Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 32
Slankbelti eða Brjóstahaldari er undir- fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar velþekktu KANTER'S lífstykkjavörur sem eingöngu eru framleiddar úr beztu efnum, í nýjustu sniðum. Þér getið ávallt verið öruggar um að fá einmitt það sem yður hentar bezt frá Koníer's 32 — VIKAN 15. tbl. II 4 'bUpnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz—21. apríl): Þár finnst allt ganga á afturfótunum og hefur þvi lagt upp laupana, og tekur lífinu rólega. Þú munt kynnast persónu, sem þú hefur mikinn styrk frá og mikla ánægju af að kynnast, það er líklegt að þessi manneskja eigi eftir að koma talsvert við sögu þína síðar meir. ONautsmerkið (21. april—21. maí): Þú hefur eitthvað á prjónunum sem þú ert hikandi við að láta í ljós. Ef þetta er eitthvað skylt við rit- smíðar er tíminn sá rétti að láta það frá sér fara. Leitaðu aðstoðar þér reyndari manns og hikaðu ekki við það, því hann mun leiðbeina þér mikið. Tvíburamerkið (22. mai—21. júní): Hjónaband er líklegt innan fjölskyldunnar eða hjá nánum vinum þínum. Sé það þú sjálf(ur), sem i hlut átt, verða þetta hamingjuríkir dagar og skaltu ekki hika við að láta til skarar skríða í málum hjartans. Gamall skólafélagi skýtur upp kollinum og gerir mikla lukku. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þú ferð í ferðalag og dvelst að öllum likindum fjarri heimili þínu nokkra daga. Þessi vika verður tilbreyt- ingarik og ánægjuleg og muntu njóta lífsins í rikum mæli. Ungt fóik mun að öllum líkindum dveljast mikið utan dyra. Heillatala 9. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst): Samband einhverra tveggja persóna mun koma flatt upp á þig en láttu það ekki koma þér úr jafnvægi. Það reynir talsvert á þolinmæði þína og gestrisni þessa viku og verður óvenju margt um manninn á heimili þínu. Ef þú ert í góðu jafnvægi ættirðu að njóta þess vel. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Gættu þess vel að láta ekki samstarfsmann þinn fara í taugarnar á þér, miklar líkur eru á að framkoma hans stafi af misskilningi hans á einhverju verkefni sem þið hafið nýlega leyst sameiginlega. Skiptu þér ekki mikið af hjartans málum, og taktu lífinu rólega. Vogarmcrkið (24. sept,—23. október): Vertu ekki óþolinmóður og varastu að ætlast til of mikils af kunningja þinum. Hættu að hugsa um þetta sem á milli ykkar ber, því allt bendir til þess að hann hafi nóg á sinni könnu. Dveldu mikið með fjölskyldu þinni það mun færa þér mesta ánægju. m Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Það getur verið að þú hafir slæma samvizku um þess- ar mundir. Ef það er rétt, skaltu ganga hreint til verks, því að þú munt öðlast mikið meira traust á sjálfum þér fyrir bragðið. Góður heimilisvinur frá bernskuárunum mun gera þér mikinn greiða. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.): ©Það eru líkur á að þú gerir einhverja lukku á vinnu- stað eða i félagsskap sem þú ert meðlimur í. Þú skalt nota helgina til að skemmta þér og varpa af þér á- hyggjum hversdagslífsins. Fjármálin eru á batavegi. Þér mun berast eitthvað óvenjulegt verkefni. Geitarmerkið (22. desember—20. janúar): Það hefur mikla þýðingu fyrir þig ef þú tekur ekki nein hliðarspor og vinnur markvisst að áhugamáli '1m|^pr Þínu. Líkur eru á að einhver góðviljaður sem þú þekkir lítið geri þér beinan eða óbeinan greiða. Seinni partur vikunnar mun verða líflegur. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar): Þú hefur átt í einhverjum erfiðleikum undanfarið sem ■R-' JB því miður virðast ekki afstaðnir. Ástamálin eru eitt- hvað snúin en brátt leysist úr þeim snurðum, þó á annan hátt en þú væntir. Vinur þinn mun leita ráða hjá þér og skaltu verða við bón hans. ©Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): Margt af fólki þessa merkis mun halda veizlu eða kunningj aboð sem heppnast mjög vel. Þú munt finna til ástar og tryggðar þeirra sem þér eru kærastir. Þú færð verkefni í hendur sem þú veizt ekki alveg hvernig á að meðhöndla en sá sem felur þér verkið auðsýnir þér mikið og verðskuldað traust.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.