Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 22
15. Framhaldssaga eftir VICKI BAUM Laugardag-ur: H ANN. Vagni var ekið eftir götunni úti fyrir og hófaslögin rufu þögnina. Frank Davis rumskaði; enn var svo dimmt að hann greindi vart há- an gluggann, kannaðist auk þess ekki heldur við hann á þessum vegg í herberginu, og það var ekki fyrr en hann heyrði lágan og væran and- ardrátt Evelyn við hlið sér, að hann áttaði sig á hvar hann var. Hún hvíldi heitan vangann á öxl hon- um og hann varaðist að hreyfa sig. Það var svalt inni og glugginn stóð opinn. Frank lyfti vinstri arminum hægt og gætilega svo hátt að hann gat séð á úrið, klukkan var um hálffimm. Hann dró sængina með varúð að sér og yfir Evelyn. Hann var óvenjulega vel útsofinn og end- urnærður, minntist þess varla, að sér hefði áður liðið eins vel. Nokkra hríð lá hann hreyfingar- laus og hugsaði um nóttina ... nótt- ina, sem þau höfðu átt saman, á- stríðuheitari og ljúfari en nokkra aðra. Evelyn, hugsaði haim og fann heitan andardrátt hennar leika um barm sér. Ég ann þér, Evelyn, hugs- aði hann allt í einu furðu lostinn. Hann hafði gert sér vonir um skemmtilegt og hugstætt ástarævin- týri og ekki meira. Og nú veittist honum jafnvel örðugt að skilja það, að hann hafði að lokum fengið að njóta hinnar miklu og ólýsanlegu fullnægingar. Hann lokaði augunum, reyndi að sofna aftur án þess að vekja hana. Það var ekki fyrr en hún vafði báð- um örmum um háls honum, að hann gerði sér grein fyrir að hún var vakandi. Þegar hann kyssti hana, voru var- ir hennar svalar, mjúkar og ang- andi; eins og rósarblöð, hugsaði hann, en það hafði honum aldrei komið til hugar um varir nokkurrar konu annarrar, en þannig var það með allt, sem kom Evelyn við; það var honum allt annarlegt og fram- andi, eins og það ætti ekki sama- stað í tilveru hans. Hann þekkti sjálfan sig varla fyrir sama mann, það var eins og hann væri ekki nema seytján ára. Nokkra hríð lá hann þögull og braut heilann um 22 — VIKAN 15. tbl. hvað hann ætti að segja. „Hvernig líður þér, vina mín?“ spurði hann loks ósköp hversdags- lega. Og Evelyn svaraði á sama hátt: „Vel, þakka þér fyrir.“ Einhver, sem gekk um gangstétt- ina úti fyrir, blístraði vals. Smám saman varð bjartara á glugganum. Þau lágu í hálfgerðu móki. „Ertu nú hamingjusamur?" spurði Evelyn nokkru síðar. Slík spurning lét að vísu barna- lega í eyrum, en hann svaraði engu að síður: „Hamingjusamur ■—■ já, ég er hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Maður nýtur sannrar ham- ingju alltof sjaldan." Evelyn strauk fingurgómunum yf- ir varir hans, augnabrúnir og enni. Hún tók um vinstri úlnlið honum, leit á úrið og andvarpaði. „Ég hef aldrei notið viðlíka ham- ingju með nokkurri konu og þér,“ sagði hann þakklátri röddu. „Ég skil ekki af hverju það stafar, en þú ert öðru vísi en allar hinar — gefur meira — um leið og þú ert sjálf móttækilegri ...“ „Nei,“ svaraði hún lágt. „Ég er ekki á neinn hátt öðru vísi. Það er einungis þetta, að ég ann þér heit- ara en nokkur hinna.“ Klukkan var langt gengin fimm. Hann varð að fara með lestinni klukkan hálfníu, og þar með var öllu lokið. Ástríðan vaknaði aftur í brjósti hans, heitari og ákafari en nokkru sinni fyrr. Hann vafði hana örmum. „Þetta er kveðjustundin," hvíslaði hann. Hún gaf 'sig honum viðstöðulaust á vald. „Ég vildi að ég eignaðist barn með þér,“ hvíslaði hún svo lágt að hann gat rétt heyrt það. Á eftir barðist hann við svefn- inn; langaði mest til að kveikja sér í sígarettu, en var hræddur um að það kynni að særa tilfinningar henn- ar. Svo rankaði hann ekki við sér aftur fyrr en síminn á náttborðinu hringdi. Evelyn settist upp og hárið féll um vanga hennar og nakin brjóstin. Frank greip talnemann. „Klukkan er sex,“ tilkynnti stúlkan í skipti- borðinu og hann áttaði sig ekki á því strax, að hún talaði frönsku. Fyrir andartaki síðan hafði hann verið á gangi um baðströndina í Florida ásamt konu sinni, sem hvorki var Evelyn eða Pearl, heldur þær báðar í sameiningu, og hann var enn á valdi draumsins. „Hvað var þetta?