Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 33
Til uppbótar var sú vitneskja, að hún væri ekkja eftir yfirdómara. Með okkur tókust brátt viðræður. Hún hafði ekki áhuga á neinu í ver- öldinni, nema hænsnum. Ég lét sem mér þættu þau allra dýra merki- legust. — En dásamleg tilviljun, að þér skulið einnig hafa áhuga á hænsn- um, sagði dómaraekkjan. •—• Það hafa allir hugsandi menn, svaraði ég. — Já, er það ekki? Þetta segi ég! Með leyfi, hvaða tegund gefst yður bezt? Ég hafði einhvern tíma heyrt að til væri eitthvað, sem héti hvítir í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. hjól, til þess að sá sem ekur fyrir aftan, hafi einhvern möguleika á að sjá út um framrúðuna hjá sér? Aurhlífar eru tiltölulega mjög ó- dýr útbúnaður, og lítill vandi að festa þær aftan á hvaða bíl, sem er. Þær er jafnvel hægt að búa til hér á landi, svo að ekki þarf að standa á innflutningi til þess. Það er staðreynd, sem allir vita, að þótt maður forðist það eftir beztu getu að lenda í auraustri annarra bíla, þá er það alls ekki hægt, þegar vegirnir eru blautir. Maður setur sér að koma ekki nær næsta bíl en svo, að hann nái ekki að sletta á mann, en áður en varir skýst ann- ar bíll þá framfyrir mann, vindur sér inn á veginn og eys aurslettum hátt í loft upp og lokar alveg út- sýninu fyrir manni, svo að maður á oft í vandræðum með að halda bílnum á veginum. Vegir eru svo mjóir hér á landi, að bílar verða að aka svo til beint fyrir aftan hvern annan. Menn aka misjafnlega hratt, eins og eðlilegt er. Sumir komast ekki hratt, eins og t. d. stórir og þungir vörubílar, og þá verður maður oft að aka í langan tíma á eftir þeim á þröngum vegum, til að bíða tækifæris að taka fram úr þeim. Þegar maður nálgast þá til að aka fram úr, lokast oft útsýnið algerlega, og þá er það aðeins heppnin, sem ræður því hvort maður heldur sér á veginum eða ekki. Ef menn ganga um bæinn og at- huga framrúður bifreiða í rigninga- tíð, þá er það sameiginlegt einkenni flestra, að framrúðurnar eru næst- um því ógegnsæar vegna óhrein- inda, nema kannski rétt þar sem þurrkurnar hafa skafið þau í burtu. Þessi óhreinindi á framrúðunum eru svo til alltaf vegna þess að önnur farartæki hafa ausið þeim þangað upp. Þetta er hættulegt ástand, — miklu hættulegra en sprungnar framrúður eða jafnvel gallaðar að öðru leyti. Þar að auki er þetta á- stand, sem hægt er að laga með litl- um tilkostnaði og vinnu. Og raunar furðulegt að það skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu síðan. Ég skora nú á Bifreiðaeftirlit rík- isins að taka þetta mál til alvar- legrar yfirvegunar, og reyna að koma því í framkvæmd að úr þessu verði bætt hið fyrsta. ★ ítalir. Það var allt, sem ég vissi um hænsni. — Hvítir ítalir, svaraði ég. Lít ekki við öðru! — Dásamlegt! Þetta segi ég alltaf. Við töluðum um hvíta ftali það, sem eftir var máltíðarinnar. En maturinn var stórkostlegur og svo ríkulega og smekklega fram bor- inn, að ekki varð á betra kosið. Og vínin voru afbragð. Og það varð glatt yfir borðum og vinur minn Erlingur Hallsson var auðsæilega í essinu sínu, drakk ófeiminn sitt góða vín, hélt ungfrúnni í sæluástandi, sem lýsti sér í geislandi brosum og dillandi hlátrum. Sá átti erindi í veizluna bankastjórans, hugsaði ég og ekki öfundarlaust. Að máltíð lokinni var herrunum boðið í stofu húsbóndans, en konur skyldu drekka kaffi með húsfreyju í annarri stofu á meðan herrarnir ræddust við og fengju sér glas. Úti við vegg í herrastofunni var borð eitt mikið hlaðið vínföngum. Hús- bóndinn bað menn gera svo vel og blanda sér drykk, hvern að sinni vild og forsmá ekki það, sem húsið gæti látið í té til þess, að hinum kæru gestum mætti líða sem bezt. Var gerður að þessu góður rómur. Þá er allir höfðu fengið sér glas og bankastjórinn hafði skálað við gesti sína hóf hann máls. — Ég vona að hinir kæru erlendu gestir mínir misvirði það ekki, þó að við hinir ræðum lítilsháttar það mál, sem er í rauninni tilefni þess- ara samfunda. Yður hinum er öllum kunnugt, hver vandi oss og héraði voru er á höndum í sambandi við járnbrautarfélag vort, og ég hef kvatt yður saman með þeirri sér- stöku tiltrú, að þér væruð menn- irnir, sem bæði hefðu viljann og getuna til að leysa þann vanda með mér. Um þetta hef ég gert ýtarlega áætlun, sem ég mun leyfa mér að leggja fyrir yður og vænti þess, þegar þér, hver og einn. hafið látið álit yðar í ljós, að athuguðu máli, að vér getum orðið sammála um lausnina. Svo vel þekki ég bæði dómgreind yðar og þegnskap ... Hann var beinlínis tígulegur þeg- ar hann fór að ræða þetta áhugamál sitt, ísmeygilegur, myndugur, ör- uggur. Öll framsetning hans hnit- miðuð, glögg, rekin saman með töl- um og rökum. Þó að ég hefði ekkert vit á málinu sjálfu, fann ég, að það þurfti sterkan vilja til þess að standast þennan mann, þegar hann kaus að beita sér. Hann talaði í fullan hálftíma áður en hann bað menn að láta heyra undirtektir sínar. Ég virti fyrir mér áheyrendur hans, þennan jarðgróna hóp þybb- inna, duglegra efnamanna. Þeir dreyptu hæversklega á glösum sín- um, hlustuðu af vakandi athygli, andlitin lokuð og eins og múr. Ivar Eskjær myndi áreiðanlega þurfa að taka á allri snilli sinni, þangað til hann hefði stuggað þeim öllum þangað, sem hann vildi. Og ég virti fyrir mér vin minn Erling Hallsson. Honum leiddist gífurlega. Hann var löngu búinn úr glasinu sínu. Svo gekk hann að vín- SPORTU fermingarfötin í miklu úrvali hjá HERRABÚÐINNI, Austurstræti 22 og Vesturveri. D ANÍEL, Laugavegi. L. H. MULLER Og HERRAFÖT h.f., Hafnarstræti. VERKSMIÐJAN SPARTA Borgartúni 25. — Sími 16554 — 20087. VIKAN 14. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.