Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 12
Bonatti með haka á lofti. Eftir DAVID LAMPE, jr. Walter Bonatti tók sér fyrir hendur að klífa al- einn hinn nærri lóðrétta tind, sem álitinn var ósigr- andi. 16. ágúst 1955, árla dags, hóf Bonatti aðra tilraun sína að klífa klettavegginn, sem engum hafði tekizt til þessa. í fyrra skiptið tveim- ur árum áður, hafði hann fengið sér tvo Alpa-leiðsögumenn, en þeir sneru til baka eftir að hafa dvalið ægilega nótt á mjórri syllu, meðan hnullungar á stærð við vörubíla hentust í loftköstum framhjá þeim. Engum hafði áður heppnazt að klífa þessa hálfu lóðréttu mílu, sem raunar er samfelldur klettur, og all- ir aðrir fjallgöngumenn höfðu af- skrifað sem möguleika; en hinn tutt- ugu og fimm ára Walter Bonatti var staðráðinn í að reyna aftur — í þetta skipti aleinn. Um morguninn höfðu Bonatti og félagar hans þrír, ítalskur verk- fræðingur, að nafni Paola Ceresa, og tveir Alpa-leiðsögumenn, er hétu Berardini og Géry, klifið nærri 10.000 fet af fjallinu og voru að ljúka við að snæða morgunverð í kofa með tjörupappaþaki, sem nefndur var Charpoua-skýli. Upp- yfir þeim gnúpti tindurinn, sem fylgdarmennirnir kölluðu Vegg Vítis. Klukkan átta stóð Bonatti upp, lagfærði áhöld sín, kvaddi vini sína og yfirgaf kofann. Aleinn í þetta sinn þræddi hann vissa leið yfir Mer de Glace, hina ójöfnu og ó- traustu ísbreiðu, sem leit út eins og úthaf, er hafði frosið í stormi. Hann hélt ótrauður áfram, þar sem hann vissi, að ef hann næmi staðar, myndi hann missa fótfestu. Vinir hans horfðu á eftir honum, þar til hann hvarf yfir háa klettahrygginn, sem þekktur er undir nafninu Corniche („Hinn Kornvalski“). Bonatti stanzaði við rót kletta- veggsins. Hann starði uppeftir grá- um tindi hins 12.245 feta háa fjalls, sem nefnt er Petit Dru. Hættulegasta klif franska Mont Blanc-fjallgarðsins, hæsta fjallgarðs Evrópu, það gnæfði yfir höfði hans, næstum því helmingi hærra en Empire State-byggingin. Hann dró andann djúpt og byrjaði að klífa. Gætilega fálmaði hann eftir hand- og fótfestu og þumlung- aði sig hægt eftir glerhálum ísnum. Þegar hann kom að svæði, þar sem ekki var hægt að ná fótfestu, rak hann flein (4 þumlunga alum- inium-reknagla) í sprungu, tók eina af stál-smellilykkjunum, sem hann Bonatti (í miðið) með frönsku leiðsögu- mönnunum, Berardini og Géry. hafði fest á keðjuna um mittið, og hnýtti endanum á nælonvaðnum í lykkjuna. Síðan hóf hann sjálfan sig upp og stóð á fleininum og byrjaði síðan að þumlunga sig upp. Er hann hafði klifrað 20 fet upp

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.