Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 50
Dagstofusett Stakir stólar Svefnsófar Svefnbekkír Svefnstólar BOLSTRUN ASGRIMS JL Bergstaðastræti 2 „Oh, lala ...“ „Það er bezt að ég játi það hrein- skilnislega, að ég var að drepast úr forvitni. Ég kom því hingað til þess að sjá þá göfugu frú, sem unnið hefur hjarta þitt“, sagði Marion hæðnislega, um leið og hún virti allar þær konur, sem stigu inn í lestina, fyrir sér af náinni athygli. Frank gat ekki að sér gert að hlæja. Já, konur eru kynlegar verur, hugs- aði hann, þarna hafði hin morgun- svæfa Marion rifið sig fram úr klukkan sjö, eingöngu til að sjá Pearl, sem var svo alls ekki í París. „Af stað ... af stað . ..“ hrópaði lestarþjónn af öllum sínum suðræna ofsa. „Vertu sæl, Marion". Og Frank tók til fótanna. „Hver er það?“ kallaði hún á eftir honum. Þá náði glettnin tökum á honum. Hann virti í skyndi fyrir sér þær konur, sem voru að stíga inn í lestina, kom auga á eina sérlega ófríða, miðaldra en mjög ríkmann- lega klædda. Hann lyfti hattinum hæversklega og hjálpaði henni upp þrepin, gekk næst henni, leit laumu- lega um öxl og deplaði augum til Marions, sem stóð þarna og glápti á eftir þeim. Lestin ók af stað. „Nú var Marion í sjöunda himni“, hugsaði hann. „Nú trúir hún því statt og stöðugt að ég sé kvæntur þessari kerlingu.“ Og hann var aftur í sólskinsskapi. Stundarkorni síðar var hann raun- ar kynntur fyrir kerlu. Það var í veitingavagninum um morgunverð- arleytið. Það reyndist þá vera fræg, brezk skáldkona á leið til Bandaríkj- anna í fyrirlestraferð. Hún var and- rík og skemmtileg, og Frank skýrði henni frá því að eiginkona sín væri þegar komin um borð í „Berengar- ia“, og kvaðst þess fullviss að kona Nivea inniheldur Eucerit — eíni skylt húðlitunm — frá þvi stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andlitið að kveldi: Þá verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látlð NrVEA fuUkomna raksturinn. ' Hi,vea sín mundi fagna því að fá svo kunn- an og heillandi ferðafélaga. Það var hlýtt og notalegt þarna í veitinga- vagninum, en nokkur háreysti; margir heilsuðu honum með nafni; kunningjar að vestan ■— það var líkast því að vera kominn heim. Tveir af þessum kunningjum hans fylgdust síðan með honum inn í klefa hans, annar þeirra haf ði skozkt viský meðferðis og þar sátu þeir og röbbuðu um verðbréf og kauphallar- viðskipti. Þó að ekki væru liðnar nema þrjár klukkustundir frá því að Frank og Evelyn kvöddust, skildi þau eilífð að og hann var þegar kominn í annan hluta heims. Það var rétt svo að henni brá fyrir í svip, bljúgri og blíðri, þegar annar kunningjanna fór að segja frá heldur óhrjálegum ævintýrum sínum í París. Frank gat ekki annað en dáðst að því hve skynsöm Evelyn var. Ekki að halda við lýði því, sem þegar var lokið. Ekkert heimilisfang, engin bréfaviðskipti, sem gátu komið sér illa, engin angurblíð blekking. Það, sem fegurst var, þoldi hvorki upp- rifjun né endurtekningu. „Einu sinni kom ég til Bagdað“, sagði hann. „Dásamleg borg, að mér þótti, og í fimm löng ár þráði ég að mega koma þangað aftur. og svo rættist draumur minn, og aldrei hef ég orðið fyrir slíkum vonbrigðum. Austurlandaborg, eins og gerist og gengur, laukdaunn og ferðamanna- svindl. Nei, maður á hvergi að koma nema einu sinni...“ Kunningjarnir horfðu undrandi á hann, skildu ekki hvað hann var að fara. Svo fóru þeir að tala um stjóm- mál. Burt frá Evelyn, burt frá Evelyn. Lestin bar hann á burt frá Evelyn. Hann mundi ekki gleyma henni, en hann mundi ekki heldur hugsa um hana. Þó mundi hann kannski minn- ast hennar, þegar hann naut ann- arra kvenna. Um þetta leyti var hann milli svefns og vöku. Hann svaf fast, þeg- ar lestin nálgaðist ströndina og hús- in í Cherbourg komu í ljós. Hann var hress og endurnærður þegar hann steig út úr lestinni, loftið var hreint og þægilega svalt. Hann rudd- ist inn í tollskýlið, og þegar fullnægt var skoðun á farangrinum og öðrum formsatriðum, hraðaði hann sér sem leið lá eftir afgirtri gangbrautinni fram á hafnarbakkann, að stiganum. Allir þeir, sem hann hittu að máli, höfðu gert lélega viðskiptaferð til Evrópu í þetta skiptið, en það virt- ist ekki fá neitt á þá. Hann naut þess að anda að sér seltumettuðu loftinu, og sjá sjóinn freyða við stefnið, þegar hann var kominn um borð í bátinn, sem flutti farþegana um borð í hið glæsilega farþegaskip, sem beið úti á höfninni. Lúðrasveitin um borð í Bereng- eria fagnaði þeim með hornaþyt. Pearl stóð út við borðstokkinn. Hún var í hvítum kjól og með Ijósbláan hatt. Og Frank fékk hjartslátt, þegar hann leit eiginkonu sína eftir langan aðskilnað. Laugardagur. H Ú N . Það ók vagn eftir götunni úti fyr- ir, hófar hestsins skullu á steinlagn- ingunni, Frank hreyfði sig örlítið og andardrátturinn þyngdist — hann hafði víst vaknað við. Evelyn reyndi að liggja eins létt við barm hans og henni var unnt; hún var örþreytt, einkum í bakinu. Frank lyfti hendinni svo að hann gæti séð á armbandsúrið. Það skein á tölustafina á skífu þess í myrkrinu. Klukkan var að verða hálffimm, og sekúnduvísirinn æddi sinn hring. Evelyn hafði aldrei á ævi sinni verið svona þreytt; nei, ekki einu sinni eftir að Litlibróðir fæddist. Það var eins og hún hefði verið að klífa upp snarbratt fjall alla liðlanga nóttina, en runnið til baka í hverju spori, og aldrei komizt á tindinn. Og þó þráði hún Frank enn líkam- lega, þráði hann heitara en nokkru sinni fyrr þó að hún lægi við barm hans og og fyndi hann bifast undir vanga sér við hvert andartak; heit- ara en þegar hún var í Diisseldorfer- strasse og hann í París. Síðan voru liðin að minnsta kosti þúsund ár, að minnsta kosti var hún orðin þús- und árum eldri, og allt hafði stækk- að í hlutfalli við það í óravídd og hyldýpi fullnægingarinnar og ör- þreytunnar. Jafnvel rúmið virtist eins og heill heimur, veröld út af fyrir sig og fætur hennar og Franks voru fléttaðir saman, margar dag- leiðir í burtu. Nú hreyfði hann sig örlítið og gætilega og dró yfir þau sængina. Hún hafði ekki einu sinni veitt því athygli að hún lá allsnakin og með ekkert ofan á sér, og nú streymdi yllur um allan líkama hennar og fyllti hana ljúfri vel- líðan. Hún vissi að það var eins konar viðtekið mat — það kom meðal ann- ars fram í fjölmörgum ástasögum, em hún hafði lesið — að það, sem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.