Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 42
Tilvalin fermingargjöf. Öll Certina kvenúr eru með óbrjótanlega gangfjöður. Certina kvenúr fást í hundruðum gerða. Þau nýjustu eru með óbrjótanlegum safír-glerjum. Veljið beztu úrin. Veljið Certina. CERTINA Ú verið svo forsjálar að klæðast síð- buxum. Bara aði halda sér fast í klakkinn fremst á hnakknum á með- an úlfaldinn stæði upp, þá væri allt í himna lagi. Það reyndist rétt. Það rumdi geðvonzkulega í skipum eyðimerkurinnar, þegar kallarnir rykktu í tauminn og gáfu þeim ein- hverjar framandi fyrirskipanir um að hafa sig upp. Fyrst lyftist skipið að aftan, síðan hægt og rólega að framan og þá var maður kominn liðlega mannhæð upp. Þeir teymdu undir okkur út á mal- bikaðan stíginn, sem liggur upp sandölduna og endar við Keops- pýramidann. VIÐ LEGSTAÐ KEOPS. Ahmed Sumida sagðist hann heita, maður á miðjum aldri, stórvaxinn fremur höfðinglegur, ekki ósvip- aður Birni sýslumanni á Hvolsvelli. Hann gekk í hælasíðri skikkju eða kjól og hvítri tusku hafði hann vafið um höfuðið ofanvert. — Þú hefur þetta að atvinnu að fylgja ferðamönnum hér út að pýra- mídunum, spurði ég hann. —• Já, það er atvinna mín, sagði Ahmed. Hann talaði sæmilega ensku. — Og átt úlfaldann sjálfur? — Já ég á hann sjálfur. Hann er níu ára. — Ahmed fékk mér taum- inn og kenndi inér að stýra úlfald- anum. Svo danglaði hann í aftur- endann á honum og nú fór hann að brokka. Það var ekki beinlínis þægilegt og auðséð á blessaðri skepnunni, að henni var það þvert um geð. Ahmed hljóp á eftir með svipu, en úlfaldinn hélt áfram að kumra og var sárlega óánægður við húsbónda sinn. Ég lét hann ganga siðasta spölinn. Við fórum af baki i skugga pýra- mídans. Nú sáum við hvað þetta mannvirki var stórkostlegt. Ahmed sagðist því miður vera veikur og ekki geta flutt mig áfram út að Sfinxin- um. En bróðir sinn mundi sjá um það. Þú þarft ekki að gefa mér neitt, sagði hann. Okkur hefur verið borgað. En sumir stinga samt að okkur fáeinum pjöstrum. — Mjög höfðinglegur maður, Ahmed. Ég gaf honum nokkra pjastra og hann kvaddi með virktum. Hann hefur sennilega ekki kennt sér nokkurs meins, en skiptin hafa ver- ið gerð af hagkvæmum ástæðum. Sumir úlfaldakallarnir reyndu að betla í pukri, en leiðsögumaðurinn hafði sagt okkur, að láta það sem vind um eyru þjóta. Þeir hefðu þeg- ar fengið sitt. Legstaður Keops faraós i Giza er veglegt mannvirki, enda eitt af sjö furðuverkum veraldarinnar. Það er meira en hálftíma akstur á bíl þangáð sem grjótið var tekið. Auk þess var það austan Nílar. Björgin, sem flutt voru alla þessa leið og hrúgað 145 metra upp í loftið, þau voru samtals 2,3 milljónir og hvert þeirra vegur hálft þriðja tonn. Hvar sem að er komið, ytra sem innra, falla þau svo þétt saman, að varla verður saumnál á milli komið. Þetta ætti að nægja. Það er allt jafn ó- skiljanlegt. Sjálft grafhýsið er í miðju pýra- midans, þangað liggja mjóir gang- ar upp á við. Mér fannst þessar tröppur aldrei ætla að taka endi. Loftið var þungt og ákaflega heitt. Samt eru þarna ein.hverskonar loft- rásir. Þegar komið er langleiðina til grafhýsisins, hækkar gangurinn og víkikar. Það var gert til þess að auðvelda sálinni aðgang að múmí- unni. Keops konungur lá i steinkistu einni mikilli i grafhýsinu og lét fara notalega um sig. Öll innri lilutföll þessa pýramída hafa orðið mönn- um tilefni til furðulegra spádóma og bollalegginga. Það hafa jafnvel verið skrifaðar bsékur um allt það, sem pýramídinn segir fyrir um og vantar ekki rökstuðninginn. Reynd- ar á að hafa orðið heimsendir nokkrum sinnum, hvað enn hefur brugðizt. Pýramidaspámenn segja til dæmis að margfaldi maður hæð pýramídans með þúsund milljónum, þá komi út fjarlægðin milli jarðar og sólar — svona nokkurn veginn. Að visu þarf pýramídinn að hafa verið 148 metrar á hæð til þess að sá útreikningur standist, en spá- mennirnir eru svo heppnir, að það vantar eitthvað ofan á hann frá fyrstu gerð, svo vera má að þetta fái staðizt. Þeir segja líka, að bygg- ingameistarar pýramidanna miklu hafi vitað nákvæmlega lögun jarðar og meira að segja það, að jarðkúl- an er flatari við pólana. Það þarf ekki annað en finna einhverja tölu og margfalda hana með> ákveðnum radíus eða hæð í pýramidanum og þá sannast það. BARA TVO PJASTRA. Ég var feginn að koma út úr þröngum göngunum. Við biðum þess í skugga pýramídans, að hann skilaði félögunum úr gini sínu. Þar biðu prangarar fyrir utan og settust að okkur eins og mýbit á logndegi við Sogið. Þeir höfðu kippur af úlf- öldum úr leðri, smástyttur af Ramses og Nefertiti, nokkrir voru með þrælasvipur. Þeir þreyttust ekki á þvi að hampa þessu upp að nefinu á okkur meðan við drukkum rop- vatnið, unz lagt var af stað til Sfinx- ins. Það er svona miðlungi löng bæjarleið, malbikaður stígur alla leið. Nú benti Ahmed á bróður sinn og ég klifraði á bak öðrum úlfalda. Hann var minni en hinn og grind- horaður. Það var bróðirinn líka og engan veginn eins höfðinglegur og Ahmed. Þarna var líka hægt að fá svokallaða arabiska gæðinga, en ekki sprikluðu þeir beinlínis af fjöri; hafa líklega verið álíka mikl- ir gæðingar og hrossin, sem hér eru leigð út lianda túristum á sumr- in. Honum virtist í fyrstu liggja mikið á, þessum staðgengli Ahmeds; hann sló i úlfaldann, sem var hinn versti, setti undir sig hausinn og lét öllum illum látum. Þegar við vorum komn- ir vel á undan, byrjaði hann að betla og þá lá ekkert á. Aðeins vildi hann komast hjá þvi, að fylgdar- mennirnir frá ferðaskrifstofunni sæju það. Ég lézt ekki heyra og starði fram fyrir mig eins og tiginn 42 — VIKAN 14- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.