Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 44
Um 100 sérfræðingar víðsvegar um heim hafa unnrð að samningu texta þessarar fróðlegu bókar. Dr. theol. Sigurbjörn Einarsson biskup hefur séð um hina íslenzku útgáfu. HELZTU TRÚARBRÖGÐ HEIMS lýsir í máli og undurfögrum myndum sex höfuðtrúarbrögöum mannkyns: KRISTIN TRÚ GYÐINGDÓMUR MÚHAMMEÐSTRÚ BÚDDATRÚ KfNVERZK HEIMSPEKI HINDÚASIÐUR Þessum helztu trúarbrögðum heims eru gerð glögg skil, rakin saga þeirra og kenningar, lýst guðs- húsum þeirra, mismunandi trúarsiðum og margvíslegustu sértrúarflokkum. Stærsta og fegursta safn erlendra listaverka, sem sézt hefur í íslenzkri bók. 208 myndir þar af /74 litmyndir. öll framsögn er sérstaklega skýr og auðveld, svo að efni, sem í sjálfu sér er torskilið, verður hverjum og einum auðskilinn lestur. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ ....... i. .. i { í Giza, þessum feiknlega kirkju- garði. Annars finnur maður sárt til þess, hvað söguþekkingin er af skornum skammti á stað eins og þessum þar sem hver steinn talar, ef svo mætti segja. Á leiðinni til baka ókum viði gegnum fátækra- hverfið vestan Nílar þar sem Ev- rópumenn eru gjarnan drepnir ef þeir láta sjá sig einir á ferð eftir að rökkva tekur. Hatur á Evrópu- búum er flestum sameiginlegt, þó eru Bretar verst séðir af öllum. Þrátt fyrir yfirlætisfullar stássbyggingar á bökkum Nílar, þá er fátæktin brennimark landsins. Af lienni sprettur hatrið. Fólkið sem situr á hækjum sínum utan við glugga- lausa steinkumbalda, á sér ekki mörg tækifæri. Það hefur heyrt, að einusinni var Egyptaland miðdepill heimsins. Að visu voru menn þá ekki vissir um, að veröldin héldi áfram norðan Alpa eða sunnan við landið Punt — en nú veit þetta fólk, að Egyptaland hefur dregizt aftur- úr. Þá er nærtæk og mannleg lausn að hata og skella skuldinni á aðra. Það er augljóst fyrir hvern, sem Cairó gistir, að þar er margt í átakanlegri mótsögn við glæsta for- tíð landsins. Ég gekk framá hakka fljótsins eftir hádegismatinn og liorfði á vatnið liða hjá. Þá komu ungir menn og tóku sér stöðu sín hvorum megin við mig. — You American? — Nei, en ég er ekki Breti, bætti ég við. hlaðið vistum í gröfina. Þeir efuðust aldrei um líf eftir þetta líf. Og í fyrsta sinn i sögunni vcrður sú hugsun allsráðandi, að vel- ferðin hinum megin, sé komin undir breytni hérna megin grafar. Að deyja, það var stærsti viðburðurinn 1 lífi hvers manns. Þá voru leigðar grátkonur til að syrgja hinn látna með háværuin harmakveinum. Því nú var mjög óvíst, hvernig færi fyr- ir honum frammi fyrir dómstóli Ósíris. Fyrst gekk sálin fram fyrir fjörutíu demóna eða djöfla og það að sjá einn þeirra var ærið nóg. Frammi fyrir hverjum djöfli varð sáíin að geta hreinsað sig af einni synd; tækist það ekki, þá reif vitis- hundurinn í sig hjarta hins fram- liðna. Nú var að þvi talsverð stoð að kunna galdraformúlur nokkr- ar; þær voru höggnar til minnis á veggi grafarinnar. Væri maður vel að sér í þessum formúlum, þá var alveg eins líklegt að maður rataði framhjá dómstóli Ósíris og inní himnaríkið. Með því skilyrði, að maður hefði ekki sannanlega myrt eða stolið, guðlastað eða hrekkt ekkjur og föðurlaus börn. Það voru alvarlegustu syndirnar ásamt því að hindra vatn Nílar í því að komast yfir akrana. Ekkert ódæði jafnaðist á við það. „ÉG KÚGAÐI EKKI EKKJUR — Himnaríki var einhversstaðar langt i vestri. Það var til í nokkr- um mismunandi útgáfum. Vinsælasta hugmyndin var svona: Himnaríki er gæðaland í vestri, þar er korn með þriggja feta háum öxum, skurðir með vatni um alla akra, fiskur i skurð- unum og gnótt af fugli i sefinu. Þeir fengu vatn í munninn við til- hugsunina um slíkt himnaríki. Ef maður hafði afrekað eitthvað sérstaikt um dagana, þá þótti vel við- eigandi að minnast þess með frá- sögn einhversstaðar í gröfinni. Og þá voru menn ekki að gera minna úr þvi en efni stóðu til. Einn léns- fursti, sem lagður var til hinztu hvílu fyrir fjögur þúsund árum, skrifaði þessi eftirmæli um sjálfan sig á vegg grafarinnar: „Ég gerði mér ekki dælt við dætur ríkra manna og kúgaði ekki ekkjur, ég skapraun- aði ekki bændum og það var engin vesöld í minu umhvcrfi og enginn svangur. Þegar hungursneyð kom eitt ár, ræktaði ég alla akra héraðs- ins endanna á milli. Ég hélt lifinu í fólkinu og útvegaði því mat. Ég gaf ekkjunni jafnt og hinni sem átti sér mann og yfirleitt gerði ég ekki mannamun----------.“ Sem sagt: „Vinsæll maður og vel látinn og gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir sveit sína og hérað“ eins og það heitir í nútímaeftirmælum á fslandi. Annar ombættismaður hefur sæmt sig þessu eftirmæli: „ . . Ég féll frá öllum kröfum um ógreidda skatta, allt frá tíð forfeðra minna. Ég fyllti hagana með bú- peningi. Allt bar tvöfaldan ávöxt og girðingarnar voru fullar af kálf- um . . .“ Ilonum hefur vonandi ekki orðið skotaskuld úr því að komast fram hjá dómstóli Ósíris með allar girð- ingar fullar af kálfum. Það má geta sér til um allt það lof, sem sjálfur faraó lét bera á sig í grafskrift; alltaf varð liann að bera af sem gull af eir. Það þótti sæma að mála með sterkum litum hernaðarleg af- rek faraó, jafnvel þótt Egyptar væru í eðli sínu friðsöm þjóð og meira hneigð fyrir akuryrkju en hernað. Á hofi einu í Karnak er þessi hressilega áletrun um hans mikil- fengleik: „Þegar höfðingar 'Sandþjóðar- innar (Bedúína) rotta sig saman og fyrirlíta lög faraó, þá gleðst hans Hátign yfir þvi. Hann glcðst, þegar menn gera uppreisn á móti honum. Hjarta hans er sælt, þegar hann sér blóð. Hann heggur höfuð- in af uppreisnarmönnum og elsk- ar stuttan bardaga meir en heils dags veizlu.“ Þegar Ramses gamli barði niður uppreisn i Sýrlandi, þá mætti halda af eftirmælunum, að hann hefði ráðið niðurlögum uppreisnarhersins aleinn: „Augu hans skutu gneistum, þeg- ar hann sá þá. Hundrað þúsund manns urðu máttvana af hræðslu bara við það að sjá hann. Hann líkist guðinum Set, þegar hann sló þá niður og drap þá . . .“ Hann kallaði útlendinga einu nafni aumingja. Þetta og margt annað rifjast upp

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.