Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 24
Gamla myndin Þessi hljómsveit kom fram á hljómleikum Jazzblaðsins í Austurbæjarbíói fyrir átta árum og voru þá allir hljóðfæraleikararnir að undanskildum einum að koma fram í fyrsta skipti opinberlega (þegar skóladansæfingar eru undanskildar). — Frá vinstri: Sigurður Þ. Guðmunds- son, píanó (með Eyþóri á Röðli), Jón Sigurðsson, bassi sem var sá „reyndi“ í hópnum. (Jón fæst ekki lengur við hljóðfæraleik í danshljómsveit), Andrés Ingólfsson, klarinet (leikur nú á altó og stjórnar eigin hljómsveit), Ólafur Stephensen, harmonika (Ólafur lék síðar meir á píanó og lék af og til með ýmsum hljómsveitum unz hann sagði skilið við hljóðfæraleikinn) og Hörður Magnússon, trommur, en hann varð síðar ágætur vibrafónleikari, er nú hins vegar alveg hættur í músíkinni. Haukur Morthens: í hjarta þér og í faðmi dalsins. Enn fáum við nýja hljómplötu með Hauki Morthens (hún er reyndar orðin sex vikna þegar þetta er skrifað), en ekki lætur þessi plata jafn mikið yfir sér og hinar fyrri plötur hans frá síðasta ári og sennilega er það vegna þess að lögin á plötunni eru hvorugt nógu „sterk“ til að gera þetta að metsöluplötu. Haukur stendur fyrir sínu á þess- ari plötu eins og fyrri daginn og er samvinna hans og Ólafs Gauks farin að bera ríkulegan ávöxt því útsetn- ingar Ólafs Gauks á þessari plötu sem og hinum fyrri Framhald á bls. 34. Enska kvikmynda- leikkonan Glynis Johns ætiar sér aS sýna það að auk leikhæfileikanna, sem hún hefur þeg- ar sannað að hún hefur, getur hún státað af líkams- vexti, sem er fylli- lega á Holiywood- mælikvarða. Bohby Darin er meira en lftið hissa á harnunganum, sem hann á með Söndru Dee. Þegar Bobby tekur að syngja fyr- ir krakkann, byrjar hann næstum und- antekningalaust að öskra af lífs og sáiar kröftum. En það sem fer mest í taugarnar á Bobby cr það, að um leið og Sandra byrjar að raula fyrir barnið, steinþagnar það og sofnar svo rótt og sætt ... ! ítalski rithöfund- urinn Alberto Mora- via er öðrum þræði blaðamaður. — Fyrir um það bil ári birti hann viðtal við þessa ungu kvikmyndaleik- konu — hún heitir Claudia Cardinale — I víðlesnu itölsku vikublaði, en svo lét hann sér ekki nægja það og skrifaði líka um hana bók, þar sem hann skoðar hana alveg ofan í kjölinn. Mynduö þið vilja rannsaka þessa stúlku svo nákvæm- lega?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.