Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 40
Á bökkum Nílar. Framhald af bls. 18. koma þér á skip og svo veiðirðu fisk. Græðir mikla peninga. — Nei, þetta er betra. Ég ætla að halda áfram hér. SAMI ÁHUGINN HJÁ RlKINU. Eitt af því sem Nasser hefur gert til viðreisnar eru ríkisverzlanir. Þar er höndlað með ýmsa nauðsynja- vöru og verðlag er lágt í þessum búðum. Það atvikaðist svo, að við gengum saman í eina slika búð, Gunnar Frederiksen, flugstjóri og ég. Það var nákvæmlega sami svip- urinn á öllu þar inni og opinberum stofnunum á íslandi, þeim er ég þekki. Á jarðhæðinni var álnavara og þeir voru að lesa blöðin þar og létu fara vel um sig. Skór? jú þeir voru niðri í kjallara, sagði maður- inn og hélt áfram að lesa blaðið. Við gengum niður, þar voru tveir menn og líklega ekki búnir að fá blöðin því þeir sátu og geispuðu. Annar þeirra var hérumbil eins feitur og Farúk og með samskonar yfirskegg. Hann sat í djúpum stól á miðju gólfi og rótaði sér ekki, en gaf hinum bendingu aftur fyrir bak- ið um að afgreiða. Og þar var nú ekki áhuganum fyrir að fara. Hann stóð upp með sýnilegri ólund og það var eins og persónuleg misgjörð við hann, þegar skórnir voru of litl- ir og hann var beðinn um stærra númer. Það virðist sem sé sama hvort heldur er við Faxaflóa eða við Níl; af opinberum rekstri er eitthvert ógeðslegt dauðabragð. Það er vonandi ekki það sem koma skal. MEÐ 900 MANNS í VINNU. Við vorum búin að ganga nokkuð lengi eftir stærstu verzlunargötun- um í Cairó, nokkur saman úr Út- sýnarhópnum, þegar miðaldra mað- ur stöðvaði okkur og spurði hvort þar væru Skandinavar. — íslendingar, jú, það var skylt skeggið hökunni. Hann kannaðist vel við ísland og sagðist hafa komið til Svíþjóðar. Gott land, Svíþjóð, sagði hann og nú komið þið hér á skrifstofuna hjá mér og fáið kaffi. Egypzkt kaffi. En það voru allir að flýta sér heim á hótelið og enginn hafði áhuga fyrir kaffiboði. Það var fært fram eitt og annað til afsökunar. — Má ég benda á það, sagði mað- urinn, að það er mjög frekleg móðg- un við Araba að þiggja ekki boð hans. Það þolum við ekki. Það varð úr að ég fór með mann- inum, einsamall. Það á maður vita- skuld ekki að gera undir nokkrum kringumstæðum í borg eins og Cairó og ég hugsaði ekki um það, hvaða afleiðingar þetta boð gat haft, ekki bara fyrir mig, heldur allan hópinn. Þessi maður var á að gizka um fimmtugt, lágvaxinn og hnellinn með sterka drætti í andlit- inu og dökkbrúnn á hörund. — Þér gerið mér mikinn greiða, sagði hann á ágætri ensku, þegar ég gekk með honum. — Ég er for- stjóri fyrirtækis, það er mjög gam- alt og gott fyrirtæki. Ég tók við því af föður mínum og hann af föður sínum. Þannig koll af kolli. Við seljum ilmvötn. Framleiðum þau líka. Skrifstofan er hér rétt hjá. Þér gerið mér mikinn heiður. Hann vatt sér allt í einu innúr dyrum og bað mig fylgja sér. Það var við stóra verzlunargötu og gluggi við hliðina á dyrunum með örsmáum glösum. Svo komum við inná skrifstofuna. Þar voru gler- skápar með aragrúa af ilmvatns- þessari heimsókn fyrst þér voruð svo kurteis að þiggja boðið. Ég ætla að gefa yður nokkur glös sem sýnishorn af framleiðslu fyrirtækis- ins. Hvað þóknast herranum, Lótus til dæmis? Eða Secret of the desert? Eða þetta hér? — Hann tíndi niður úr hillunum ekki færri en átta teg- undir. — Þetta er alltof mikil gestrisni, sagði ég. Aðeins eitt til minningar Tvöfalt CUDO-einangrunargler gegn kulda og hávaða. MERKIÐ SEM NÝTUR TRAUSTS ER euDð CXJDOaiiER iec.ibi SKÚLAGÖTU 26 — SÍMAR 12056, 20456. flöskum og útskorin húsgögn úr mjög dökkum við. — Sedrusviður frá Líbanon, mjög gömul húsgögn, sagði hann. Má bjóða yður sæti. Þjónn, kaffi fyrir tvo hingað á skrifstofuna. Þér vor- uð frá íslandi, ekki satt; nafn mitt er Sayed Hammed El-Gabry. Ilm- vatnskaupmaður eins og ég var bú- inn að segja yður. Þér sjáið fram- leiðsluna. Við höfum hér nokkur beztu ilmvötn heimsins. Lótus, til dæmis. Ekkert