Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 45
borða? og gekk á undan lionum fram. — Komdu og setztu hjá mér, Christine. Ég þarf að tala dálitið við þig. Hann hellti í glös fyrir þau bæði og svipur hans var þreytu- legur. Óttinn læsti sig um huga Christ- ini. Reyndar veiztu ekki hvað hinn dásamlegi eiginmaffur þinn affhefst á þessari dularfullu ferð sinni.... Nei, liugsaði hún, þetta má ekki koma fyrir oltkur. Ekki fyrir Mic- hael og mig. Kannski liöfum við fjarlægzt hvort annað, en enn elsk- umst við. Hann rétti henni kristalglasið og ismolarnir glömruðu í þvi. Hún sá loftbólurnar stíga upp, bresta og hverfa. Hefur lijónaband mitt ekki verið annað en loftbóla? liugsaði bún sorgbitin. — Christine? Hún reif sig með valdi upp af hugsunum sínum. Ég elslta þig, hugsaði hún, en nú lief ég misst þig. Nú segir hann það. .—• Þú manst, að ég sagði þér frá ráðagerðum um sameiningu fyrir- tækisins við annað fyrirtæki. Þetta hefur tekizt og samningarnir eru þegar undirritaðir. Reksturinn verður nú miklu umfangsmeiri en áður og ég hef verið beðinn að verða forstjóri fyrir því öllu. Hún reyndi að hafa hugann við frásögn hans, en ekkert komst fyr- ir í huga hennar annað en það, að þá hefði hann ekki fundið aðra konu. Hún varð svo glöð, að henni fannst hún næstum drukkin. Hann spurði: — Heyrðirðu það, sem ég var að segja? — Já . . . Þú . . . ertu þá ekki glaður? — Þú veizt, að ég á mörg hluta- bréf í fyrirtækinu? — Hlutabréf? . . . hún reyndi að sýnast róleg, meðan liún liugsaði aðeins um það, að hún elskaði hann. — Hlutabréf? Já, það veit ég- — Ef ég seldi þau, yrði það mik- il upphæð. Hún þvingaði sig til að hlusta á hann. — Seldir? — Já, seldi þau. Hætti í fyrir- tækinu. Hún leit undrandi á hann. — En Michael, þú hefur unnið svo lengi að þessu. Þú hefur eytt öllum stundum í það, öllu þínu lifi. — Það er nú einmitt það, sem er að. — Hvað meinarðu? Hann kveikti sér í sigarettu og horfði á reykinn — Einu sinni hefurðu aldrei farið i boð án mín. Þú niundir hafa fyrirlitið konu eins og Deliu, með alla sína . . . karl- menn. — Ef þú seldir hlutabréfin og hættir hjá fyrirtækinu, hvað mundurðu þá gera? Hann stóð upp og fór að ganga eirðarlaus um gólf, eins og Ijón í búri. Svo stanzaði hann fyrir fram- an hana. Svipur lians var i senn þrjózkur og eftirvæntingarfullur. .— Christine, ég fór i dag til Somerset til þess að lita á búgarð, eiginlega lítinn bóndabæ. Ég var að hugsa um að kaupa hann og ala þar upp kynbótakýr. —- ó, en þú veizt ekkert um kýr, sagði hún ringluð. — Nei, en geti maður komizt áfram á einu sviði, er það sjálf- sagt liægt á öðrum vettvangi. Þau horfðu þögul hvort á annað og svo sagði liann í örvæntingu: — Christine, ég vil komast burt úr þessari borg og frá þvi, sem er að eyðileggja hjónaband okkar. Ég vil fá Sheilu heim aftur. Ég . . . ég vil eignast annað barn, Christine. Nei, gráttu ekki, elskan min! Tárin runnu niður vanga henn- ar og féllu niður í glasið og á sóf- ann, þar sem þau mynduðu dökka bletti á dýru damaskinu. Hún fálmaði eftir vasaklútnum lians. — Vertu alveg róleg, elskan mín, sagði hann. —■ Ég hef ekkert ákveðið ennþá. Ég sagði, að ég yrði að fala við þig fyrst. Þetta er ekki siður þitt lif. Hann reyndi að leyna vonbrigð- um sínum. — Þú hefur breytzt svo mikið — þú átt orðið svo vel heima í þessu umhverfi. Það væri ef til vill ekki rétt af mér, að reyna að fá þig til að flytja til Somer- set. — Hann reyndi að hugga hana eins og barn. Loks hvíslaði hún: — Ég verð að fara og þvo af mér tárin . . . Michael fyllti glasið sitt og gekk út að gluganum. Hann horfði út í myrkrið og augu hans voru þreytu- leg og vonsvikin. Hún var lengi frammi og hann fór að velta því fyrir sér, hvort hún he'fði sofnað. Hann setti glas- ið frá sér og gekk út í forstofuna. Christine kom niður stigann. Michael ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Hún var berfætt og hafði burst- að hárið þar til það lá slétt og mjúkt niður á herðar. Hún hljóp í fang hans og hún var i bláum, slitnum síðbuxum og upplitaðri bómullarblússu. Hann lyfti henni upp og sveifl- aði henni í hring