Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 48
JARÐARBERJASULTA HINDBERJASULTA ANANASMARMELAÐI EPLAMAUK BLANDAÐ ALDINMAUK APRIKÓSUMAUK APPELSÍNUMARMELAÐI BÚÐINGSDUFT Vanillu, Romm, Karamellu, Súkkulaði, Jarðarberja, Ananas TÓMATSÓSA APPELSÍNU- OG RIBSBERJAHLAUP ÁVAXTASAFI KATHRINEBJERG EDIK EDIKSÝRA JARÐARBERJA-, HINDBERJA-, OG KIRSUBERJASAFT MATARLITUR HUNANGSLlKI ÍSSÓSUR KREMDUFT LYFTIDUFT BORÐEDIK LITAÐ SYKURVATN BLÖNDUÐ ÁVAXTASAFT SÓSULITUR EGGJAGULT VALUR VANDAR VÖRUNA - Sendum um allt land. - Efnagerðin VALUR H.F. Fossvogsbletti 42. — Sími 19795. Blóm á heimilinu: VORANNIR eftir Paul V. Michelsen. hvað mestan þátt í, auk þess sem sá útbúnaður ræður snúningshraða- hlutföllum driföxulspaðanna og gagnþrýstispaðanna í „strokknum". Bæði driföxullinn og hólkurinn snúast sólarsinnis. Þótt Kanertz-hreyfillinn hafi ekki langa reynslu að baki — og eigi eflaust eftir að taka nokkrum breyt- ingum og endúrbótum, virðist aug- ljóst að hann eigi framtíð fyrir sér. Og um leið virðist liggja í augum uppi, að gamla hreyfilgerðin verði ekki einráð úr þessu — auk þess sem gashverflarnir eru sem óðast að ná þeirri fullkomnun, að gera má ráð fyrir að þeir taki á mörgum sviðum við af eldri gerðinni — t. d. sem bílhreyflar. Þannig breytist allt — framþróun á öllum sviðum, eða við skulum að minnsta kosti vona það. ★ Bflaprófun Yikunnar. Framhald af bls. 29. stað, í honum er líka skipting fyrir ökuljós og flauta, sem ætti að duga á þá stóru á þjóðvegunum. Stýrið læsist sjálfkrafa, þegar kveikjulás- lykillinn er tekinn úr. Bíllinn virðist vera ágætlega þýð- ur og liggur vel, nema ef mjög laust er fyrir honum. Ég ók t. d. rétt á eftir veghefli, sem hafði jafnað lausri möl um veginn, og fannst Cardinalinn hafa tilhneygingu til þess að rása í mölinni. Framhjóla drifið gerir hann stöðugan í beygj- um, en hann er örlítið yfirstýrður, það er að segja, leitar dálítið inn í beygjurnar. En það þarf ekki lang- an tíma til að venjast því svo, að maður hætti að taka eftir því. Til þess að auka stöðugleikann eru ská- hallir demparar að framan. Cardinalinn er mjög rúmgóður, bæði frammi í og aftur í. Þar að auki er gólfið svo að segja alveg slétt, aðeins örlítil bunga fyrir púst^ rörið. Það er sama sagan hér og á Kadett, grjóthríðin bylur upp undir, þegar sprett er úr spori á malar- vegi. Benzíntankurinn er undir bílnum aftast og fremur hátt undir hann, en öruggara væri að setja stálplötu þar undir líka, því við höfum slæma reynslu af tanknum á þessum stað, ef hann er óvarinn. Margir eru uggandi um það, að framhjóladrifið hafi óæskileg áhrif á stýrið, en þverfjöðrin að framan á að draga úr því. Ég varð ekki var við neinn titring eða slíkt. Ef nokkuð er frábrugðið því að sitja undir stýri á þessum bíl og öðrum litlum Evrópubílum, er þessi held- ur „amerískari" í stýrinu og öku- stellingu en hinir. Hvort það er kostur eða löstur skal ósagt látið. Sumir hafa kvartað undan því, að: þeir rækju hnén í gírstöngina, þeg- ar bíllinn er í fjórða gír. Ég er yfir- leitt í vandræðum með mínar löngu lappir, en ég átti í engum útistöð- um við stöngina, þótt í fjórða væri. Tók ekki eftir henni. Vélin er 50 ha, 4 strokka, vaff- löguð, og fer lítið fyrir henni. En orkunýtingin verður betri vegna framhjóladrifsins, þar sem alltaf verður 6—7% orkutap á löngu drif- Nú er kominn sá tími er húsmæð- ur fara að huga að stofuplöntum, umpottun og niðurskurði, eftir því ;sem þörf er á. Hawairósir þarf að klippa mjög mikið niður, eigi þær að verða fal- legar, og er þá bezt að klippa það mikið, að eftir verði 2—3 blaðaxlir frá síðasta skurði. Umpotta í nær- ingarríka jarðvegsblöndu, nokkuð sandblandna. Gefið blómaáburð á 10—14 daga fresti allt sumarið. Vökvið vel og úðið oft að sumrinu. Hawairósir þurfa góða birtu, helzt sól, svo þær blómgist vel. Fuchsia hybrida (Blóðdropi Krists) er einnig skorin allmikið niður á þessum tíma og umpottað í góða feita mold, nokkuð sandblendna. Höfð í góðri birtu, en ekki sterkri sól. Blómaáburður gefinn á 10—14 daga fresti allt sumarið. Sumar Fuchsiutegimdir má hafa úti í garði, í góðu skjóli að sumrinu. Þá þurfa Pelargoniur mikla klipp- ingu og jafnvel að skipta rótinni, því þær geta orðið töluvert þéttar, sumar hverjar. Þær þurfa næringar- ríkan jarðveg og blómaáburð allt sumarið. Þola sæmilega vel sól og geta í góðu sumri blómstrað heil- mikið úti í garði. A rTja* skafti. Sá sem ég prófaði, var alveg :nýr og óstilltur, en vann prýðisvel. Ytri frágangur á Cardinal virðist góður. Hann hefur ýmsa hugulsemis- kosti, svo sem þann, að það er hægt að læsa honum með lykli hvorum megin sem er, hann hefur pjatt- spegil fyrir frúrnar í sólskyggninu, ;svo bakspegillinn fær að vera í friði, og fleira smálegt. Farangursrumið er eins stórt og hægt er að fara fram á, sá sem lætur sér ekki nægja það, ætti að bíða þangað til station vagninn kemur á markaðinn í sumar. Hvor þeirra sé betri, Kadett eða Cardinal? Því treysti ég mér ekki til að svara. Báðir eru skemmtilegir, £g — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.