Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 14
Árshátíð Blaðamannafélags íslands var haldin laugardaginn 2. marz s.l., í nýju salarkynnunum að Hótel Sögu, sem þá voru jafnframt opinberlega opnuð. Salurinn er stór og glæsilegur og sá fegursti sinnar tegundar hér á landi, og þótt víðar væri leitað. Þar munu komast fyrir um 400 manns, og veitti ekki af að þessu sinni, því þar var hvert sæti skipað. Salurinn er skeifumyndaður og eru miklir og stórir gluggar til vesturs en í innri hring skeifunnar, sem snýr inn að miðju hússins, er komið fyrir hljómsveitarpalli og dansgólfi, sem hægt er að hækka upp frá gólfi þegar skemmtikraftar koma þar fram. Stór og fallegur vínbar er í öðrum enda salarins, rétt við uppganginn. Hátíðin hófst klukkan sjö með veglegu borðhaldi. Var matseðillinn á frönsku, en upp- lýsingar voru gefnar á móðurmálinu um það að maturinn samanstæði af (blaðamanna-)súpu, (letur-)humar og (anda-)steik, sem átti einkar vel saman og reyndist gómsætt mjög, og ekki spillti eftirrétturinn, ,,Bombu“-ís skreyttur listaverkum höggnum úr glærum ís. Að skemmtiatriðum loknum hófst dansinn og hjálpuðust þar allir að til að gera kvöldið sem eftirminnilegast, og ekki lá Svavar Gests á sínu frekar en vant er. Raddlausir sungu, fótalausir tvistuðu og templarar drukku. Fór skemmtunin mjög vel fram og varð öllum til sóma og óblandinnar ánægju. Myndimar tók Birgir Thomsen íyrir Vikuna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.