Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 43
Arabi, en hann gaf sig ekki; gætti þess að vera i fararbroddi og klif- aði viðstöðulaust á þessu með pjastr- ana. Bara tvo pjastra. Jafnvel einn væri betra en ekki neitt. Þetta var afskaplega hvimleiður ferðafélagi á stað eins og þessum og ég benti til leiðsögumannanna og sagðist mundi kæra hann afdráttarlaust og auk þess fara af baki. — Einn pjastur, bara einn pjast- ur, sagði maðurinn með þrákelkni í svipnum. Þá þreif ég í tauminn og snaraðist af baki. Sagði honum, að ég nennti ekki að standa i þvi að ferðast með svona mönnum. Ég gekk siðasta spölinn, en náunginn sneri við og forðaðist leiðsögumennina. meyljónið dularfulla. Þarna var talsverð brekka móti suðri, gular klappir, gulur sandur. Og sólin bakaði þetta svo óþyrmi- lega, að okkur leið ekki beinlinis vel. En hrifandi var það allt að einu. Þarna í brekkunni liggur Sfinxinn fram á lappir sinar, meyljónið mikla, sem líklega hefur átt að varðveita grafarhelgina i Giza. Það horfir af- skræmdu andliti fram á fölbleika sandauðnina þar sem ekkert skýlir fyrir eyðimerkursólinni. Menn telja iíklcgt, að Sfinxinn hafi upphaflega borið höfuðmynd Kefrens faraós, þess er næst stærsta pýramídann byggði í Giza. En einhver hefur talið sér skylt að klóra franian úr andlitinu svo Kefren lítur út eins og óheppinn slagsmálamaður eftir réttarball. Sumir segja, að Napóle- on heitinn hafi verið þar að verki, en líklegra er að Arabar hafi verið valdir að þessari skemmd. Úlfaldarnir lögðust niður í mjúk- an sandinn i lægðinni þar sem Sfinxinn ber i pýramidana. Þar voru Kanar í skræpóttum skyrtum að mynda þessi fornlegu mannvirki til þess að geta sannað það fyrir fólkinu heima, að þeir komust þang- að raunverulega. Og þar voru betl- arar, sem báðu menn að taka af sér mynd og gengu síðan hart eftir greiðslu fyrir viðvikið. Þarna frammi fyrir augliti Sfinx- ins er gamalt hof sóldýrkenda; það er með mjög þykkum veggjum og op- ið upp í himininn. Ég veit ekki hvort það er frá tímabili Aknatons, þess merka faraós, sem innleiddi sólar- dýrkun og lagði niður fjölgyðistrú i Egyptalandi. Það mæltist nú ekki ýkja vel fyrir. Hann var eiginmaður hinnar fögru Nefertiti, sem prýðir alla mögulega og ómögulega minja- gripi í Egyptalandi. Höfuðið af henni — eða raunar styttan, er á safni í Berlín og þykir imynd kven- legrar fegurðar þann dag i dag. Aknaton faraó, maður hennar, var nokíkrum áraþúsundum á undan samtíð sinni en komst þó furðu vel af fyrir mátt þeirrar helgi, sem faraó hafði alltaf í augum þegnanna. Hann hirti lítt um hernað svo sem vera bar, fágaður máður og skreytti bygg- ingar sínar með hamingjuríkum fjölskyldumyndum, gagnstætt fyrir- rennurum sinum, sem einkum höfðu mætur á tvennu á myndskreyttum fleti: Faraó að strádrepa óvini sina með eigin hendi eða röð hertekinna óvina, sem leiddir eru fram fyrir hásætið. Það var auðvitað vonlaust fyrir menningarfrömuð eins og Aknaton áð breyta mörg þúsund ára gömlum lífsskoðunum. Menn vildu hafa sína guði og engar refj- ar; þeir höfðu reynzt forfeðrunum vel