Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 13
á við, rak hann annan flein í kletta- vegginn og festi vaðinn í hann. Með því að reka fleina með 20 feta milli- bili vissi hann, að ef hann missti takið, yrði fallið ekki lengra en þeirri fjarlægð næmi — nema því aðeins að þungi líkama hans myndi rífa fleininn úr berginu. Önnur 20 fet ... Annar fleinn og smelli-lykkja. Þegar hann hafði fikrað sig upp rösklega 200 fet og fest tíu fleina í bergið, lét hann sig síga á vaðnum til neðsta fleins- ins, þar sem hann hafði hengt hinn fyrirferðarmikla bakpoka sinn. Hann batt pokann við tvöfalt nælonreipið, síðan losaði hann neðsta fleininn. Þá hélt hann upp á við, losaði þann næsta ... Og næsta ... Og næsta ... Þar til harm hafði náð þeim efsta. Að því búnu halaði hann pokann upp, festi hann við fleininn, sem eftir var, og endur- tók síðan þessa flóknu og tafsömu aðferð. UM NÓNBIL hafði hann klifið nærri 500 fet; en nú slútti yfir hon- um mjúkt berglag, sem myndaði ósprungna hvelfingu. Engar sprung- ur fyrir fleina eða tréfleyga. Engin leið upp. Með stakri þolinmæði varð hann að fikra sig aftur niður á við, endur- takandi sömu leiðinda aðferðina með vaðinn og fleinana, er hann hafði viðhaft, þegar hann kleif upp bergið. Komið var að kvöldi, þegar hann náði aftur til Charpoua-skýlis- ins. Hann hafði sóað heilum degi og ekkert borið úr býtum nema þá vitneskju, að hann yrði að ráðast til uppgöngu annars staðar á Veggi Vítis. Ceresa sendi þessa slæmu frétt gegnum ferðasenditæki til Monten- vers, franska bæjarins við rætur Petit Dru; síðan snæddu fjórmenn- ingarnir og gengu að því búnu til náða. Næsta morgun minnkaði Walter við sig nestið, til að létta byrði sína, niður í einn brauðhleif, fjóra litlá osta, þrjár dósir með niðursoðnu kjöti, dálítinn sykur og flösku með vatnsþynntu koníaki. Hjá nestinu setti hann flösku með brennslu- spíritus. f bakpokanum voru 79 fleinar, 15 smellilykkjur, 6 tréfleygar með áföstum hring, ís- og klettaöxi, tveir 40 metra nælonvaðir og tvö styttri og mjórri silkireipi og þrír kaðal- stigar með aluminiumstyrktum rim- um. Bonatti var árrisull, óþolinmóður að komast af stað. „Hitti ykkur uppi á tindinum,“ sagði hann og brosti dauflega. „Þið getið klifið auðveldari leiðina." Svo lagði hann aftur af stað yfir Mer de Glace. Hinir fylgdust með ferð hans þar til hann byrjaði að klífa, síðan héldu þeir niður fjallið til Montenvers. I>essa hrikalegu leið ætlaði Bonatti að fara frá Charpoua Refuge yfir Mer de Glace upp á tindinn Petit Dru. Þaðan gátu þeir fylgzt með honum gegnum sjónauka. Síðar, ef þeim virtist hann vera að ná tindinum, myndu þeir klífa upp austur-vegg Dru-fjallsins, sem var auðveldari viðureignar, og hitta hann uppi á tindinum. Bonatti gæti klifið niður hina hliðina, ef hann næði nokkurn tímann upp á tindinn. Ilitinn var nokkuð fyrir neðan frostmark og Walter var vettlinga- laus, hann varð að hafa fingurna bera til þess að finna handfestu. Áfangi eftir áfanga af fleinum og tréfleygum allan daginn. Stundum mjakaði hann sér upp sprungurnar með því að styðja bak- inu við slétt bergið og spyrna stíg- vélunum sínum í bergið á móti, mjakaði síðan bakinu svolítið upp á við, spyrnti síðan ofar og mjakaði bakinu upp á við á nýjan leik. Með þungan bakpokann í eftir- dragi þumlungaði Walter sig áfram. í eitt skipti varð hann að klifra að utanverðu til að komast fram hjá hellu, sem skagaði yfir 30 feta botnlausri sprungu. Er leið að kvöldi fraus vaðurinn og varð stífur eins og vírstrengur. Hann varð að stanza og vefja hon- um utan um sig til að þíða hann með líkamshita sínum, þangað til unnt var að þræða hann gegnum smellilykkjuna aftur. Þegar að dimma tók, var hann enn í Flammes de Pierre. Þá fann hann syllu, sem var rétt það breið, að hægt var að standa á henni. í Montenvers blöktu ljós á stærð við títiprjónshausa. Það var ekki hægt að sitja á syllunni, hvað þá heldur liggja, en þetta var eini flati blett- urinn, sem hafði orðið á leið hans allan daginn. Flokkurinn fyrir neðan myndi ekki sjá ljósmerki hans frá syllunni, Framhald á bls 41.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.