Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 32
HVAÐ FÆST í RÍN? ic Þar fást rafmagnsgítarar frá WANDRE. ★ Þar fást rafmagnsgítarar frá HÖFNER. ic Þar fást spánskir gítarar frá CARMELO CATARIA. ic Þar fást saxofónar og trompetar frá ORSI. ★ Þar fást klarinettar frá VOSS. ■Jc Þar fást harmonikur frá ZERO-SETTE, Ítalíu. ic Þar fást harmonikur frá WELTMEISTER. ic Þar fást mandolin og banjo frá MUSIMA. ★ Þar fást píanó frá BR0DRENE CASPERSEN og FEUERBACH. VIÐ bofum úrvollð VIÐ böfum 20 úra reynxlu VIÐ pöntum bljóðfmrin fgrir jjður RÍN, Njálsgötu 23 tilgangslaust og eigingjörn blekking á bak við sjálfa málaleitunina. Og auk þess væri ég þá að bjarga mér og mínu fyrirtæki með peningum konu minnar. Ég get það hreinlega ekki og hef þó engan veginn ráð á að brjóta karlvarginn af mér. -—- Nú veiztu hvernig sakir standa. Farðu nú og vektu áhuga konu minnar fyrir tónlistarmanninum. Og láttu hann bara koma. — Þú segir, að þetta sé dugandi maður? — Mjög. — Því betra! Klukkustund síðar sendi ég vini mínum Erlingi Hallssyni skeyti og bað hann að koma til Köge með 4,15 lestinni til óákveðinnar dvalar. Hann yrði sóttur á stöðina. III. Og Erlingur Hallsson kom. Það fylgdi honum glaumur og gleði. Hann borðaði svo, að frú Carstensen naut þess með þakklátri aðdáun. Hann lék á píanóið hvenær, sem um var beðið og frúin söng, svo sem hún hafði ekki gert árum saman. Hún hafði aldrei haft slíkan undir- leikara síðan hún fluttist til Köge. Hann skjallaði hana og eggjaði og skammaði hana og gagnrýndi á sinn opinskáa, umbúðalausa hátt og hún var nægilega þroskuð söngkona til þess að hagnýta sér leiðbeiningar hans. Hann lék sér við börnin og teiknaði fyrir þau ævintýramyndir. Hann drakk portvín með húsbónd- anum á kvöldin og reifst hressilega við hann um stjórnmál. Einu sinni trúði hann herra Carstensen fyrir því, að heimili slíkt sem hans, væri beinlínis móðgun við öreiga allra landa, enda myndu Rússar brátt kippa því í lag. Og Carstensen hló og kvaðst vera alveg sammála. Hins vegar væru lífskjör Erlings Halls- sonar móðgun við alla list heims- ins og hann furðaði sig á því, að Rússar skyldu ekki hafa neinn hug á að kippa því 1 lag. Það var mikið fjör og glaðværð á heimilinu næstu viku og Erlingur Hallsson átti drjúgan þátt í þv.í. Hann varð hvers manns hugljúfi á heimilinu og það var aðeins þegar honum leiddist, sem hann átti það til að fá sér drjúg- an slatta af koníaki úr flösku, sem hann geymdi jafnan í tösku sinni. Gat þá komið fyrir, að hann yrði ofurlítið herskár vegna heimsbylt- ingarinnar, sem honum þótti seinka fullmikið. Annars var hann ljúf- mennskan sjálf. Svo er það einn góðan veðurdag, þegar við erum að borða miðdegis- verð, að Carstensen segir: — Jæja, kæru fslendingar, ykkur er boðið í miðdegisverðarveizlu hjá Ivar Eskjær bankastjóra, á laugar- dagskvöld, ef þið viljið sýna lítil- læti og þiggja það. Þetta er fínasta heimili borgarinnar. Erlingur Hallsson skildi ekki upp né niður í slíku sómaboði. — Okkur? spurði ég. — Já, sá gamli hefur gert áhlaup- ið. Ég afsakaði okkur hjónin með því, að við gætum ekki komið. Við hefðum tvo erlenda gesti, víðfræg- an íslenzkan tónsnilling — og þig. Við gætum með engu móti hlaupið frá svona gestum. En það stoðaði ekkert. Hann sagði bara blátt áfram: Þér gerið mér og konu minni þá ánægju að taka gesti yðar með. Okkur myndi falla það mjög miður að fá ekki tækifæri til þess að kynnast þessum ágætu fs- lendingum. Nú er það ykkar að segja til. Hann brosti til konu sinnar. Það var augljóst, að henni voru þegar kunnir allir málavextir. — Ég hef ekki hug á að þiggja boð bankastjórans, sagði ég hóg- værlega. Nú vildi einmitt svo til að Erling- ur Hallsson var í sínu herskáasta skapi. Hann leit snögglega upp. — En ég hef einmitt hug á að þiggja boð bankastjórans, sagði hann. Ég man ekki til að ég hafi á allri ævi minni verið boðinn til bankastjóra. Það er svo langt frá því, kæru hjón, að ég vilji, að þið sitjið af ykkur þetta boð mín vegna, að ég bið ykkur þvert á móti að þiggja það, mín vegna. Hjónin litust í augu, brostu. — Við þiggjum boðið, yðar vegna, herra Hallsson. Þér þurfið endilega að kynnast burgeisum Suður-Sjá- lands, sagði Carstensen forstjóri með mjög tvíræðu brosi. Þar að auki fáið þér þarna ofurlitla innsýn í, hvernig hjólum fjármálanna er snú- ið, og hvernig sú tegund listamanna er, sem lætur þau snúast. Ertu ekki sammála, kona? — Algerlega, svaraði frú Carsten- sen. Það var auðséð, að þau höfðu tekið einhverja ákvörðun og að við- brögð okkar Erlings Hallssonar við bæði Eskjærs bankastjóri skiptu engu máli í því sambandi. IV. Þetta var voldug veizla. Þjónn tók á móti okkur í and- dyri, þernur tóku við fötum okkar. Síðan var okkur vísað inn í allmik- inn sal, þar sem húsráðendur tóku á móti. Bankastjórinn, Ivar Eskjær, var allroskinn maður, samanrekinn og einarðlegur, augnatillitið hvasst og myndugt. Frúin allfyrirferðar- mikil, en hafði auðsýnilega verið fögur kona á yngri árum. Þau heils- uðu Carstensens-hjónunum með mikilli vinsemd. Síðan vorum við Erlingur Hallsson kynntir. Banka- stjórinn kvað sér það einstaka á- nægju að mega hafa okkur í boði sínu. ísland hefði alltaf verið sér sérlega hugfólgið og kært. Dásam- legt land, eftir því, sem sér væri sagt, saltfiskur ... Lengra komst hann ekki. Varð þá að heilsa ný- komnum gestum. Þetta var áður en hanastélin urðu tízka í Danmörku og veitingar voru engar boðnar, fyrr en setzt var til borðs. Gestir urðu upp undir fjöru- tíu. Bankastjórinn bauð frú Carst- ensen til borðs. „Nú á að reyta af hcnni fjaðrirnar,“ hvíslaði maður hennar í eyra mér, um leið og þau gengu inn í borðsalinn fyrst manna. Erlingur Hallsson fékk dóttur hús- bóndans að borðfélaga og ljómaði allur. Ég mátti sætta mig við frænku hans, allgamla og hálfheyrnarlausa. ^2 — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.