og voru nógu góðir fyrir þá sjálfa. Þegar Aknaton faraó gekk til feðra sinna, þá rifu þeir niður allar styttur af sólguðinum og færðu allt i fyrra horf. Aknaton hefur verið nefndur fyrsti ídealistinn í sögunni, jafnvel fyrsti einstaklingurinn, ef svo mætti að orði kveða. Það er eitthvað svo dulmagnað og máttugt við þessi fornu mannaverk, pýramídana, að mér finnst öll orð vera fátækleg til að lýsa hughrif- unum. Maður liefur það á tilfinn- ingunni, að hér séu voldug rögn á verði um forna helgi og hvorki fyrr né síðar hafi menn látið eftir sig aðra eins minnisvarða um getu sína. Stórbyggingar nútimans verða lítilmótlegar þegar höfð er i huga verktækni vorra tíma á móti því sem þá var. Þó fannst mér jafnvel enn áhrifaríkara að sjá afskræmt andlit Sfinxins, sem liggur fram á lappir sínar í liki ljónsins. Það hef- ur verið undursamlegt verk, meðan það var óskemmt, gætt þessum dul- arfulla svip, sem hæfði varðstöðu þess í dauðaborginni. Því Giza var borg hinna dauðu. FYRIR DÓMSTÓLI ÓSÍRIS. Aldrei í sögunni hafa menn und- irbúið eilífðina af annarri eins kost- gæfni, eins og þá, þegar þessi verk voru reist fyrir nær fimm þúsund árum. Þá voru menn bókstaflega alla ævina að koma sér upp sæmi- legum legstað, hver eftir efnum og ástæðum. Faraó, sem var guðaættar og algjör einvaldur, hann hafði að sjálfsögðu aðstöðu til þess að láta sinn eigin legstað bera langt af öllu öðru. Keops lét hundrað þúsund manns streða í tuttugu ár þangað til hann var ánægður. Þar sem Faraó byggði sér pýra- mída til að hvílast í að eilifu, þar fengu fyrirmenn að búa sér legstaði i nánd og siðan hver af öðrum eftir tröppum mannfélagsstigans. Það sem nú er vitað um þessa tíma, er flestallt fundið og fengið í þessum eilífðarbústöðum. Egyptar trúðu þvi nefnilega, að sálinni þætti það gott að geta öðru hverju horfið til líkam- ans. Þessvegna voru innýfli og heili tekin úr líkum og sett i alabasturs- krukkur, en skrokkurinn látinn liggja í natriumsaltbaði um tirna og siðan sviðinn að innan og smurður. Það var heil visindagrein að ganga frá múmíum; þau vísindi voru kennd og iðkuð í „Húsi dauðans“. Allt sem einn maður þurfti í hinu daglega lífi, það var látið með hon- nm i gröfina; ef hlutirnir voru ekki til taks, þá voru gerðar myndir af þeim á veggi grafarinnar. Það var betra en ekki neitt. Og þjónustu- lið þurfti hinn framliðni að hafa með sér. Þessvegna voru gerðar myndir af þrælum og ambáttum til þjónustusamlograr undirgefni við hinn framliðna. Það var jafnvel MELKA GOLD EXPRESS skyrtan er saensk úrvalsfram- leiðsla, framleidd úr NYLON JERSEY, efnið sem hefur alla eiginleika hinnar fullkomnustu skyrtu. ♦ MELKA GOLD EXPRESS skyrtan er auðveld í þvotti. ♦ Þornar fl.iótt. ♦ Og er ótrúlega endingargóð. melka Flibbinn heldur sínu upprunalega lagi þrátt fyrir mikla notkun og marga þvotta. H ERRADEI LD GENERAL ELECTRIC Heimilistchi KÆLISKÁPAR ÞVOTTAVÉLAR UPPÞVOTTA- VÉLAR STEIKAR- OFNAR PÖNNUR BRAUÐRISTAR ELDAVÉLAR HRÆRIVÉLAR ELECTRIC H.F. Túngötu 6 — Simi 15355 VIKAN 14. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.