Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 29
Nýr keppinautur Volkswagen, Taunus 12 M, kallaður Cardinal, sögðu þýzku blöðin s.l. sumar og birtu „leynimyndir" af þessum undravagni, sem átti að vera knúinn fjögra strokka vaff-byggð- um mótor og framhjóladrifi. Hann kom fram um svipað leyti og Opel Kadett og hafa þeir bílar síðan verið bornir saman í gríð og ergi, enda eru þeir á svipuðu verði. Ég prófaði Cardinalinn á eftir Kadettnum, og fann engan skyldleika með þeim, nema að báðir eru fimm manna. Báðir hafa sína kosti og sína galla, og er erfitt að skera úr um, eftir stutta viðkynningu, hvor er skemmtilegri kunningi. Það er töluvert hærra undir Cardinalinn, 21 cm undir lægsta punkt. Þar að auki setur Kr. Kristjánsson 3 mm stálplötu undir pönnuna og alveg aftur fyrir gírkassa, svo Cardinal ætti að vera óhætt, þótt eitthvað kæmi upp undir hann. Ég fann engan poll, svo ég gat ekki dæmt um, hvort Cardinalinn er jafn mikill sóði og Kadettinn, það er að segja eys yfir sig úr pollunum. Sætin í Cardinal eru sófar, að framan með aðskildum bökum, sem báðum er hægt að halla fram til að hleypa farþegum í aftursætin. Fyrir bragðið situr maður ekki eins vel í framsætinu, en flestir þeir, sem ekki eru.orðnir alltof háðir sérstólunum munu verða vel ánægðir með að sitja frammi í Cardinal. Hann er fjögra gíra, með skiptingu á stýrinu, hún liggur vel við og vinnur vel. Mótorinn er vel hraðgengur og er ætlazt til, að honum sé ekið talsvert út í gírunum, þó þarf ekki að fara upp fyrir 60 í þriðja undir vel- flestum kringumstæðum, og þar fyrir ofan bætir hann vel við sig í fjórða, ef ekki hallar mikið á fótinn. Vélarhljóðið er hærra en í Kadett, og maður verður aðeins var við titring í hægagangi. Það gerir vaffið. Mælaborðið er látlaust, sama mælafátæktin og á flestum öðrum, sem kosta undir fimmtung milljónar — aðeins hraðamælir, hitamælir og benzínmælir. Rafmagn og smurning á maður undir fláráðum perum. Útdregnir rofar og takkar fyrir ljós, þurrkur, innsog og miðstöð, en hún er annars hreint afbragð. Hún nýtur góðs af því, að bíllinn hefur tvo vatnskassa. Það er gert til þess, að mótorinn nái fyrr eðlilegum vinnsluhita. Sölumaður hjá Kr. Kristjáns- syni sagði mér, að eftir þrjár mínútur væri miðstöðin orðin heit, þótt bíllinn væri ræstur í köldu. Rúðusprauta er fyrir vinstri fót. Stefnuljósarofi á sínum Framliald á bls. 48. TAUNUS 12 M CARDINAL Vél: 50 ha SAE, 4 strokka (V) 1183 cm, bor- vídd 80 mm, slaglengd 57 mm. Vatnskæld, liggur framan í. Fjögra gíra kassi, al-samstillt- ur. Drif á framhjólum. Lengd 4,25 m, breidd 1,59 m, hæð 1,46 m. Hæð undir lægsta punkt 21 cm. Beygjuradíus 5,75 m. Þyngd 845 kg. Hjóla- stærð 560x13. Viðbragð 1—100 km á 28 sek. Verð rúml. 140 þús. kr. Umboð: Sveinn Egilsson og Kr. Kristjáns- son. VIKAN ioglaeknin KANERTZ-hreyfillinn Þýzkir uppfinningámenn láta nú skammt stórra högga á milli, hvað snertir smíði nýrra hreyfilgerða. Ekki alls fyrir löngu kom Wankel- hreyfillinn til sögunnar, en sú uppfinning, þar Þotta er 105 hestafla Kancrtz-hreyfill. Þaö fer ekki mikið fyrir honum, og auk þess er hann tveim þriðju sparncytnari en sa.mbærilegur hreyfill af eldri gerð. Takið eftir stýriútbúnaðnum — tannhjólakerfinu. Strokkhólfið. Kveikjan, driföxull og spaðar, hólkur og gagnþrýsti- spaðar, innsog og útblástursop sjást vel á myndinni. finna hvað feitt er á stykkinu, þegar vélar eru annars vegar. Það er sameiginlegt með Kanertz-hreyflinum — ef við kenn- um þennan hreyfil við uppfinningamanninn — og Wankel- hreyflunum, að þeir eru báðir stórum einfaldari en eldri gerð- irnar, settir saman úr færri hlutum, núningsfletirnir færri og minni að flatarmáli, en hvort tveggja þýðir minni bilunarhættu og meiri endingu. Kanertz-hreyfillinn er til dæmis samsettur úr aðeins 22 hlutum. Eins og Wankel-hreyfillinn er hann líka miklum mun léttari og fyrirferðarminni en allar eldri gerðir, miðað við hestaflatöluna, og stórum mun sparneytnari. Sannað er með langvarandi tilraun, að Kanertz-hreyfill, sem hefur að- eins 767 rúmcm slagrými, framleiðir 105 hestafla orku með 2500 snún. á mínútu, og að hann eyðir ekki nema einum þriðja hluta af eydsneyti á hestaflsstund, miðað við venjulega strokkhreyfla. f rauninni jafngildir Kanertz-hreyfillinn fjögurra strokka hreyfli, þó ekki sé nema um einn „strokk“ að ræða. Framhald á bls. 47. sem snúningskólfur kemur í stað „stimpla", er sögð líkleg til að valda gerbyltingu í smíði hreyfla af vissri stærð. Og nú er annar nýstárlegur hreyfill kominn fram á sjón- arsviðið, og uppfinningamað- urinn er þýzkur verkfræðing- ur. Kannski mætti kalla þetta hverfibullu-hreyfil á vandaðri íslenzku — eða snúnings- stimplahreyfil á slarkfæru máli. Sennilega er þarna um merka uppfinningu að ræða, því að bandarískar verksmiðj- ur kváðu berjast um fram- leiðsluréttin, og þar vestra eru þeir venjulega fljótir að Þessar þverskurðarteikningar sýna hvernig Kanerts-hreyfillinn vinnur — eitt strokkhólf vinnur sem fjögur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.