Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 2
STÚRÞVOTTUR VERBUR SMAÞVOTTUR MEÐ PERLU Þegar þér hafiö einu sinni þvegiö meö PERLli komizt |rér að raun um, hve þvotturinn getur orðiö hvitur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerir þvottinn mjallhvitan og gefur honum nýjan, skínandi hlæ, sem hvergi á sinn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel með þvottinn og PERLA léttir yður störfin. Kaupiö PERLU í dag og gleymiö ekki. aö meö PERLU fáiö þér hvítari þvott, meö minna erliöi. s 1 1 PU;lr.H 1 1 junaráklæöí GefiunaráklæSin breylast sífelll í litum og munzlrum, því ræður tízkan hverju sinni. Eilt breylist þó ekki, vöruvöndun verk- smiðjunnar og gæði íslenzku ullarinnar. Alll þella hefur hjálpað til að gera Gefj- unaráklæðið vinsælasta húsgagnaáklæð- ið I landinu. MÖLVARIN • NYJUNG í fu.llri alvÖru: SKÁTAR OG INNBROT Frá því að skátahreyfingin var stofnuð hefur alltaf þótt heiður að því að vera skáti, og foreldrar hafa gjarnan látið börn sín taka þátt í skátahreyfingunni og talið að þá myndu þau verða fyrir hollum upp- eldisáhrifum og vera í góðum fé- lagsskap. Og víst er um það, að sú stefnuskrá, sem skátar eiga að fara eftir, er góð og göfug. En ekki eru allir jafn öruggir um ágæti skátanna. Uppi í Lækjarbotn- um eiga skátar skála, þar sem þeir dvelja oft margir í einu. Fara þeir þá gjarnan með Lækjarbotnastræt- isvagninum alla leið upp að Lækj- arbotnum og labba frá endastöðinni út að skála. A þeirri leið eiga margir einstaklingar sumarbústaði, og þeir eru ekki allir jafn vissir um göfug- an hugsjónaeld skátanna lengur. Svo að segja á hverju vori, mörg ár aftur í tímann, hafa þessir bú- staðaeigendur komið að húsum sín- um brotnum og illa förnum og stór- skemmdu því sem í þeim var, áhöld- um og húsgögnum. Að minnsta kosti einu sinni hefur náðst í pilta við þessa iðju, og það voru meðlimir skátahreyfingarinnar. En þótt sjaldnast takizt að hafa upp á þessum þokkalega innrættu skátabörnum, liggur sterkur grun- ur á því, að þeir standi að þessum verknaði ár eftir ár. Ekki kannski alltaf þeir sömu, enda þarf ekki að fara nema einu sinni inn í þessa bústaði til þess að sannfærast um, að þar er fátt fémætt geymt. Enda virðast þessi innbrot ekki sérstak- lega gerð til þess að auðgast, held- ur til þess að skemma og eyðileggja. Þegar komið var að þessum bú- stöðum á björtum sunnudegi í marz síðast liðnum, hafði verið brotizt inn í 6 bústaði, sem standa í röð. Eins hafði verið farið inn í þá alla, brotin rúða og gluggi síðan opnað- ur. Síðan var öllu snúið við og ranghvolft, án þess að sjáanlegt væri að margt hefði horfið. Siðan var skilið við gluggana opna og jafnvel dyrnar upp á gátt. Við flesta þessa sumarbústaði mátti sjá för eftir tvenna strigaskó og ekki ýkia stóra. Þeir sumarbústaðaeigendur, sem fyrstir komu að, létu hina vita og gengu svo í það að loka hurðum og negla fyrir brotna glugga. En þegar þetta fólk var að fara, sá það Framliald á bls. 45 2 — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.