svo að teppin flugu í allar áttir. Og húsið ómaðj af hlátri ungra og ástfanginna hjóna. í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. til tveggja stráklinga, á að gizka um fermingu, þar sem þeir voru að reyna að komast inn í einn þess- ara bústaða. Annar þeirra var með skátahatt lafandi aftur á baki. Þegar þessir göfugu skátar urðu manna- ferða varir, tóku þeir á rás úr leið og hurfu upp holtið ofan við sumar- bústaðina. Hið merkilega er, að ekki langt frá þessum stað er annað sumar- bústaðahverfi. Það er ekki í leið upp að skátaskálanum, og svo und- arlega ber við, að þar hefur aldrei verið brotizt inn. Það er því ekki að undra, þótt eigendur þessara hart leiknu bústaða líti illu auga til lýðsins, sem hópast kringum skála þessarar göfugu reglu. Að því er sá sem þetta ritar bezt veit, hefur verið kvartað undan þessum ágangi til forráðamanna skátafélagsskaparins, en fengizt þau ein svör, að þetta gætu ekki verið skátar. Svona höguðu skátar sér ekki, og það gæti ekki komið til greina. Sama, þótt til þeirra hefði sézt og þeir jafnvel náðst. Kannski eru skátar ekki skátar, þegar þeir gera eitthvað rangt. Kannski eru skátar aðeins skátar, þegar þeir sitja kringum mektuga varðelda á Þingvöllum og frú Baden-Powell horfir á. Ef það eru ekki skátar, sem standa fyrir þessum innbrotum, verða þeir að hreinsa sig af þeim grun. Og það er ekki nóg, að ekki sé hægt að færa fram neinar sannanir, þeir verða að sanna það, að þeir hafi ekki gert það. Og það er þeirra að sanna það. Þangað til liggja þeir undir grun. Jafnvel þótt það sé yfirlýst, að skátar geri aldrei neitt rangt og segi aldrei ósatt. * Bréfasfcipti Við konu á aldrinum 45—48 ára: Asgrímur Þorsteinsson, Aðalstræti 74, Akureyri. Við pilta 16—18 ára: Guðrún Stef- ánsd., Húsmæðraskólanum Löngu- mýri, Skagafirði. Við stúlkur 13—14 ára: Jón Thor- arensen, - Agúst Gíslason, Skóga- skóla, A.-Eyjafjöllum, Rang. Við pilta 15—17 ára: Guðlaug Her- mannsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Guðrún Grímsdóttir, Kristín Eyj- ólfsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Theodóra Ingvarsdóttir, Héraðs- skólanum Laugarvatni, Árn. Við pilta 16—18 ára: Hildur Sverris- dóttir, Anna Valgarðsdóttir, Sig- urhanna Olafsdóttir, Húsmæðra- skólanum, Löngumýri, Skagafirði. Við pilt eða stúlku 11—13 ára: Kjartan Stefánsson, Túngötu 43, Siglufirði. Við pilta eða stúlkur 15—16 ára: Kristín Olafsdóttir, Dagný Þor- geirsdóttir, Hrafnhildur Jóhann- esdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Héraðsskólanum Núpi, Dýrafirði. Við pilta og stúlkur 15—18 ára — mynd fylgi: Margrét Sigurmonds- dóttir, María Gunnarsd., Löngu- mýri, Skagafirði. Við pilta 18—25 ára — mynd fylgi: Þórey Helgadóttir, Björk Sigurð- ardóttir, Löngumýri, Skagafirði. Við stúlku 13—14 ára: Þorvarður Jónsson, Efra-Sogi, Grafningi, Árnessýslu. Við pilta 17—21 árs: Margrét Bene- diktsdóttir, Reykholti, Borgarf. Við pilta 15—17 ára: Karólína Bene- diktsd., Reykholti, Borgarfirði. Við pilt eða stúlku 12—14 ára: Sig- rún Pétursdóttir, Sólvallagötu 42, Keflavík. Robyn Tolhurst, 1805 Rosebury Ave, West Vancouver, B.C. 15 ára göm- ul, óskar að komast í bréfaskipti við ungt fólk á íslandi, sem hefur áhuga fyrir tónlist og frímerkj- um. Carol Friesen, Delisle, Saskatc- hewan, 16 ára gömul, óskar eftir bréfaskiptum við fslendinga á svipuðum aldri. Ragnhild Sælthun, Ljösne Lærdal, Norge, óskar eftir bréfaskiptum við íslendinga, sem hafa áhuga fyrir tónlist, náttúrunni og dýrum (einkum hestum), íþróttum og „ýmsu öðru“. Ragnhild er 15 ára gömul. Johann Torzicky, Wien, Höm- esgasse 16, Austerreich, 18 ára gamall, hefur verið á fslandi og skrifar íslenzku, óskar að skrifast á við 14—20 ára íslenzkar stúlkur. Thomas R. Jones, 701 N. Sheridon, Tulsa 15, Oklahoma, U.S.A., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur 18—26 ára. — Viltu skrifa mér? spyr Ritva Helminen, Kuhmalahtikk, Finn- land, og stílar kortið sitt til stúlkna 13—15 ára í Reykjavík. Sjálf er hún 14 ára og biður um, að mynd fylgi bréfinu. VIKAN 15. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.