Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 47
Dægur óttans. Framhald af bls. 29. hring upp mót stjömuhimni Man- hattans. „En ég get líka haldið þekk- ingu minni í læknisfræði við. Ég skal trúa þér fyrir leyndarmáli, Dale. Jafnskjótt og ég get því við komið, sting ég af og gerist læknir í almenn- ings þágu úti á landi.“ Jafnvel þarna í rökkrinu sá Dale, að harður vangasvipur Andys mildaðist eitt- hvað, við að hugsa um þetta. „Ef þig langar til, þá skal ég gjarnan taka þig með mér. Ég hef grun um, að þú sért líka hugsjónamaður." „Þú ætlar mér þó ekki að trúa því, að það sé enn Florida, sem er að ginna þig til sín?“ „Draumaland æsku minnar — jú, hvað annað? Að hugsa sér, að þú skulir muna, að ég er fæddur undir bláum himni Florida." Hann fann, að óttinn, sem á hann leitaði, minnkaði með hverju orði, sem hann sagði. „Það er lítill bær við Mexíkóflóa, sem þú hefur aldrei heyrt getið. Hann angar af terp- entínu og slori, 0g hefur alltaf haft nóg að bíta og brenna. Bróðir minn er prestur þar. Við reisum sjúkrahús við hliðina á kirkjunni hans. Hann sér fyrir þörfum sálarinnar, en ég hugsa um skrokkinn. Við eigum að starfa saman — það er mikilvæg- asta atriðið. Og börnin mín eiga að alast upp þarna við sjóinn, innan um almennilegt fólk.“ „Og fá svo að svelta heilu hungri í þokkabót." „Nei, enginn sveltur í þeim hluta Florida. Náttúran sér fyrir því.“ Dale sló öskuna af sígarettu sinni. „Er þetta aðeins draumur, eða er það gerhugsuð ákvörðun?“ „Ég veit það ekki einu sinni sjálf- ur. Ég held, að þetta sé í fyrsta skipti, sem ég hef sagt nokkrum frá þessu.“ Andy opnaði bruna- varnahurðina og þeir gengu aftur inn í sj úkrahúsbygginguna. Af göml- um vana lækkuðu þeir róminn. „Kannski verður þessi draumur gleymdur strax á morgun. Það get- ur einnig verið, að ég flytjist með sjúkrahúsinu til hins fína hluta borgarinnar og gangi í lið með hin- um montrössunum og snobbunum á Park Avenue.“ „Með eða án Patriciu Reed?“ Andy leit sem snöggvast á arm- bandsúrið sitt. „Nú, þú hefur frétt, að hún vilji hressa upp á mig með milljónunum sínum, ef ég vil þiggja þær! Ég gerði ráð fyrir, að það mundi spyrjast fljótlega." „Ætlar þú að heimsækja þenna fagra sjúkling þinn núna?“ „Já, þegar ég hef skroppið í skyndiferð um deildina. Það er víst það minnsta, sem ég get gert, úr því að ég er læknir hennar." „Og ég verð að taka til við brennda líkið í líkskurðarstofunni,“ mælti Dale. „Hefur þú löngun til að líta inn til mín síðar?“ „Já, ég skýzt til þín og fæ mér bjór, ef ekkert kemur fyrir, sem hindrar það.“ Andy gekk löngum en kvikum skrefum í áttina til handlækninga- deildarinnar. Nú var hann allt í einu orðinn gramur yfir að hafa talað um framtíðardraum sinn. Rétt var það að menn voru alltaf dáðir fyrir að vera hugsjónamenn, en nær von- laust var að gera grein fyrir slíkri afstöðu með hagrænum, einföldum lýsingum — jafnvel gagnvart Dale. Hvað skyldi Patricia Reed annars að hafa það á tilfinningunni, að mað- ur sé farinn að aka hratt, verður að aka með annað augað á hraða- mælinum. Það fer mjög vel um mann undir stýri, og allt sem með þarf til stjórnar er alveg við hönd- ina, svo á betra verður ekki kosið. Stefnuljósarofinn er á sínum stað, K Á P U R eru framleiddar í eftirtöldum gerðum: ULLARKÁPUR m. loðskinni TERELYNEKÁPUR RÚSKINNSKÁPUR NAPPASKINNSKÁPUR FATASKINNSKÁPUR og DELT A-FERMIN G ARKÁPUR án eða með loðskinni. DELTA ER ÞAÐ BEZTA ma segja, ef hann bæði hennar á þeim forsendum? Það lá við, að hann skellti upp úr. Framhald i næsta hlaSi. SIMCA 1000. Framhald at hls. 