Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 22
f4. Framhaldssaga eftir VICKI BAUM Droste dómari hleypti brúnum. Hann var orðinn samstarfinu við dr. Eckhardt svo vanur, að enda þótt Straube assesor væri hinn nýtasti í starfi sínu, var það allt annað. „Doktor Eckhardt kemur heim á mánudaginn," sagði Perleman hug- hreystandi um leið og hann hengdi skikkjuna inn í skápinn. Síðan hvarf hann á brott. Droste tók reykjarpípuna upp úr skrifborðs- skúffunni, tróð í hana tóbaki, en lagði hana að því búnu til hliðar og kveikti sér í sígarettu. Hann teygaði að sér reykinn. Síminn hringdi. Það var hinn opinberi sak- sóknari. „Við þurfum víst að hittast og á- kveða næsta réttarhald,“ sagði hann þreytulega. Það leit helzt út fyrir að honum fyndist sem það væri ekkert annað en aukið ómak og vafstur sem af því leiddi, að sann- leikurinn í máli Ruppshjónanna skyldi að lokum vera í ljós leiddur. „Jú, satt er það.“ Droste dró við sig svarið. „Við getum talað um það seinna.“ Perlemann kom inn og tilkynnti að kona biði þess að fá að tala við landsyfirréttardómarann. Droste fór í jakkann, lokaði málsskjölin niðri í skúffu og gekk fram í biðherbergið. Jú, Maríanna sat þar, eins og hann hafði búizt við. Hún reis úr sæti sínu og gekk til móts við Droste. „Þú ert gersamlega úttaugaður og örmagna, Bussi vesalingur," varð henni að orði. „Það liggur við,“ svaraði hann. „Bíllinn bíður úti fyrir.“ „Gott ... það rignir, er ekki svo?“ „Það er ekki nema hlý maískúr,“ svaraði Maríanna, þegar þau gengu út í hellirigninguna. Hún var því vönust að líta þannig á hlutina, Maríanna. „Viltu aka mér heim,“ sagði hann. „Hvað viltu þangað?“ „Evelyn ...“ „Þú virðist hafa gleymt að hún er í Geltow ...“ sagði Maríanna. Droste gat ekki varizt hlátri, en fór strax að hósta, og það kom áhyggju- svipur á Maríönnu. „Þú ert hás eins og hrafnsungi," sagði hún, þegar þau voru sezt inn 22 — VIKAN 14. tbl. í bílinn. „Þú reykir of mikið.“ „Ég hafði gersamlega gleymt því, að þið eruð í helgarleyfi," sagði hann og hló við. „Hvernig stendur annars á því, að þú ert í borginni?“ „Það hefði ég líka gaman af að vita. Þessir aumingjar hringdu til mín í morgun og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar til kom, var ekkert að — þeir skildu bara ekki eitthvað í sambandi við sements- blönduna. Og úr því ég var hingað komin á annað borð, datt mér í hug að líta inn í réttarsalinn, og svo er ég tilneydd að verða í borginni til klukkan sex, því að þá þarf ég að athuga hvernig þeim hefur sótzt verkið.“ Hún starði stöðugt á götuna framundan og umferðina, á meðan hún lét móðan mósa. „Það var hugulsemi af þér að líta inn,“ sagði Droste og hagræddi sér í sætinu. „Hvað hefur Evelyn fyrir stafni?" spurði hann eftir andartaks þögn. „Hún svaf enn, þegar ég fór, í einu hnipri eins og broddgöltur. Ég vona að hún hafi ekki rumskað fyrr en upp úr hádeginu; þú ættir að þekkja hana.“ Maríanna brosti til hans og hann endurgalt brosið. „Ég hripaði eins konar dagskrá handa henni á miða og skildi eftir á náttborðinu. Hún á að leika sér við köttinn, og ef veðrið er gott, að labba sig út í dýragarðinn." „Henni leiðist sennilega, en hún hefur ekki nema gott af því,“ sagði Droste. Hún innti Droste ekki frekar eftir því hvert hann vildi halda, en ók rakleitt til skrifstofu sinnar í Bleibtreustrasse. Vatnið rann eftir malbikinu, en regninu var lokið í bili og komið sólskin. Skrifstofan minnti ekki hið minnsta á venju- lega skrifstofu. Inni var sterkur þefur af sígarettum og ilmvatni, og í einu hominu stóð mikill legubekk- ur, dreginn svörtu atlassilki, þakinn svæflum, grænum, hárauðum og sterkgulum. Veggirnir voru sinn í hverjum lit, og þegar Maríanna studdi á rofa, kviknaði ljós á bak við mjólkurhvitar glerþynnur á veggjunum, hingað og þangað. Droste