja, í gær brosti hann til mín eftir heila- aðgerðina, þegar hún hafði staðið í fjórar klukkustundir. Hver veit hvað gerist á morgun." „Ég get vel sagt þér það, að hann er harðkvæntur vinnu sinni,“ sagði Vicki. „Það er alveg vonlaust að reyna að krækja í slíka menn. Vel á minnzt, vinna — þeir eru að gefa okkur merki þarna inni. Hjúkrunarkonurnar tvær gengu nú að skurðarborðinu klæddar kyrtlum, grímum, húfum og gúmmí- hönzkum. Ef til vill ætti ég að fara að heilræði Vickiar, hugsaði Júlía. Vitanlega er hlægilegt að einbeina öllum hugsunum sínum og draum- um að einum manni -—- einkum þeg- ar hann tekur eiginlega aldrei eftir því, að maður sé til. Kannski hann tæki frekar eftir mér, ef honum bærist til eyrna, að aðrir karlmenn væru að draga sig eftir mér ... En jafnskjótt og hún horfðist í augu við Andy yfir skurðborðið, sá hún eftir að hafa hugsað þannig. Hann þarfnast mín í kvöld, sagði hún ströng við sjálfa sig. Og það nægir — að þessu sinni. Eðlisávisun hennar FRAMHALDSSAGA EFTIR FRANK G. SLAUGHTER 2. HLUTI „ÉG HEFI TILHNEIGINGU TIL AÐ HALDA, AÐ HANN HAFI MÖGULEIKA Á AÐ KOMAST Á FÆTUR AFTUR — EÐA AÐ MINNSTA KOSTI AÐ HRESSAST SVO, AÐ HANN GETI TALAÐ,“ SAGÐI ANDY UM LEIÐ OG HANN GEKK TIL DYRA.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.