Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 42
af sér. Er hann hafði komið sér sæmilega tryggilega fyrir, slöngvaði hann vaðnum þangað til lykkjan losnaði af nibbunni. Eftir að hafa undið vaðinn, hvíldi hann sig, þar til hann hafði losnað við svimann. Fleiri sprungur og fleiri fleinar. Þegar dimma tók sá hann hvergi votta fyrir syllu, sem hægt væri að hvila á. Hann eyddi því fimmtu nóttinni hangandi á vað — ekkert, sem hann gat hvílt fæturna á eða undir áhöldin, yfir 3,600 feta hyl- dýpi, festur af einum 4 þumlunga fleini, sem hafði verið rekinn eina tommu inn í fjallsvegginn! Örþreyta, hungur og áhyggjur hindruðu hann í að sofna. Næsti dagur rann upp. Allir í Montenvers fylgdust með Walter í sjónaukum. A eystri hlið Dru-fjalls- ins stilltu hinir þrír fjallgöngu- mennirnir talstöð sína kl. 8 f. h. „Montenvers kallar á Rope Charp- oua. Hvar eruð þið staddir?" „Við erum á stað, sem nefndur er Bréche“, heyrðist rödd eins fjall- göngumannanna segja óljóst. „Bon- atti getur ekki enn séð upp á tind- inn. Hann er um það bil 300 stikur frá honum. Hann er kominn hærra en við, hangir í vað — í 2000 feta fallhæð. Við erum í kallfæri. Hann segir, að hendurnar séu orðnar al- gerlega skinnlausar." LITLA sendistöðin hætti að senda. Önnur sending klukkan 9 f. h. „Rope Charpoua kallar á Montem vers. Bonatti er núna í glampandi sólskini byrjaður að klífa á nýjan leik — óhugnanlega hægt. Hann seg- ist vera öruggur um sjálfan sig, en við munum halda kyrru fyrir um stund og fara síðan upp á tindinn og reyna að láta einhvern mat síga niður til hans.“ Næsta skeyti var sent klukkan 10 f. h. „Montenvers kallar Rope Charp- oua. Nokkrar fréttir?“ Þögn, en svo kom svar, sem skaut öllum skelk í bringu: „Hann er að klífa upp skáhalla sprungu, en við vitum ekki hvernig hann kemst út úr henni. Hann stefn- ir í rauðan dauðann. Lítið þið í sjónaukana og segið okkur svo, hvort hann á að halda til hægri eða vinstri.“ Frægur Alpa-leiðsögumaður sá Walter gegnum sjónauka sinn, þar sem hann mjakaðist áfram eins og jötunuxi. Bergið var eins og fægður rauður marmari. Engar rifur fyrir fleina. Toussaint tók upp sendi- tækið. „Við sjáum hann,“ sagði hann. „Segið honum að okkur finnist hann eigi að fara til vinstri og reyna að fara yfir vestur-hliðina. Segið hon- um ennfremur, að þetta líti út fyrir að vera mjög erfið leið, en samt skárri en sú til hægri.“ Klukkan 10.20 kom annað skeyti: „Rope Charpou kallar Monten- vers. Við komum skilaboðunum á leiðis. Vonandi hefur hann skilið þau. Við ætlum að láta okkur síga af tindinum niður til hans í tvöfalda vaðnum. Hann á aðeins 150 fet 6- upp ísaðan vegginn og byrjaði að fikra sig upp. ísinn særði blöðrum- ar í lófum hans. Bakið var stirt og aumt. En Walter hélt áfram, því að ef hann hefði hvílt sig, hefði við- námsþrek hans þorrið og hann hrap- að niður. Hann fann mjóa syllu í 50 feta hæð og hvíldi sig þar þangað til skilningarvitin höfðu jafnað sig og hætt var að suða fyrir eyrunum. Ekki var tími til að hugsa um svengd. Aðeins til að hífa sjálfan sig og bakpokann upp sprunguna. Hann hafði ekki komizt nema 250 fet þann dag. Eftir að hafa fundið stað, þar sem hann hugðist sofa, opnaði hann mal- inn sinn og ætlaði að fá sér bita. Flaskan með brennsluspíritusinum hafði brotnað og eyðilagt brauðið og ostana. Hann var búinn að borða kjötið, svo nú var ekki eftir annað af nestinu en útþynnt koníakið og mikill hluti þess þegar búinn. Þegar hann sofnaði bundinn við bergið, skall stormurinn á. Elding- arnar glömpuðu og leiftruðu allt í kringum hann. Stakkurinn, sem var deigur, þegar hann hafði smeygt sér í hann, var nú stíf-frosinn. Him- inninn var svartur og engin ljós vora