jafnast á við Lótus. Og „Leyndardóm eyðimerkurinn- ar“. Ég hef 125 ekrur lands undir blómum og 900 manns í vinnu. Kaff- ið, gjörið þér svo vel, — ÉG GEF YÐUR ÞETTA------------ Þjónninn rúllaði inn teborði úr flúruðum kopar og á því voru tveir litlir bollar með tyrknesku kaffi, bleksterku. Það var mjög bragð- gott. — Það var mjög óvænt ánægja að hitta mann þarna að norðan. Mig langar til þess að þér munið eftir um fyrirtæki yðar og þennan fund okkar. Ég er hæst ánægður með eitt. •—• Við höfum þau fimm, sagði hann, til þess að þér munið eftir okkur. Þér fáið fimm og aðeins á hálfvirði. Við skulum segja þrjú pund. — Hvað voruð þér að segja? — Fimm á hálfvirði. Þau kosta pund hvert, en þér fáið þau á þrjú. — Nújá, þetta eru einstök kjör, sagði ég og skildi nú tilganginn með boðinu. Óheppni, að ég skyldi skilja peningana eftir á hótelinu. Ég bjóst ekki við að verzla neitt. -— Eigum við að segja tvö glös á eitt pund? — Það kemur því miður fyrir sama. Ég er ekki með peninga á mér. Hann lauk úr bollanum og horfði nokkra stund á mig þegjandi. Sagði svo: — Lótus er beztur í heiminum. Eigum við ekki að segja tíu pjastra fyrir glasið. Ég stóð upp og þakkaði fyrir kaff- ið. Sagði, að nú biði allur hópurinn eftir mér heima á hótelinu. Hann gekk með mér út og hálfa leiðina og minntist nokkrum sinnum á tíu pjastra fyrir glasið, en ég eyddi því tali og við skildum við svo búið. VERÖLD SEM VAR. Þjóðminjasafnið í Cairó er ver- öld út af fyrir sig og aldrei hefði ég trúað því að óreyndu, að sú ver- öld væri svo stórkostleg og eftir- minnileg. Venjulega finnst mér þreytandi að skoða söfn. En innan um þessar fornu myndir gleymir maður tíma og rúmi. Ef til vill er augnaráð líkneskjanna sefjandi eða einhver máttugur og dularfullur andi ríkir meðal þessara minja. Þarna er heimur sem var. Faraóar sem ríktu fyrir fimm áraþúsundum, þeir sitja teinréttir með drottning- arnar sér við hlið og horfa með ó- ræðum svip fram í eilífðiha. Sumir eru með tvöfalda kórónu, tákn efra og neðra Egyptalands, sumir með veldistákn í höndum. Þeir hafa verið höggnir út í steininn í upphafinni tign; þannig komu þeir samtíman- um fyrir sjónir. Faraó var guðaætt- ar og enginn dauðlegur maður leyfði sér að ávarpa hann að fyrra bragði. Við hirð faraós voru mjög flóknir siðir og það þótti náð að fá að starfa fyrir hann. Til dæmis var það mikil virðingarstaða að vera forstöðumað- ur fyrir baðherbergi faraós. Menn fleygðu sér aflöngum á gólfið fram- an við hann og kysstu það. Aðeins mjög tignum mönnum leyfðist að kyssa skó faraós. Það sem við köll- um mildi, það var óþekkt hugtak. Fyrir smávægilegustu yfirsjónir var mönnum refsað með því að skera af þeim nefið og síðan voru þeir sendir í þrældóm til borgar hinna neflausu, sem var einhversstaðar norður í Sýrlandi. Það var Síbería þeirra tíma. HANDA HANS TIGN f EILÍFÐINNI-------- Drengur að nafni Tutankamon var búinn að vera faraó í nokkur ár, þegar hann lézt. Þá var hann 17 ára. Menn þykjast sjá, að hann hafi dáið úr berklum. Nema hann var grafinn með mikilli pragt suður í Konungadal og einhverra hluta vegna fékk gröf hans nokkurnveg- inn að vera í friði fyrir grafarræn ingjum. Það er mesti fornleifafundur í sögunni, þegar gröf hans fannst 1923. Þeir munir fylla marga sali í safninu í Cairó, gjörðir af dýrum viði, gulli og alabastur. Hvað mundi þá hafa verið lagt með þeim stóru og frægu faraóum, þegar svo mikið var haft við ungling eins og Tutankamon. Þarna er flest það sem Tutankamon var talinn þurfa í eilífðinni; margar gerðir af hús- gögnum, rúm og stólar með útskorn- um dýrshöfðum og klóm á fótun- um. Sumt svart, annað lagt gulli. Fegursti hluturinn fannst mér létti- vagn fyrir tvíæki, gullsleginn sem annað og mundi samsvara Ferrari sportbíl nú á dögum. Svo hefur hann haft eitt og annað til augna- yndis og skemmtunar í gröfinni; gimsteinaskrín með guðunum Isis — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.