Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 45
— Gott, þá ætlum við að gefa þér kost á mjög sjaldgæfum hlut. Vill herrann kaupa? Þeir drógu upp lítið glas með einhverjum vökva. — Ilmvatn? — Jú við höfum ilmvatn lika, en þetta er miklu betra. Magic water. Undravatn. Herrann ber á sig nokkra dropa og þá lifir hann mjög lengi. — Ég vil hafa mynd af Nefertiti á tappanum, sagði ég. Annars kaupi ég það ekki. Þeir litu vandræðalega hver á annan og lofuðu að athuga þetta með Nefertiti. Og gengu að næsta manni. G.S. Síðari greinin um dvölina í Egypta- landi og um leið niðurlagsgrein þess- arar ferðasögu, er í næsta blaði. í skammdegisfjötrum. Framhald af hls. 10. það farið framhjá sálfræðingi, ef um einhverjar líkamlegar orsakir væri að ræða, því að þeir leggja nú einu sinni alla áherzluna á það andlega; undirmeðvitundina og ann- að þess háttar.“ „Ég veit það,“ sagði Connie. „En ég get ekki með neinu móti fengið mig til að kalla sálfræðing eða geð- lækni til hans. Það er ekki eins og hann sé með neinn ofsa, eða manni stafi nokkur hætta af þessum sjúk- leika hans. Hann fæst bara ekki til að fara á fætur.“ Læknirinn ræddi við Norman í fulla klukkustund, og Norman tók af sér hlustalokurnar og hlýddi þol- inmóður á hann. Læknirinn reyndi fyrst og fremst að leiða honum fyr- ir sjónir að hverju stefndi, síðan að fá hann til að skýra frá hvað fyrir hann hefði komið og ræða ó- hikað um vandamál sín. Hann lét Connie meira að segja fara út úr svefnherberginu, svo að Norman ætti auðveldara með að segja hug sinn allan, en Norman þrætti harð- lega fyrir að um nokkur vandamál eða orsakir væri að ræða. „Ég kann bara vel við mig í rúm- inu,“ sagði hann, „og mér finnst notalegt að hafa augun byrgð. Ég þoli ljósið illa, og auk þess virðast allar aðrar skynjanir mínar skerp- ast, þegar ég sé ekki neitt.“ „Já, já,“ svaraði læknirinn, „allt er þetta ósköp skiljanlegt. Það kem- ur öðru hverju fyrir okkur öll, að okkur finnst engin leið að hafa í fullu tré við umheiminn og öll hans vandamál. Okkur finnst sem per- sónuleg tengsl og skuldbindingar, eins og til dæmis hjónabandið, leggi á okkur óþolandi fjötra og við sé- um ekki annað en máttlaust verk- færi í höndum reginafla, sem fari með okkur eins og þeim sýnist. En maður má ekki láta slíka tilfinn- ingu ná tökum á sér. Maður verð- ur að berjast gegn henni ...“ „Hvers vegna verður maður að berjast gegn henni?“ spurði Nor- mari. „Ekki vinn ég neinum manni mein.“ „Þér ættuð að taka eitthvert til- lit til Connie," mælti læknirinn. „Hún er hamingjusöm. Hamingju- samari en hún hefur nokkurn tíma áður verið.“ „Kannski á yfirborðinu. En ég er ekki í neinum vafa um að undir niðri ...“ „Spyrjið hana, ef þér trúið mér ekki. Ef hún er ekki ánægð og ham- ingjusöm, getur hún farið. Við vor- um hvort eð er að skilja áður en þetta kom til.“ „Þér verðið þó að hugsa um fram- tíðina, Norman ...“ „Hvers vegna?“ „Hvers vegna? ... vegna þess að þér komizt ekki hjá því. Eins og þér vitið, hefur maðurinn það fram yfir dýrin, að hann berst fyrir betri framtíð sér og sínum til handa.“ „Ég hef alltaf haldið að maður- inn hefði það fyrst og fremst fram yfir dýrin að geta skrifað og lesið. Eða þá fingraleiknina." „Jú, vitanlega er þetta mikilvægt líka. En framtíðin, drengur minn, það er framtíðin ...“ „Fari öll þessi framtíð til fjand- ans. Hún sér um sig,“ svaraði Nor- man, setti á sig hlustalokurnar og sneri sér til veggjar. Þar með var samtalinu lokið. Loks hætti að rigna og þá tók að snjóa. Norman heyrði ekki um- skiptin, en hann fann breytinguna á loftslaginu, þurrt og svalt í stað rakans og hráslagans. Hann kaus helzt að hafa gluggana opna, svo að hann gæti fundið hve kalt var úti, og notið þess betur ylsins undir rafhituðu ábreiðunni. Hann hafði mikið dálæti á þessari rafhituðu ábreiðu, vegna þess hve létt hún var og heit. Hann stillti hana á hæsta hitastigið og lét hana baka sig um hríð, slökkti síðan alveg á henni og fann hvernig dró úr hit- anum, þangað til hroll setti að hon- um. Þá kveikti hann aftur og lét hitann streyma um sig. Ef það væri satt, að ég væri að leita aftur inn í móðurlífið, mundi það ekki vera fyrst og fremst þetta, sem ég sæktist eftir, hugsaði hann. Sjálfur var hann ekki þeirrar skoð- unar. Þessi setning, að leita aftur inn í móðurlífið, var ekki annað en heldur ógeðslegt slagorð, sennilega hafði einhver fundið það upp til notkunar í tímaritsauglýsingu. Ekki langaði hann til að hnipra sig saman í einhverju röku hylki. Hann undi sér prýðilega í mjúku og hlýju rúm- inu. Hann var að hvíla sig, einfald- lega að hvíla sig. Það hætti að snjóa og tók að rigna aftur, og Norman gerðist ó- þolinmóður, fannst þetta ekkert ganga, þótt hann gerði sér hins veg- ar ekki grein fyrir hvaða marki hann væri í rauninni að keppa að. Og til þess að flýta fyrir þessu, sem hann vissi ekki hvað var, bað hann Connie að kaupa handa sér nasa- lokur, eins og froskmenn nota, þó að honum væri limurinn nautn í sjálfu sér. Hann var hreykinn af þessu bragði, rétt eins og honum hefði tekizt að leika á einhvern í harðri keppni. Það var komið fram í febrúar, og hann lá í rúminu og brosti að þessu bragði sínu. Hann fór yfirleitt ekki fram úr rúminu. Connie skildi næturgagn Kr Þorvaldsson&Co Grettisgötu 6 Simi 24478-24730 --------1 Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og íallegri ef bezta tegund af lyítiduíti er notuð VIKAN 14. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.