Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 3
í NÆSTA BLAÐI FEGURÐARSAMKEPPNIN: Nú birt- um við myndir af öllum stúlkunum saman til þess að hægara verði um samanburð. Atkvæðaseðill fylgir með. Það eru bæði myndir af þeim á sund- fötum og andlitsmyndir í lit, prentaðar á myndapappír. BJARNI RIDDARI. Frásögn af því hvernig ólæs bóndi austur í Selvogi varð kaupmaður, frömuður í útgerð, skipasmiður og fyrsti stóreignamaður meðal íslendinga á síðari öldum. — Jónas Guðmundsson tók saman. HVAÐ Á AÐ GERA í KVÖLD? Smell- in smásaga um þrjár ungar stúlkur. VERÐLAUNAKVÖLD MEÐ SVAVARI GESTS. Það var Iæknisfrú í Hafnar- firði, sem vann þessi verðlaun í ára- mótagetraun Vikunnar. Svavar heim- sótti hana með hljómsveitina og við segjum frá því í máli og myndum. MÁ ÉG BJÓÐA YÐUR GULL? Vikan sendi mann á stúfana með gullplötu, sem kostar tíu þúsund krónur og hann reyndi að selja hana á 100 krónur á götum Reykjavíkur. Myndafrásögn af því á fjórum síðum. STÚLKAN, SEM VAR ÖÐRUVÍSI. Smásaga eftir Ericku Tucker. I ÞESSARI VIKU Á BÖKKUM NÍLAR. Þetta er síðasti þátturinn úr Austurlandaferð Útsýnar. Hér er sagt frá heimsókn í frumlegan næturklúbb úti í eyðimörkinni, viðureign við prangara, heimboði hjá ríkum ilmvatnasala og ýmsu fleiru. Greinin er eftir Gísla Sigurðsson, ritstjóra Vikunnar. HVERS VIRÐI ER ÁBYRGÐ OG MENNTUN? Sú öfugþröun hcfur mjög verið á dagskrá aö undanförnu, að ófaglærðir menn, sem enga áhyrgð hafa, geta borið allt að helmingi mcira úr býtum en hinir, sem !agt hafa í langt nám og hafa ábyrgðarstörf með höndum. — Grein og myndir. Á HELJARÞRÖM. Fólk undrast það stundum að til skuli vera menn sem hætti lífi og limum við það að klífa fjöll og „sigra tinda“ eins og það er kallað. Einn frægasti fjall- göngumaður heimsins er ítalinn Bonatti og hann skilur þetta vel og finnst það heillandi sport. Hér er sagt frá því, þegar Bonatti kleif síðasta jómfrútind Alpanna. FEGURÐARSAMKEPPNIN heldur áfram og nú er það nr. sex í úrslitum og um leið sú síðasta. Hún heitir Jóhanna Ingibjörg Pálsdóttir og er úr Hafnarfirði. Nú hafið þið séð myndir af öllum stúlkunum í úrslitum og í næsta blaði koma þær allar saman — litmyndir meira að segja — og atkvæðaseðiUinn þar með. CflDCIfl AU Um páskana leggja menn leiðir sínar upp um heiðar og fjöll rUHOBUASl Og ef til vUl leggur einhver það á sig að sigra brattann; ganga á einhvern brattan tind og njóta útsýnisins. Að vísu er varla um jafnerfiða tinda að ræða hér á tslandi og þann sem myndin sýnir, nema ef vera skyldi Hraundrangi í Öxnadal. Því mennirnir tveir á forsíðumyndinni eru staddir á einum brattasta tindi Alpafjalla. Við segjum frá leiðangri þeirra hér í blaðinu. VIKAN 15. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.