Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 21
Þessi litabók er handa fullorðnum bömum. Allt sem þarf að gera til undirbúnings er að fá sér liti. Litlu bömin eiga þá. Það er hverjum manni nauðsyn að þroska með sér hina listrænu hæfileika, sem allir íslendingar hafa — að undanskildum þessum fáu listamönnum. Gætið þess að fylgja leiðbemingunum nákvæm- lega. Með vorinu getið þið svo farið að mála sjálfstætt og haldið sýningu í haust. Þetta er maðurinn, sem keypti fokhelt. Hann er fluttur inn. Hann hélt að glerið hefði verið með í kaupunum, en það var mis- skilningur. Litið hann taugalausan, með rautt nef og lungnabólgu. Konan fór í bankann til að framlengja víxiISnn, sem féll í dag. Húsgögnin eru fengin með afborgunum, nema fötuna og kústinn fann hann í íbúð- inni fyrir neðan. Múrarinn er ekki á myndinni. Hann átti að koma í gær, en er ókominn. Litið hann fjarverandi. Rafvirk- inn skrapp í ríkið og kemur eftir viku — með reikninginn. Á morgun á maðurinn að borga kr. 100.000. Litið andrúmsloftið samkvæmt því. Þetta eru innheimtumenn frá ríkisútvarp- inu. Þeir eru að leita að viðtækjum. Þeir eru mjög alþýðlegir og skemmtilegir (eins og útvarpsstjórinn). Frúin er með transistortæki undir svuntunni. Litið hana milli vonar og ótta. Á veggjunum eru sjaldgæfar eftirprentanir frá Ragnari Smára. Litið þær óþolandi. Þeir fundiij engin viðtæki bak við myndirnar, né heldu í vínskápnum. Næst spretta þeir sundur sófanum og fara með köttinn í gegnumlýsingu. VIKAN 14. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.