sýnileg frá dalnum. Rafgeym- arnir í ljósmerkjaáhaldi hans voru orðnir of orkulitlir til að hægt væri að senda merki með þeim. Næsti dagur rann upp heiður og kaldur. Fólkið í Montenvers sá glytta í rauðu, þykku sokkana og bláa stakkinn hans Walters gegn- um sjónauka. Stundum hvarf hann í djúpa sprungu, og svo kom hann aftur í ljós. Kuldinn nísti særða lófana. Er liðið var á daginn byrjaði hann að klífa Placcha Rosse — en rauð- leit berglög þess virtust skaga út í loftið. Fleinar . . . Tréfleygar . . . Smellilykkjur ... Þumlung eftir þumlung upp á við . .. Þeir, sem fylgdust með Walter í sjónaukum, furðuðu sig á líkams- þreki hans. Walter batt sig við fjall- ið og þraukaði af aðra nótt matar- laus í snjó og slyddu. Nú var ljós- merkjatæki hans aftur komið í lag, og hann sendi veikt merki: „Allt í lagi“. Fjórðu nóttina reyndi hann með miklum erfiðismunum að sofna, þar sem hann hékk í lausu lofti í 1,000 feta fjarlægð frá toppi Dru-fjallsins. SVO rann upp fimmti dagurinn, bjartur og kaldur. Klukkustundir til að mjakast fáar stikur upp á við. Síðustu 100 fetin yfir þetta klettabelti voru næstum því ófær yfirferðar. Laust eftir hádegi flaug lítil flug- vél í námunda við hann. Hann hélt í fyrstu, að þetta væri flugvél með farþega, en hún sveimaði innan 100 feta, fór hringi, en sveif síðan burtu með uppstreyminu við Petit Dra. Bonnatti var of önnum kafinn við að klífa djúpa gjá til að reyna að gefa flugmanninum merki. Hinir risavöxnu, rauðu hamrar virtust ætla að bera sigurorð af honum. Hann kleif niður lóðrétta sprungu, losaði sig við bakpokann og fetaði sig eftir örmjórri syllu. Andvari hefði getað þeytt honum af syll- unni. Þegar hann kom fyrir horn, sá hann leið, en sú var háskaleg mjög. Hann fálmaði til hægri meðfram klettaveggnum og rak flein í rifu. Fyrir neðan fleininn gein þúsund feta hyldýpi. Walter hugaði að á- höldum sínum og hélt svo áfram. Hann batt endann á nylon-vaðn- um við fleininn og lét sig síga um það bil 15 fet niður eftir vaðnum. Þar sem hann hékk þarna í lausu lofti, bjó hann til nokkurs konar slöngvu úr öðrum vaðnum. Ekk- ert var fyrir neðan hann nema þok- an og dalurinn í óra fjarlægð. Um 20 fet til hægri fyrir ofan hann var nibba, er virtist traust. Hann reyndi að snara hana með slöngvunni. Það tókst ekki. Hann reyndi aftur og mistókst. í sjöundu eða áttundu tilraun heppnaðist það loksins. Hann kippti aftur í slöngvuvað- inn. Hann virtist öruggur. Klöppin skagaði um það bil 15 fet út. Walter ætlaði að sveifla sér að kletti, sem var í nærri 50 feta fjarlægð, hinum megin gjárinnar. Fólkið í Montenvers, sem fylgdist með Walter í sjónaukum, var skelf- ingu lostið, þegar það gerði sér ljóst, hvað hann ætlaðist fyrir. Með slöngvuna í hendinni klifraði Waltar aftur upp vaðinn. Efst opn- aði hann smellilykkjuna varlega og þræddi slöngvuna gegnum hana. Síðan læsti hann lykkjunni um báða vaðina. Því næst batt hann slöngvu- vaðinn tvöfaldann um brjóstkassann og gekk tryggilega frá endanum. Þannig hékk hann í slöngvuvaðnum, sem var þræddur gegnum smelli- lykkjuna. Aftur opnaði hann lykkjuna til þess að losa slöngvuvaðinn af flein- inum —- hann dró djúpt andann og lét skeika að sköpuðu. Eins og dingull sveiflaðist hann yfir gjánni, með aðra höndina lausa. Hann sveiflaði sér í áttina til kletts- ins, reyndi að ná taki, en mistókst. Hann hafði ekki sveiflað sér nógu langt. Hann sveif til baka og reyndi síðan á nýjan leik. Enn var hraðinn of lítill. Og enn sveiflaðist hann til baka og reyndi síðan í þriðja skipti, og þá heppnaðist það. Hann náði taki á hrjúfum klettinum, síðan einnig fótfestu, og þá losaði hann vaðinn ^2 — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.