Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 9
SIMCA 1000 Vél: 50 ha SAE, 4 strokka, 944 cc. Borvídd 68 mm, slagrlengd 67 mm. Vatnskæld, ligrgur aftan í. 4 gíra kassi, al-samstilltur. Drif á aftur- hjólum. Lengd 3,80 m. Breidd 1,49 m, hæð 1,39 m. Hæð undir lægsta punkt 17 cm. Beygju- radíus 4,5 m. Þyngd 728 kg. Hjólastærð 560x12. Viðbragð 0—100 á 23 sek. Hámarkshraði 137,5 km pr. klst. Eyðsla ca. 8 1 pr. 100 km. Verð kr. 125 þús. kr. (tæpl.). Umboð: Bergur Lárusson. Volkswagen, sem fyrir ekki ýkja mörgum ár- um var ekki nema rykfallin hugmynd um ódýr- an almenningsvagn frá því fyrir stríð, olli straumhvörfum í hugmyndum manna um þægi- legan skjögtara og þar með í bílaframleiðslu síðari tíma. Síðan hafa fleiri og fleiri gerðir verið settar þessum litla og liðlega bíl til höf- uðs, án þess að komast nokkuð nærri því að verða honum skeinuhættir. Enda hefur farið svo fyrir mörgum, að þeir hafa farið að fram- leiða heldur stærri bíla og heldur dýrari, eða á einhvern hátt annan misst samkeppnismögu- leikann út úr höndunum á sér. Og eftir hverja atlögu verður VW enn meira gljáandi og með stærri afturljósum og stærri vél. Fyrir ári kom nýr bíll frá Simca, sem hefur ýmislegt það til brunns að bera, sem gæti orðið VW skeinuhætt, ef svipað væri á málunum haldið, t. d. með auglýsingum, því það munu jafnvel heitustu aðdáendur VW viðurkenna, að hann á velgengni sína ekki svo lítið góðri fræðslustarfsemi að þakka. Mér gafst um daginn kostur á að reyna Simca 1000, en svo nefnist þessi bíll, og varð á skömmum tíma mjög hrif- inn af farartækinu. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki miðaður við isíenzka vegi fremur en aðrir, og hæðin undir lægsta punkt er 17 cm, eða nokkurn veginn sú sama og gerist hjá þessum stærðarflokki. En ef dæma skyldi eftir því, hvernig bíllinn liggur á okkar holóttu malarvegum, gæti manni dott- ið í hug, að Frakkarnir hefðu haft þá nokkuð ákveðið í huga, þegar þeir grundvölluðu Simca 1000. Því hann liggur eins og kleina, ef nota má svo táningalegt orðbragð. — Þú mátt taka hvaða beygju sem er á 70, að minnsta kosti, sagði eigandinn við mig, þegar ég lagði af stað í reynsluferðina, og hann reyndist hafa lög að mæla. Þetta litla kríli haggast ekki í beygjun- um, þótt ekið sé á hraðri ferð og lausamöl þeki veginn. Simca 1000 er svo léttur og lipur í öllum akstri, að eftir nokkurt skjögt á honum innan- bæjar, lét ég mér um munn fara, að þetta væri kjörinn kvenbíll, eða arftaki þeirra farartækja, sem kölluð voru kvenhestar hér áður fyrr, með- an hestarnir voru enn allsráðandi á vegum Framhald á bls. 47. VIKAN 09 leolinin Hávaði og allskonar ónæði stefnir þjóðar- heilbrigði í voða Um aldamótin síðustu skrifaði Benedikt Gröndal lýsingu á Reykjavik, og segir þar meðal annars um götulífið: „Götubörnin eru oft liópum saman, náttúru- lega öllum lögum undanþegin. — Þau „spila klink“, „stikka", eru i knattleik sums staðar á götunum, en þótt þetta sé bannað í lögreglu- samþykktinni, en öllum gluggum getur verið hætta búin af þessu, enda oft enginn friður fyrir þessum ólátum, þvi þetta gengur ekki þegjandi, sem ekki er við að búast. . . . 1 „Kringsjá“ var einhverju sinni (1893) talað um, að hávaði á götum væri óþolandi og enda bannaður í sumum stórborgum, og var þetta haft eftir amerísku blaði. . . .“ Hvaða liávaði skyldi hafa verið á götunum árið 1893? Hróp og köll barnanna, sem voru að leikjum, einstaka sinnum hjólaskrölt i hestvögnum, sem runnu eftir mijúkum moldargötíunum, hross að hneggja, hamarshögg þar sem smiðir voru að reisa hús. . . . Bifreiðar voru ekki til, engir hávaðasamir strætisvagnar, engar skellinöðrur, engar flug- vélar yfir húsþökunum, jafnvel skipin voru þögul, þvi þau gengu með þöndum seglum fyrir vindi, og höfðu ekki einu sinni eimpípu til að láta blása við brottför. Innanhúss var fátt um hljóðvalda, nema blessuð börnin og nöldrið i konunni. Ryksugur voru ekki til, ekkert útvarp, engin hrærivél. Ef nútimamaður kæmi skyndilega i slika borg, mundi honum finnast þar alger þögn, og hann kynni sennilega illa við sig vegna hljóðleysis. En samt kvörtuðu menn árið 1893, og alltaf eykst hávaðinn með hverju árinu, sem líður. Hvað segja menn nú, sjötíu árum síðar? Jú, hér er smágrein úr þýzku blaði um há- vaða og áhrif hans á manninn. HÁVAÐI OG ALLS KONAR ÓNÆÐI STEFNIR ÞJÓÐARHEILBRIGÐI í VOÐA. Hollenzk stjórnarvöld munu innan skamms hefja róttækar aðgerðir gegn fjölbýlistauga- sjúkdómum, sem sannað þykir að eigi orsök sína i hávaða. Stjórnskipuð nefnd, sem í þrjú ár samfleytt hefur rannsakað þennan fjöl- býliskrankleika hefur nú lagt fram skýrslur, varðandi þetta böl, ónæðið og liávaðann, á- samt álitsgerð og tillögum um það, hvernig helzt megi berjast gegn því. Áreiðanlega munu þessar tillögur, sem lík- legt er talið að teknar verði i lög, vekja óskerta athygli allra þeirra sem að einhverju leyti fást við byggingar. Samkvæmt þeim verða gerðar strangar kröfur um úrbætur á gerð fjölbýlishúsa í þessu sambandi. Gert er ráð Framhald á bls. 36 VIKAN 15. tbl. — 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.