9. landsins. En þegar út fyrir bæinn kom, fóru að renna á mig tvær grímur. Kannski væri hann ekki eins heppilegur konubíll og ég hélt fyrst. Því konurnar hafa fengið orð fyrir að kunna sér lítið hóf í hraða, og 70 km hraði á þessum bíl finnst manni alls enginn hraði. Til þess að fara ekki miklu hærra, án þess og fyrir neðan hann annar armur, þar sem stjórnað er ljósaskipting- um. Rofar fyrir ljós og þurrku eru á stýrisleggnum, og þar er líka skiptir fyrir flautuna. Þar er skipt um hljóð eftir því hvort flautað er á nótt eða degi, dempað, mjúkt hljóð fyrir nóttina en hávært og krefjandi fyrir daginn. Innsogið er við hliðina á handbremsunni milli sætanna — hann verður að hafa það nokkuð lengi eftir gangsetningu. Galli er það óneitanlega, þegar haft er í huga, hve mikið Reykvíkingar nota bíla sína á stuttum vegalengdum með löngu millibili. Gírstöngin er í gólf- inu, svarar vel og þægilega, gírarnir fjórir eru allir samstilltir. Aftast í bílnum ólmast 45 hestar, sem ekki þurfa nema svona 8 lítra fyrir hverja 100 kílómetra, og heyrist lítið í þeim fram í bílinn. Þrátt fyrir það, að þessi bíll kost- ar ekki nema tæplega 125 þúsund krónur, er hann fjögurra dyra, fimm manna, og vel rúmgóður, bæði aftur í og fram í. Að aftan er sófi eins og tíðkast, og aðskildir, stillanlegir stólar að framan. Hurðirnar opnast vel og er auðvelt að fara inn í bíl- inn og út úr honum, hvorum megin sem er. Allur frágangur á bílnum er smekklegur, og maður hefur það á tilfinningunni, að þessi bíll hrist- ist ekki svo glatt í sundur. Enda er reynslan sú af Simca-bílunum — og reyndar flestum frönskum bíl- um, — að í þeim er mjög sterkt og gott stál. Mælaborðið er svart og matt, með hanzkahólfi hægra megin, en benzín- mæli og hraðamæli framan við öku- mann. Aðrir mælar eru ekki, en ljós í þeirra stað. Eini takkinn í borðinu er fyrir rúðusprautu. Svo undarlega ber við, að kveikjulásinn er ekki með lykli, nema það sé pantað sem aukaútbúnaður, og þá er stýrislás í sambandi við hann líka. Miðstöð er standard í Simca 1000, kraftmikil og góð. Þegar ég leit ofan í vélarhúsið, brá mér heldur í brún. Þar var allt fulit af smásteinum og sandi. Þetta vegarefni hefur kastast undan aft- urhjólunum upp á vélina, svo það virðist brýn nauðsyn að hafa „drullusokka" á þessum bíl. Nema þetta verði endurbætt mjög fljót- lega. Farangursrýmið er að framan og all sæmilega rúmgott, þó ekki rúmi það jafnmikið og keppinauturinn Renault Dauphine. En Simca 1000 hefur yfirburði yfir Volkswagen hvað farangursrúmið snertir. Það verður áreiðanlega enginn svikinn, þótt hann gefi Simca 1000 verðugan gaum, þegar hann fer að bollaleggja bílakaup. sh. PEYSUR. Framhald af bls. 19. til * umferðina á enda og endið með 2 1. br. og 2 1. sl. 6. umf.: eins og 4. umf. 7. umf.: eins og 5. umf. 8. umf.: brugðin. Endurtakið nú þessar 8 umferðir til skiptis og myndið þannig mynztrið. Bakstykki: Fitjið upp 80 (84) 88 1. og prj. stuðlaprjón 1 1. sl. og 1 1. br. 4 cm. Aukið út með jöfnu milli- bili í síðustu stuðlaprjónsumferðinni þar til lykkjurnar verða 96. Prjónið síðan mynztur og aukið út 1 1. báðum megin með 2ja cm millibili 0 (2) 4 sinnum. Þegar stykkið frá uppfitjun mælist 13 (14) 15 cm er fellt af fyrir ermum 5, 2, 2, 2 (5, 2, 2, 2) 5, 2, 2, 1 1. og eftir 23 (25) 27 cm (einnig mælt frá upp- fitjun) er fellt af fyrir öxlum, fyrst 4 (5) 3 1. og síðan 4 (4) 5 1. í byrjun hverrar umferðar þar til 34 (36) 38 1. eru eftir. Fellið af. Framstykki: Prjónið eins og bak- VIKAN 15. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.