Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 5
LTRIKM IST OG GENGUR skilst reynd- ar, en hún er þó argasti þvætt- ingur. — Mér þætti gaman að heyra ykkur tala dönsku. Boycott ... Kæri Póstur. Um daginn heyrði ég sögnina að „bojkotta“. Hvað þýðir hún? Samson. -------Sögnin að „bojkotta“ — sem ég hef reyndar ekki heyrt fyrri í íslenzkri útsetningu — kemur úr ensku, TO BOYCOTT, og þýðir hún, svo að ég vitni í orðabók: „að gera samtök um að hætta öllum afskiptum og við- skiptum við einhvern". Uppruna sinn á orðið að rekja til ensks jarðeiganda á Irlandi, og hét sá Boycott. Hann kvað hafa verið eitthvað óliðlegur í meira lagi við Ieiguliða sína og alla sveitunga, svo að þeir tóku sig saman og — bojkottuðu hann. — Vafalaust má finna einhverja hliðstæðu í íslandssögunni, og væri þá ekki úr vegi að taka upp nafn hins íslenzka Boycotts í þýðingunni. Væri gaman að fá uppástungur lesenda þar að lútandi. Húsmæðrafrí ... Vika mín. Hvernig stendur á því að hús- mæSur geta aldrei átt sitt frí á sunnudögum, en verða alltaf að búa til einhvern fínindis mat handa fjöl- skyldunni, sem liggur öll í bælinu og bíður eftir kræsingunum? Það er oft lang-erfiðasti dagur vikunnar — sunnudagurinn. Morgunsvæf. Þetta er alveg satt. Ég sé ekkert réttlæti í því að húsmæðumar séu á kafi í matargerð á sunnu- dögum, á meðan aðrir hvíla sig, því að þær þurfa vissulega að hvíla sig líka — ekki síður en aðrir. Ég held að það væri mjög athugandi fyrir þá eigin- menn, sem á annað borð hafa ráð á því, að fara með konuna og krakkana á eitthvert veitinga- hús á sunnudögum, og borða þar. Veitingahús eru mismunandi dýr, og ef fjárráðin eru ekki mikil, má vafalaust finna ein- hvern stað þar sem maður fær þokkalegan mat handa f jölskyld- unni fyrir lítinn pening. Martini ... Póstur minn. Ég hélt alltaf, að Martini væri einhver kokkteill, en um daginn rakst ég á Vermouth-flösku, sem gekk undir nafninu Martini. Er ég svona vitlaus, eða hvað. Ef ekki, hver er þá svona vitlaus? K. — — — Ég veit ekki til, að nokkur sé vitlaus í sambandi við þetta. Martini er nafn á vissri Vermouth-tegund, en auk þess gengur kokkteill nokkur undir sama nafni. Sá kokkteilL er blanda af gini og Vermouth, ekki samt endilega Martini Vermouth. Réttminni ... Póstur sæll. Geturðu sagt mér: eru reiðhjól eitthvað réttminni í umferðinni en önnur farartæki? Ég er sjálfur mik- ill hjólreiðagarpur, en ég þori yfir- leitt ekki fyrir mitt litla líf að treysta á, að bílstjórar virði rétt minn í umferðinni. Getur verið, að hjólreiðamenn séu réttlausir gagn- vart bílum? Hjólsi. --------Nei nei, síður en svo. Það er nú bara svo með um- ferðamenninguna hér uppi — sá verður oft að vægja, sem vitið hefur meira, enda þótt sami sé í fullum rétti og vel það. Bíl- stjórar eru allltof gjarnir að not- færa sér þá staðreynd, að farar- tæki þeirra mega sín meira í á- tökum við reiðhjól. Ég sé ekki betur, en þetta sé verðugt verk- efni í eins og eina „herferð" lög- reglunnar. Á „Völlinn“ ... Mér finnst það ósmekklegt, Póst- ur ininn, að vera að fara með út- sölukrakkana ykkar suður á Kefla- víkurflugvöll, til að sýna þeim víg- vélar og svoleiðis. Það er mikið deilt um þennan flugvöll og dvöl hersins þar, og margir telja það Ijótan blett á íslenzku þjóðinni að þetta skuli vera til. Ég held það væri réttara að halda börnunum fyrir utan þær deilur og liernaðar- stúss, sem er i sambandi við það Nóg er til samt. Barnavinur. Áttir þú aldrei byssu, þegar þú varst lítill, kæri, saklausi barna- vinur? Hafa börnin þin litlu aldrei sérÖ káboj-mynd i bíó? Fá litlu angarnir þínir aldrei að lesa dagblööin meö fréttum af atómsprengjum? LokarÖu þau alltaf inni þegar fullukallar koma í heimsókn? le Potlen d'Ordtidée Crém&Trlnccsse Patricia Auöugt af vítamínum, nærir húöfrumurnar — sem eru mæli- kvarði æskublómans —. IlremiÖ, sem bera má á alla yfirhúö, gefur gagnvirkan árangur. Créme" Vestale" Efni þau i kreminu, sem framleidd eru úr Orchidée frjódufti, koma i veg fyrir að húðin skorpni af notkun farða, og fram- lengja áhrif kremsins Princesse Patricia. "LadaCréme Milligerð af kremi og mjólkurkenndum legi, hefur stórkostlega áhrifaríka eiginleika. HREINSAR — AFFARÐAR — MÝIUR — ENDURNÝJAR. ORLAN E P A R 1 S VIKAN 15. tbl. — Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.