kunni ákaflega vel við sig þarna. Hann lagðist endilangur á legubekkinn og spennti hendur und- ir hnakkann. Maríanna strauk hend- inni um enni hans. Síðan kveikti hún á hitaplötunni og fór að hita kaffið. „Þú þarft ekki að segja neitt; hvíldu þig bara,“ sagði hún, þegar hann opnaði munninn. Hann hætti við að segja það, sem hann hafði í hyggju, var henni þakklátur fyrir hugulsemina, hlustaði á suðið í kaffikönnunni og þytinn í kjólpilsi Maríönnu og ylurinn streymdi um hann allan. „Veiztu það, Maríanna," mælti hann lágt og með lokuð augun, „að þegar á slíkum réttarhöldum stend- ur, finnst mér sem ég lifi ekki sjálf- ur nema að vissu leyti. Að ég sé ekki nema við hálfa meðvitund. Það er ekki svo gott að koma orðum að því — en málið nær svo föstum tökum á mér. Ég hef ekki getað hugsað um neitt annað en þvotta- konuna að undanförnu, svo að ég hef ekki vitað af sjálfum mér. En með þessu móti einu nær maður ár- angri. Loks var svo komið, að ég fann á mér nákvæmlega hvað hún hugsaði, hver viðbrögð hennar mundu og hvað hún mundi segja ... þetta er eins konar fakírsbragð, skilurðu." „Þá kemur kaffið,“ sagði Marí- anna, og hann fann þennan heita, hressandi ilm leggja fyrir vit sér. Hann opnaði augun og settist upp. „Nú líður mér ágætlega aftur,“ lýsti hann yfir með sinni hásu og þreyttu röddu. „Það er eins gott,“ sagði Marí- anna, „að þú beitir þessum sálfræði- legu fakírbrögðum ekki við þína nánustu, eða kunningjana." Droste drakk kaffið. Hann hló glaðlega. Kaffið hressti hann óum- ræðilega. „Nei, það mun ég varast,“ sagði hann. „Það mundi ekki heldur þýða neitt að ætla að beita þeim við þig. Þú hefur í öllum höndum við mig.“ Hann rétti fram tóman bollann, svo að hún skenkti í hann aftur. „Og hvaða gaman yrði að því að beita þeim við Evelyn. Hún er gagnsæ, eins og postulín," sagði hann enn og gaf bollanum selbita með nöglinni, svo söng við. „Heldurðu það?“ sagði Maríanna, en hann hafði þá komið auga á bók, sem lá á borðinu og tók að fletta henni. „Veihinger," sagði hann strangur á svipinn. „Þessari bók hefurðu hnuplað úr skápnum mínum.“ Maríanna settist hjá honum á legubekknum og lagði arminn um öxl honum. Hann varð svo undrandi yfir því hve þessi snerting vakti mikla vellíðan með honum, að hann færði sig ósjálfrátt lítið eitt fjær. Hún veitti því athygli og dró strax að sér höndina aftur. „Vitanlega, vinur minn,“ sagði hún ástúðlega. „Vitanlega verð ég að lesa þær bækur, sem þig langar til að ræða við mig.“ Droste dómari var nú aftur orð- inn annars hugar. „Það er eiginlega leitt, að Evelyn skuli vera fjarver- andi í kvöld,“ sagði hann. „Nú fyrst um langt skeið finnst mér ég að ég ráði mér nokkurn veginn sjálfur ... við hefðum getað skemmt okkur eitthvað í kvöld. Og þú ferð vitan- lega aftur til Geltow?" „Hvað sem raular og tautar færðu Evelyn ekki aftur fyrr en annað kvöld,“ sagði Maríanna af svo mik- illi ákefð, að Droste fannst það kyn- legt. „Get ég ekki farið til Geltow með þér í kvöld?“ spurði hann. „Svo get- um við Evelyn orðið samferða heim í fyrramálið. Ég hefði ekki nema gott af ferðinni. Ég er eins og tóm- ur poki eða undið handklæði ...“ „Því miður, þá er það ekki hægt,“ svaraði Maríanna og hleypti brún- um. „Ég hef ekkert rúm handa þér, vinur minn.“ Rödd hennar var ást- úðleg. „En hvernig væri að þú skryppir í klúbbinn og spilaðir brids í kvöld?“ sagði hún eftir nokkra umhugsun. „Ég gæti komið því í kring. Hún reis á fætur og gekk að hinum sér- kennilega, svarta spegli, sem felld- ur var inn í ljósgrænan vegginn. Þar greiddi hún hár sitt með fimm fingrum annarrar handar, og lands- yfirréttardómarinn starði á hana; fyrst á hana sjálfa síðan hina ann- arlegu spegilmynd hennar. „Þér væri það fyrir beztu að fara

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.