Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 44
Framleiðandi: Helgi Einarsson. Húsgögnin eru smíðuð úr teak og eik. Híbýlaprýði Þessi fögru og stíl- hreinu borðstofuhús- gögn eru sannkölluð híbýlaprýði. * Húsgögnin eru teikn- uð af hinum þekkta arkitekt Sigvalda Thordarson. HALLARMÚLA — SÍMI 38177. og barnið mundi skilja augnaráS þeirra. Michael liafði sleppt henni og hjálpaði henni að rísa á fætur. Hann strauk grasið úr liári hennar og af fötunum með mjúkum hönd- um. Hún hafði aftur farið að laga pelargoniurnar, örugg og ör í vissunni um að elska og vera elsk- uð. Þessi síðdegisstund liafði verið fullkomin hamingjústund, og augu Christine fylltust af tárum, þegar hún hugsaði um það. Aldrei höfðu þau átt slíkan dag, siðan þau fluttu hingað. Hún starði út um gluggann á rykuga garðana í kring og hugs- aði. — En hvað allt liefur breytzt. En hún vissi, að hún var líka orð- in önnur — hið ytra. Ég er að leika, liugsaði liún. Ég er mamman, sem er of upptekin til að ala upp barnið silt. Ég er liin rólega, töfrandi húsfreyja, sem hlustar með athygli á gestina, hlær og slær þeim gullhamra — en óskar sér langrar leiðir burt á meðan. Hún tók bláu siðbuxurnar og blússuna og lagði það til hliðar. Um leið lagði hún minninguna um fortíðina líka til hliðar, og hafði það einhvern veginn á tilfinning- ingunni, að hún hefði svikið Mic- hael. Var það ekki einmitt þetta, sem hann hafði lagt svo mikið að sér til að fá — fyrir þau bæði? Var það ekki þetta líf, sem þau höfðu óskað sér? Christine sá strax hvernig boðið hjá Deliu var. Ég verð hér ekki lengi, hét hún sjálfri sér. Ég fer heim og fer í eitt skipti snemma að sofa. Hún stóð um stund í dyrunum og hlustaði á fleiprið eins og í páfagaukmn. Hún horfði yfir fólk- ið og hugsaði, að þó að enginn þeirra, sem þarna voru, mundu nokkurn tíma sjást aftur, stæði öll- um nákvæmlega á sama. Maðurinn, sem stóð hjá Delíu var feitur og allur á hjólum. Þung ilmvatnslykt umlukti Christine þegar hún nálgaðist Deliu. Hér var Delia i essinu sinu, með glas í annarri hendi og aðdáanda á hina hliðina. Kjóllinn hennar var rauöur og beinaberir bandleggirnir hlaðnir armböndum. Hún lék á als oddi, en kæti hennar var uppgerðarleg og ef vel var gáð, mátti sjá óttann við ald- urinn og einmanaleikann i augum hennar. — Velkomin, elskan min! Var- ir Deliu strukust við vanga hennar- En gaman, að þú skyldir koma. Hefurðu séð annan eins hóp? Christine gekk áfram. Hún heils- aði fólki, sem hún þekkti og dreypti á drykk, sem bragðaðist illa. Einhver sagði: -— Christine, þetta er Patrick Silford. Síðan þú komst, liefur hann ekki talað urn annað en að verða kynntur fyrir þér. Með leikni kvennamannsins kom hann henni út i horn og króaði hana þar af. Christine fannst hann minna á slöngu og hún kipraði sig saman af viðbjóði. Hann færði sig nær henni. — Þér hljótið að vita, hve falleg- ar þér eruð, sagði hann. — Já, ég veit það, sagði Christ- ine..-—- Ég er líka sérkennileg. Hann þagnaði þó að varir hans hefðu verið tilbúnar með næstu gullbamra. Hann hrukkaði ennið. Hún hafði tekið fram i fyrir hon- um, það átti ekki heima í leiknum. Venjulega drukku þær í sig livert orð, stundum feimnar og eins og á móti vilja sínum, stundum djarf- ar og ákafar — en þær tóku aldrei fram í fyrir honum. Hann leit á konuna hjá sér — enginn í salnum stóð henni á sporði. — Sérkennileg, hvernig þá? sagði hann. Hún brosti til hans. — í þessu boði er ég eins og fiskur á þurru landi. Sjáið þér til, ég hef verið gift sama manninum í tiu ár, og ég kann ágætlega við það. Svo smeygði hún sér fram hjá honum og leitaði að Deliu. — Elskan mín, þú mátt ekki fara strax! hrópaði Delia. — Þetta virð- ist ætla að verða ágætt kvöld. Gestirnir fara sjálfsagt ekki fyrr en undir morgun. Nóttin yrði ekki eins löng og dimm fyrir Deliu, ef hún gæti teygt boðið fram til morg- uns, hugsaði Christine. Hún kyssti rauðan vanga Deliu og vorkenndi henni allt i einu. Þegar hún fór út, tók hún eftir þvi, að Patrick Silford hafði þegar fundið eftir- mann hennar. Þegar hún steig út úr bílnum, sá hún, að hún hafði gleymt að slökkva í stofunni. Ljósið myndaði skugga eins og grindur á grasflöt- inni. Fangelsisgrindur, hugsaði Christ- ine bitur. Fangelsið mitt, gyllta búr- ið mitt . . . Húsið var tómt og eyðilegt án Michaels. Hún gekk upp í herberg- ið sitt og háttaði. Hún settist við snyrtiborðið og horfði á hárið á sér. Það var ekki lengur hægt að sjá, að hún liefði verið i hárgreiðslu í dag, en hún treysti sér ekki einu sinni til að taka upp hárburstann. Þá heyrði hún að hurðinni var skellt niðri og rétt á eftir sá hún í speglinum að Michael stóð bak við hana. — Nú, þú komst þá heim, sagði hún utan við sig. Hann laut að henni og kyssti hana á kinnina. Rödd hans var kæruleysisleg, eins og liann vænti ekki svars, þegar hann spurði: — Hefurðu haft það gott? Hún leit á hann í laumi og sá, að hann horfði rannsakandi á liana. Svo leit hann burt og hún spurði: —- Hefurðu fengið nokkuð að || — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.