Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 47
kvöldi, að hún mætti sofa hjá hon- um, en hann sat fastur við sinn keip. Hann lá í rúminu og reyndi að útiloka skynjun tilfinninganna í andliti, örmum og fótum. Hann stefndi að útilokun allrar skynjun- ar, jafnvel útilokun allrar hugsunar, sjálfráðrar og ósjálfráðrar, útilokun allra sinna hugsýna. Hann sá sjálfan sig staddan á síðasta áfanga hættu- legrar ferðar. Hann var í þann veg- inn að halda yfir landamærin inn á ókannaða víðáttu og beið þess að komast að raun um hvað hann ætti þar í vændum. Lífið var honum ein ládeyða, hrein og tær fullnæging í sjálfu sér. Er ég hamingjusamur? spurði hann sjálfan sig. Er ég dap- ur? Þjáist ég? Hann gat svarað öll- um þessum þrem spurningum á sama hátt. Neitandi. Marzmánuður leið, og nú var fyrsti apríl. Hann taldi hjartaslög sín, og þegar hann hafði talið hundr- að, féll hann í svefn. Hann reyndi ekki framar að skilgreina drauma sína. Á stundum hlustaði hann á sinn eigin andardrátt og taldi, en það olli honum tilkenningu, og ef hann hélt niðri í sér andanum til lengdar, fann hann til sársauka fyr- ir brjóstinu. Ég fer á fætur aftur, þegar mér býður svo við að horfa, sagði hann við sjálfan sig. En þegar hann svo loksins fór á fætur, var það ekki vegna þess að hann vildi það sjálfur. Það var farið að hitna í veðri, og Connie var farin að láta gluggana standa opna. Það var óvenju heitt svona snemma vors. Hann bað hana að loka gluggunum, en þegar frá leið varð svo heitt og mollulegt inni að hann rennsvitnaði og leið illa og leyfði henni að opna gluggana aftur. Hann lá í rekkju sinni, klæddur náttfötunum einum og hafði ekki dulu ofan á sér og vorgolan stóð inn um gluggann og lék um hann. Hann gat ekki útilokað goluna úr skynjun sinni og hugsun, þegar hún ýfði hárið neðst á fótleggjum hans og á höfði hans, og Connie var farin til vinnu sinnar. Golan lélc um andlit hans, hann einbeindi huiganum að kyrrð og eftirtektarleysá, en allt kom fyrir ekki. Hann skynjaði gol- una hvernig sem hann fór að, og loks varð hann reiður. í fyrsta skipti í nærri tvo mán- uði fór hann fram úr. Hann tók stefnuna á hinn opna glugga, en það var eins og fæt’ornir hefðu gleymt hlutverki sínu og auk þess hafði hann gleymt staðrsetningu hús- gagnanna. Hann hrasaiSi á sínum ó- styrku fótum, féll á gólfið og sló um leið enninu við horn á stólsetu. Við það varð hann enn reiða.ri, brölti á fætur og reikaði í áttina aii glugg- anum, en nú rakst hann á ]borð og missti enn jafnvægið. Hann rétti út höndina ósjálfrátt, fann fyrst ekkert fyrir, síðan rúðugleirið í glugganum, en þá var fallið >óhjá- kvæmilegt og höndin gekk í gegn- um glerið. Hann fann ákafan sárs- auka í handleggnum og heitt blóðið renna um hönd sér. Nú greip hann slíkt æði, að Dhann gætti einskis framar. Hann i«reif grímuna frá augum sér, leit á hand- legginn og sá að hann hafði skorizt illa og lagaði blóð úr sárinu, lak niður á gólfábreiðuna og rúðan brot- in úr glugganum, svo honum mundi ekki takast að loka vorgoluna úti þótt hann skellti aftur glugganum. Fæturnir neituðu að bera hann og birtan skar hann í augun; allir litir voru svo skærir og sterkir að þeir ollu honum einskonar vímu — heið- blámi loftsins, ryðbrúnt limið og dimmgrænt laufið á trjám og runn- um og fagurgrænt grasið. Hann gat ekki dregið andann almennilega, svo hann þreif af sér nasalokurnar, og síðan, hálft í hvoru ósjálfrátt, hlustalokurnar líka. Og allt í einu skaut þeirri hugsun upp úr þessari flóðbylgju sársauk- ans og utanaðkomandi áhrifa, að þau Connie ættu að eignast barn. Hún átti það sannarlega skilið, að hann gerði henni barn. Það gæti orð- ið drengur og það væri ekki svo vit- laust. Og þegar hann fór að hugleiða þetta, varð hann þess allt í einu var, að allur líkami hans vaknaði. „Hvort þó í þreifandi...“ sagði hann upphátt við sjálfan sig. Hann fann skyrtu og vafði um handlegg sér til að stöðva blóðrás- ina. Svo greip hann báðum höndum um borðröndina og tók að beygja hnén og rétta til skiptis til að fá mátt í fæturna og það brakaði og brast í öllum liðum við áreynsluna. Hví skyldi hann ekki geta fengið hvern þann starfa, sem hann kysi? Hann gat valið um, unnið á olíu- dælustöð, ekið jarðýtu eða jafnvel tekið sig til og lært trésmíði. Og þegar Connie kom heim frá vinnunni, sat hann í dagstofunni með skyrtuna bundna um handlegg- inn, las vikugamlar íþróttafréttir í dagblaði og drakk viský. Hún vissi ekki hvað hún átti að segja eða gera, eða hvað hún átti að halda, og þarna stóð hún á þröskuldinum, yfirkomin af fögnuði og þó ekki með öllu saknaðarlaust, og tárin streymdu niður vanga henni, þangað til Norman skipaði henni að hætta þessum skælum og fara að hugsa fyrir kvöldmatnum. ★ Kanertz-hreyfillinn. Framhald af bls. 29. Nokkra skýringu á þessu og því, hvernig hreyfillinn vinnur, má sjá á meðfylgjandi teikningu og myndum. í sprengihólfinu er fyrst og fremst tvíspaða driföxull, en utan um hann er hólkur með tveim gagnþrýstispöðum, sem snú- ast hægara en öxulspaðarnir, svo að bilið, eða rúmið á milli driföxul- spaðanna og gagnþrýstispaðanna verður breytilegt. Hvert slíkt milli- rúm gerir sama gagn og einn strokk- ur. Kanertz-hreyfillinn er ventil- laus, en með hreyfingu sinni opna spaðarnir á víxl fyrir innsogs- og útblástursopin, á svipaðan hátt og bulla á tvítaks strokkhreyfli. Það sem mestu varðar í sambandi við Kanertz-hreyfilinn, er gemýt- ing orkunnar, sem „stýriútbúnað- urinn“, eins konar tannhjólakerfi, á VIKAN 14. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.