Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 23
Hann lokaði augunum, og reyndi að sofna aftur án þess að vekja hana. Það var ekki fyrr en hún vafði báðum örmum um háls hon- um, að hann gerði sér grein fyrir að hún var vakandi. uð var á umslagið, stakk því síðan niður í litlu handtöskuna sína. „Hefurðu flogið áður?“ spurði hann. „Það get ég varla sagt,“ svaraði hún. „Einu sinni hringflug yfir Berlin, skilurðu. Við vorum svo heppin að hreppa farmiðana sem vinning í happdrætti á lögfræðinga- skemmtun." „Þú ert vonandi ekki hrædd?“ „Hrædd við að ferðast með flug- vél? Nei, alls ekki,“ svaraði hún. Klukkan var tíu mínútur yfir sjö, og það var engu líkara 'en vísarnir væru í kapphlaupi hvor við annan. Frank reis úr sæti sínu, gekk til Evelyn og strauk ástúðlega hina ljósgullnu lokka hennar. „Það verður ekki auðvelt fyrir okkur að kveðjast, ástin mín,“ sagði hann. „Það verður það ekki ...“ Allt í einu mundi hann eftir dá- litlu. Hann átti töflur við sjóveiki, sem hann hafði stungið ofan í tösk- una sína, ætlaði Pearl þær, en hún þurfti þeirra ekki með, því að hún fann aldrei til sjóveiki. „Gerðu svo vel,“ sagði hann og rétti Evelyn glasið með töflunum. „Taktu tvær töflur inn áður en við leggjum af stað. Þær róa þig fyrir flugferðina." Hún hlýddi honum orðalaust. Klukkan var tuttugu mínútur yfir sjö. „Við verðum að hafa hraðann á, elskan mín“, mælti Frank blíðlega. „Ég verð enga stund“, svaraði Evelyn 03 gekk inn í svefnherbergið. Frank læsti ferðatöskunni sinni, leit sem snöggvast í skjalatöskuna; þar lá sölusamningurinn, fjörutíu þús- und kassar, tveir dollarar og fimm sent kassinn.flutningskostnaður 03 tollur. Honum varð litið á sjálfan sig í speglinum, þar sem hann stóð og reiknaði í huganum. Hann stakk samningnum aftur ofan , skjalatösk- una og læsti henni. Þegar hann leit inn í svefnher- ■ bergið, stóð Evelyn þar á miðju gólfi með skó í hendinni og örvæntingar- svip á andlitinu. „Ég kem öðrum skónum hvergi fyrir í töskunni," sagði hún. Hann gat ekki að sér gert að hlæja. Framhald á hls. 48

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.