Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 4
ílý pey§a THargir litir HEILDSÖLUBIRGÐIR: PRJÓNASTOFA ÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR H.F. Ármúla 5. — Sími 38172. Klíkuskapur ... Pósturinn í Vikunni. Finnst þér ekki mikið svindl, hvað sumir geta verið frekir. Ég sel oft blöð á daginn, Vikuna og allt. Sumir stóru krakkarnir, sem koma seinna en litlu krakkarnir (ekki samt á Vikunni) fá alltaf blöðin fyrst, bara af því að þeir þekkja manninn, sem lætur mann fá blöð- in. Þetta finnst mér ægilega mikið svindl. Ég kem oft fyrstur, en ég fæ ekki nærri alltaf fyrstur blöðin. Það er auðvitað bezt að fá blöðin fyrstur, því að þá getur maður selt mest. Bless, Kári, 7 ára. --------Þetta er því miður að- eins eitt af fjöldamörgum dæm- um rangliætis, sem klíkuskapur- inn hefur í för með sér. Þegar þú verður svolítið stærri og reyndari, muntu komast að raun um, að þú kemst ekkert áfram í okkar þjóðfélagi, nema þú þekkir mann, sem þekkir mann. ur rófuna og þegja. Sú var tíðin, að maður leit upp til þeirra manna, sem börðust fyrir bjórmenningu á íslandi, en nú er manni næst að halda, að þetta hafi bara verið loft í blessuðum mönnunum. Þetta er verðugt og göfugt málefni, og væri hreinasta þjóðarhneisa ef menn sættu sig við orðinn hlut. Þetta að- gerðarleysi er hreinasta smán og blettur á mannorði þjóðarinnar. Ætlið þið að láta það um ykkur spyrjast, bjórvinir íslands, að þið sættið ykkur við þessa smán? Ég skal aldrei trúa því á ykkur. Aldrei skal ég gefast upp. Verst er bara, að ég get ekki krækt mér í nokkrar flöskur af okkar dásam- lega bruggi (sem aðeins útlending- ar fá að kneifa) — því að þá myndi ég nota það til að ylja eins og ein- um templara og leiða honum hinn mikla sannleika fyrir sjónir. Með bjórkveðjum, Pilsner Ö. Bjórfjörð. Transistortæki ... Hvernig er það, Póstur minn, má Sérhæfing ... Æruverði póstmeistari. Geturðu gefið mér einhverja skyn- samlega skýringu á þessari sérhæf- ingu hjá lögreglunni í baráttunni miklu gegn laganna brjótum? Það er jafnan útbásúnað með pomp og pí, þegar lögreglan tekur sig til og snuðrar uppi einhverja eina, sér- staka tegund lagabrota — og stein- gleymir þá svo til öðrum yfirsjónum borgaranna á meðan. Eina vikuna berjast þeir við menn, sem leggja bílunum vitlaust á einstefnuaksturs- götum, aðra vikuna við fólk, sem labbar ekki rétt yfir götu. Eftir auglýsingar í blöðum er fólkið nú orðið komið upp á lag með að forð- ast þau lögbrot, sem efst á baugi eru þessa og þessa vikuna, og þegar ný herferð er auglýst, fer allt í sama horfið aftur. ekki banna þessi andskotans transis- tortæki á almannafæri? Þetta er orðin svoddan ofboðsplága, að ég get ekki á heilum mér tekið. Hvar sem ég fer glymur í eyrum mér hávað- inn frá þessum tækjum, í strætó og jafnvel á bíó. Mér er næst að halda, að unglingarnir okkar séu haldnir einhverri ofsahræðslu við þögnina. Þeir þola bara ekki þögn. Maður sér þá hanga á götuhorn- um, inni á sjoppum og út um hvipp- inn og hvappinn með þessi bann- sett tæki sín, glymjandi daginn út og inn. Þótt ég verði kannski að sætta mig við þessa plágu á götum úti, þá vil ég eindregið mælast til þess af strætisvagnastjórum og bió- stjórum, að þeir banni þetta fargan á umdæmissvæðum sínum. Það er lágmarkskrafa. Kær kveðja, Silentius. Svona nokkuð er ekki annað en spandering á vinnukrafti. Auðvitað á lögreglan að berjast gegn öllum lögbrotum, ekki beina athyglinni sérstaklega að einni tegund lög- brota eina og eina viku í senn. Ég vona, að einhver verði til þess að íhuga orð mín. Með beztu kveðjum, Bbb. Deyfð ... Háttvirti Póstur. Danir ... Kæri Póstur. Við erum að rífast um það, hvort það fari eftir þjóðemi, hvort menn eru málamenn eða ekki. Einn segir, að t. d. Danir séu svakalega litlir málamenn — þeir geti t. d. aldrei lært að tala íslenzku. Ætli það sé, af því að þeir eru eitthvað verr gefn- ir en fólk, sem gerist og gengur? Hvað segir þú um þetta? Þrír forvitnir. Hverju sætir þessi ofboðslega deyfð í öllum bjórvinum landsins? Ætla þeir að láta það uin sig spyrj- ast, að þeir leggi árar í bát, þótt þeir gjaldi eins og einu sinni afhroð? Málstaðurinn hlýtur að vera eitthvað slappur, úr því þeir leggja bara nið- --------Við skulum slleppa öll- um vangaveltum um þetta efni, þar til þið eruð sjálfir búnir að læra eitthvað í íslenzku. Setning- in: ÆTLI ÞAÐ SÉ, AF ÞVf AÐ ÞEIR ERU EITTHVAÐ VERR GEFNIR EN FÓLK, SEM GER- ^ — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.