“ spurði Evelyn og starði skelfd á símann. „Ekkert alvarlegt," svaraði hann. „Símastúlkan átti að vekja mig klukkan sex.“ „Allt fyrirfram skipulagt," sagði hún og bætti síðan við eftir andar- taks þögn: „Það vildi ég óska, að ég væri karlmaður." Nú lét hann verða af því að kveikja sér í sígarettu. Hann bauð henni, en hún afþakkaði. Hún sat uppi í rekkjunni og spennti höndum um hné, allsnakin og minnti helzt á unga telpu. Pearl var aldrei sér- lega falleg á morgnana, ekki fyrr en hún hafði snyrt sig og málað og allt það. Frank gerði ósjálfrátt sam- anburð á þeim tveim, og úrslitin urðu síður en svo eiginkonu hans í hag. Þetta hafði honum aldrei orðið á áður, þegar hann var með öðrum konum en henni, og það var ekki laust við að hann fengi samvizku- bit í bili —■ að sjálfsögðu fann hann aldrei til samvizkubits þótt hann sviki hana með öðrum konum, en þessi samanburður var að minnsta kosti lítt drengilegur. Hann brá sér fram úr og inn í baðherbergið og köld steypan skolaði af honum nótt- ina, og þegar hann kom aftur inn í svefnherbergið, stóð Evelyn á gólf- inu og hafði brugðið sér í náttkjól- inn. Hún minnti helzt á barn, sem hafði gengið í svefni og farið villur vegar. Hann spurði hvort hún hefði ekki neina ilskó með sér, en hún hristi höfuðið. Aldrei hafði hann séð jafn litla fætur, eða eins fagurmótaða. Þær Pearl og Marion máluðu báðar tvær táneglur sínar. Hann lyfti Evelyn á arma sér og bar hana inn í baðherbergið og furðaði sig á hve fislétt hún var. „Hvað ertu eiginlega þung?“ spurði hann, en hún gerði einungis að yppta öxlum, og hann lét hana eina inni í baðherberginu en hélt fram og fór að láta ofan í ferða- töskur sínar. André þjónn kom inn með morg- unverðinn. Evelyn var þá að klæða sig. Hann tók blómsturvasa af arin- hillunni og setti á borðið. „Frúin hefur vafalaust yndi af blómum,“ sagði hann af karlmannlegri nær- gætni. Frank laut niður og tók upp litla nælu, sem Evelyn hafði misst í gærkvöld. Þetta var lítill og ákaf- lega látlaus skartgripur, ein perla greipt í gullumgerð. Hann lét næl- una liggja í lófa sér og virti hana fyrir sér með eins konar ástúð; slík- ur skartgripur fór einkar vel við yfirlætislausan en smekklegan klæðaburð hennar. Hún kom inn í stofuna í sömu svifum, klædd hvítri blússu og svörtu pilsi; gullnir lokk- arnir glóðu meir en nokkru sinni fyrr, að honum þótti. „Góðan dag, vina mín,“ sagði Frank, en André dró sig í hlé þegar hann hafði þannig fengið uppfyllta þá ósk sína að sjá þessa konu, sem Frank kallaði eiginkonu sína. Um leið og þjónninn var farinn, greip Frank hönd hennar og kyssti hana. „Góðan dag, ástin mín,“ sagði hann enn. Hann lét þrjá sykurmola í kaffi- bóllann hennar, smurði brauðsneið smjöri og hunangi og lét á diskinn hennar. „Ertu þreytt, ástin mín?“ spurði hann. Það var honum óþolandi tilhugs- un að verða að senda hana þannig heim aftur. Heim til eiginmannsins, landsyfirréttardómarans. „Þakka þér fyrir, ekki meiri mat,“ sagði hún lágt. Hann dró upp veskið sitt og tók upp umslagið með flugfarmiðanum. „Heyrðu, ástin mín,“ sagði hann. „Ég get víst ekki fylgt þér út á flugvöllinn. Flugvélin, sem þú ferð með, leggur ekki af stað fyrr en tuttugu mínútur yfir níu, en lestin, sem ég verð að fara með, leggur af stað hálfníu. Ég ek með þér út á Lafayettetorgið, bíllinn frá flug- félaginu bíður úti fyrir Grand-Hotel. Heldurðu ekki að það sé í lagi?“ Jú, svaraði Evelyn af undirgefni, það hlaut að vera í lagi. Hún tók við farmiðanum, virti fyrir sér skrautlega auglýsinguna, sem prent-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.