Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 41
ingum. Allt fór prýðilega fram, ef það er undan skilið, að einn flug- mannanna stóð í þráðbeinni rétt- stöðu, með stóreflis appelsínu hálfa upp úr öðrum vasanum. Shannon átti tuttugu og eins árs afmæli þenna dag. Hafði konungur 'Ölkomizt að þessu hjá Gibson, tók hjartanlega í hönd flokksforingjans, wjvbrosti glaðlega og mælti: „Hugsa sér, wað þér skuluð vera orðinn tuttugu og uoieins árs, Shannon? Þér haldið yður iw'svei mér vel! Munið nú eftir að vJHihalda afmælið hátíðlegt í kvöld.“ ú»; Gibson hafði stofnað til keppni fíjum sérstakt flugvélarmerki, og eft- ir herkönnunina sýndi hann konungi ““hinar ýmsu tillögur og bað hann «^velja um.'Konungur kallaði á drottn- -«inguna, og völdu þau í sameiningu «I,uppdrátt, ,er sýndi stíflugarð með „^jskarði, sem vatn fossaði út um. Yfir ’^honum var eldingaleiftur í kráku- . * stígum. Undir myndinni stóðu eink- ? t unnarorð sem fengin voru að láni M MH 1» % .*■ t 9 I -.»! m! . 91 ■Ó VM áa ■rae' i * 4 ® 'm'M * iZ Dagstofusett Stakír stólar Svefnsófar Svefnbekkir Svefnstólar frá Madame Pompadour: „Aprés nous la déluge." (Eftir okkur kemur syndaflóð). Þegar konungur og drottning voru komin af stað frá Scampton, hófst afmælishóf Shannons. Þegar allir voru orðnir góðglaðir, var einhver sem sagði: „Ég held að þú sért orðinn fullur, Shannon.“ Shannon rétti úr sér, reif upp aug- un og svaraði virðulega: „Sé svo, herra minn, er það sam- kvæmt konunglegri skipan.“ Endir. Borg hinna dauðu. Framhald af bls. 14. frá; það var hún sem Farúk tók til fytgilags við sig og kærastinn hennar varð að láta það gott heita. Við brúarsporðinn vestari er hrikastór stytta af Ramsesi 2. faraó. Hann var einn af tilþrifameiri fara- óum Nýja ríkisins svonefnda og hefði sjálfsagt gert grin að fátæk- legum kvennamálum Farúks. Hann eignaðist þrjú hundruð börn með fimmtíu konum. Kvennabúr hans var eiginlega ríki i ríkinu. Eitt sinn fékk ein af hjákonum hans þá flugu í höfuðið að steypa þeim gamla af stóli og koma syni sinum i embætt- ið. Þá var Ramses orðinn gamall. Konan gelckst fyrir uppreisn, sem raunar var andvana fædd; sá gamli komst að öllu saman. Allmargir heldrimenn voru viðriðnir málið, en Ramses vildi umfram allt komast hjá því að gera hávaða. Hann þagg- aði málið niður og allir meiriháttar menn, sem áttu hlut að, fengu að ákveða sér dauðdaga sjálfir. Slík var mildi lians. Þegar fjær dregur Nil, verða hús- in lægri og fátæklegri, sumt hrein- ustu hreysi. Svo taka við akrar, dökkgrænir í októbersólinni, fimmta eða sjötta uppskeran á leiðinni. Þar eru menn og konur í röðum og sýsla við þessa frjóu mold eins og gert hefr verið i sex þúsund ár eða meir. Allt í einu verða snögg umskipti; gróskan er eins og grænt blað, sem liefur verið klippt út og lagt ofaná eyðimörkina. Gulhvit sandauðnin sker í augun og millistig er naumast neitt. Lifið og dauðinn í nábýli, aldingarður upp að gróðurlausum sandinum. Þarna á þessum takmörkum hitt- um við úlfaldakallana. Þeir biðu eftir okkur og úlfaldarnir lágu mak- indalega í sandinum og virtu okkur ekki viðlits. Þeir voru mjög mis- stórir, allir með einhverskonar hnakka og ábreiður, ekki ósvipaðar gömlum, íslenzkum rúmteppum. Nú var ekki um annað að gera en svipta sér ú bak; frúrnar brettu pilsin uppá mið læri og settust klof- vega á hnakkana, en sumar höfðu BOLSTRUN ASGRIMS I____________________I VIKAN 14. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.