Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 31
PEYSUR. Framhald af bls. 19. stuSlaprjónsumferðinni og prjónið síðan mynztur. Þegar stykkið, frá uppfitjun, mælist 11 (13) cm er fellt af fyrir ermum 6, 2, 1, 1 (4, 2, 1, 1) 1. og eftir 20 (23) cm (frá upp- fitj.) er fellt af fyrir öxlum, fyrst 3 (4) 1. og síðan 3 1. í byrjun hverr- ar umferðar þar til 29 (31) 1. eru eftir á prjóninum. Fellið af. Vinstra framstykki: Fitjið upp 43 (49) 1. og prjónið stuðlaprj. 1 1. sl. og 1 1. br. 4 cm. Aukið þá út í síð- ustu stuðlaprjónsumferðinni 0 (3) 1. með jöfnu millibili. Prjónið mynztur að undanskild- um 6 (7) yztu lykkjunum að fram- an, en þær eru prjónaðar með garðaprjóni alla leið að hálslíningu (Garðaprjón er prjónað slétt bæði frá réttu og röngu). Aukið út 1 1. báðum megin með 2ja cm millibili 3 (0) sinnum. Þegar stykkið frá upp- fitjun mælist 11 (13) m eru felldar af fyrir ermum 6, 2, 1, 1 (6, 2, 2, 2, 2) 1. og eftir 19 (22) cm eru 6 (7) 1. að framan látnar á öryggis- nál og fellt af fyrir hálslíningu, fyrst 6 1. og síðan 1 1. í hverri umf. 6 sinnum. Þegar stykkið frá uppfitjun mæl- ist 20 (23) cm, er fellt af fyrir öxl- um, fyrst 3 (4) 1. og síðan 3 1. frá réttu, 5 sinnum (Ath. að byrja allar affellingar handvegsmegin). Hægra framstykki: Prjónið eins og vinstra framstk., en á gagnstæð- an hátt. Gerið 5 hnappagöt á garða- prjónaða kantinn, það neðsta 1 cm frá uppfitjun, það efsta í miðri háls- líningu og önnur með 4 (414) cm millibili. Hnappagötin eru gerð 3 1. frá brún og yfir 2 1. Ermi: Fitjið upp 49 1. og prj. stuðlaprjón 1 1. sl. og 1 1. br. 6 cm. Prjónið mynztur að undanskildum 2 yztu lykkjunum báðum megin, sem eru prj. með garðaprjóni alla leið að handvegsúrtöku. Aukið út 1 1. í hvorri hlið fyrir innan garða- prjónslykkjurnar í 6. hv. umf., þar til 55 (61) 1. eru á prjóninum. Þegar ermin frá uppfitjun mælist 18 (22) cm eru felldar af 2, 2, 2 (3, 2, 2) 1. báðum megin og síðan 1 1. í byrjun hverrar umferðar þar til ermin mælist 22 (27) cm. Fellið síðan af 2 1. í byrjun hverrar umferðar, þar til ermin mælist 23 (28) cm. Fellið af. Prjónið aðra ermi eins. Pressið nú öll stykkin mjög laus- lega frá röngu, eða leggið þau á þykkt stykki, nælið form þeirra út með títuprjónum, leggið rakt stykki yfir og látið þorna. Gangið frá öllum endum og saum- ið peysuna saman með þynntu garn- inu, stuðlaprjónið að neðan og fram- an á ermum með varpspori, en að öðru leyti með aftursting. Saumið fyrst saman hliðar- og ermarsauma, síðan axlarsauma og ermar í hand- vegi. Takið upp 70 1. fyrir hálslín- ingu og látið 6 (7) 1. báðum megin að framan einnig á prjóninn. Takið upp lykk-jurnar þannig, að draga upp garnið af hnyklinum, frá röngu á réttu og mynda með því lykkjur, en taka ekki upp laus bönd, því þá vilja frekar koma göt og ójöfnur. Prjónið garðaprjón og munið eftir FALLEG OG NYTSÖM GJÖF. BRÓDERAÐUR og APPLIKERAÐUR SÆNGURFATNAÐUR í ÖLLUM STÆRÐUM Merkjum sængurfatnað eftir pöntun. - Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. VERZLUNIN VERIÐ - NJÁLSGÖTU 86 - SÍMI 29978. hnappagatinu, sem áður var lýst. Prj. fyrst 1 cm af líningunni, takið þá úr 6 1. með jöfnu millibili, prj. síðan 114 cm og fellið þá af frá réttu og prjónið allar 1. brugðnar um leið, svo ekki beri á affelling- xmni. Gangið frá hnappagötunum með venjulegu kappmelluspori og þynnt- um garnþræðinum. Festið að lokum tölur á vinstra framstykki, gagnstætt hnappagötum hægra framstykkis. Hvers virði er ábyrgð ... ? Framhald af bls. 8. á svipuðum grundvelli og tíðkast á Norðurlöndum. Auðvitað er markmiðið, að tryggja öllum starfsmönnum svo mikil laun fyrir aðalstarf þeirra, að þau færi þeim viðunandi lífs- kjör, þannig að menn þurfi ekki sífellt að afla sér viðbótartekna með aukastörfum. Þá telja samtök opinberra starfsmanna nauðsyn á því, að launamismunur verði meiri en nú er, og að í því sambandi verði tekið aukið tillit til menntunar, ábyrgðar og sérhæfni í starfi. Á það má benda, að á frjáls- um vinnumarkaði eru verkfræð- ingum greiddar kr. 17.000,00 í mánaðarlaun og yfirverkfræð- ingum 30% hærra eða kr. 22.100,00. Á frjálsum vinnumarkaði munu verkstjórum greidd 35—50% hærri laun en undirmönnum þeirra, með tilliti til ábyrgðar- innar, sem starfinu fylgir. Til samanburðar skal á það bent að veðurfræðingum og öðr- um náttúrufræðingum hjá rík- inu eru greiddar kr. 8.263,00 í mánaðarlaun, en námstími þeirra er svipaður og hjá verkfræð- ingum. Deildarstjórar á veðurstofunni frá 9% hærri laun en almennir veðurfræðingar. Má glöggt sjá á þessum dæm- um, hve óhagstæður samanburð- urinn er fyrir opinbera starfs- menn. Ef launakerfinu verður ekki breytt til samræmis við það, sem tíðkast í öðrum menningarlönd- um, er hætt við þeirri öfugþróun, að þeim fækki, sem leggja á sig dýrt og erfitt nám og að menn skirrist við að takast á hendur hin ábyrgðarmeiri störf, ef þeim fylgja lítið betri laun en öðrum ábyrgðarminni stöðum. Þá er og sú hætta yfirvofandi, að menn með sérmenntun, sem veitir réttindi erlendis, leiti til starfa annars staðar en á íslandi. Ef vel á að fara verður að breyta um stefnu í kjaramálum opinberra starfsmanna. Þjóðfélagið verður að búa þannig að starfsmönnum sínum í launamálum, að það eigi jafnan völ á hinum hæfustu mönnum til hvers starfs, sem inna þarf af hendi fyrir þjóðarheildina. Kristján Thorlacius“. G. K. VIKAN 15. thl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.