Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 51
orðin var hversdagsleg, en að vísu ekki beinlínis óþægileg skylda í hjónabandinu,sem viðkomandi aðilar uppfylltu af gagnkvæmri hæversku, yrði samstundis ólýsanleg, ástríðu- þrungin sæla í örmum elskhuga eða ástkonu. Nú fyrst vissi Evelyn það af eigin raun, að þetta var ekki satt; það var fyrst í örmum þess, er maður elskaði, sem nautnin varð svo heit og sár, að hún olli fremur þjáningu en fögnuði; fullnægingin dauði frá sjálfum sér, en aðeins í svip, því að um leið og maður vakn- aði af henni, varð þráin sterkari, þorstinn ákafari en nokkru sinni fyrr. Þráin, sem einungis varð devfð, en aldrei uppfyllt, þorstinn, sem aldrei varð slökktur .. . Enn hefur það orðið uppvíst að ósannindum og blekkingu hugsaði hún með sér, og þetta „það“, var full- orðna fólkið, sem þóttist vita alla leyndardóma lífsins. Þótt einkenni- legt mætti virðast, fannst henni, frú Droste, sem var orðin tuttugu og sjö ára gömul og tveggja barna móð- ir, sem hún væri í rauninni full- orðin. Hún gat setið þögul stund- unum saman, án þess henni væri unnt að gera sér fyllilega grein fyrir því að hún væri ekki lengur litla telpan í bláa kjólnum, eins og hún hafði verið fyrir tuttugu árum. Enn voru það sömu augun, beinin, blóðið og hörundið, allt aðeins eilítið stærra og meira. Það voru sömu hlutirnir, sem hún hræddist, Evelyn, litla telpan, sem alltaf var einmana; Eve- lyn, sem skelfdist svo ótal margt, en var engu að síður hugrökk þegar á reyndi, því að hún duldi svo margt með sér og kvartaði aldrei eða æðr- aðist. A stundum fannst henni að blómin væru hugrakkari en ljónin. Ljónin öskra og verja sig með kjafti og klóm. En blómin gefa aldrei hljóð frá sér, hvaða meðferð, sem þau sæta; þau eru jafn þögul, þótt þau séu skorin af rót sinni og þeim blæði út í blómsturvösum og bíði bana. Þannig hafði rósunum á náttborðinu blætt út, Evelyn hafði fundið sótt- heita angan þeirra í vitum sér alla nóttina, og hún hugsaði sem svo, að aldrei framar mundi hún finna slílca angan, án þess að það minnti hana á Frank. Vofuandlit armbands- úrsins, gluggatjaldið, sem næturgol- an bærði, skuggamyndirnar á gólfi og veggjum unz slökkt var á götu- Ijóskerinu úti fyrir klukkan þrjú um nóttina — allt var þetta ógleym- anlegt og mikilvægt, eins og sú til- finning, sem það hafði vakið með henni er gómar hennar struku hár Franks í myrkrinu, eða þegar hún fann vöðva hans harðna og strengj- ast undir lófum sér. . . það var þetta, sem varðveittist í vitundinni og lifði þar sínu sjálfstæða lífi. Það var þetta, sem rifjaðist upp fyrir manni í dauðanum, hugsaði hún, og um leið þráði hún það að mega deyja ung og mega deyja sem fyrst. Langt líf heima í Diisseldorferstrasse og án Franks var svo vonlaust, að hún mátti ekki til þess hugsa. Líkami hennar hafði sameinazt líkama hans, órjúfanlega, eins og þegar tveir r í næstu VIKU kynnum við þann stórkostlegasta hlut, sem íslenzkt blað hefur nokkru sinni boðið lesendum sínum. Við segjum ekki nánar frá því núna, en fyrir alla lifandi muni: Látið ekki næsta blað framhjá ykkur fara, því þá upplýsum við leyndarmálið. málmhlutar bráðna saman í eldi. Um leið og hann dró sængina yfir þau, hvarf hönd hans af öxl hennar, og um leið fann hún vakna svo sára tómleikakennd í öxlinni, að hún þrýsti sér enn fastara að hon- um. Hún gat ekki gert sér í hugar- lund, hvernig henni mætti takast að skilja þennan síþyrsta, ósefandi líkama sinn frá líkama hans og hafa hann á brott með sér til Berlínar. Hún reynd: að virða Frank fyrir sér hálfluktum augum, en það var of myrkt til þess enn. Engu að síður vissi hún það að hann var fallegur, ekki eingöngu fríður sýnum, heldur allur óumræðilega fallegur. Það hafði verið henni ný dásamleg til- finning að vera sér þess meðvitandi með öllum líkama sínum, að líkami karlmannsins væri þrunginn sam- ræmdri fegurð ásamt ólgandi orku. Hún reyndi að rifja upp fyrir sér líkama Kurts, en komst að raun um að hún hafði aldrei gert sér grein fyrir að hann hefði nokkurn líkama. Líkama Franks hafði hún aftur á móti gerkynnzt, svo að hún mundi alltaf kunna hann utan að, á sama hátt og hver atlotahreyfing hans lifði í henni. Hún brosti í myrkrinu. Framhald í næsta blaði H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Símar: 50022 - 50023 - 50322 Kœlitœki fyrir kaupmenn og kaup- félög, ýmsar gerðir og stœrðir. — Leitið upplýsinga um uerð og greiðsluskilmála. Frystikistur, 2 stœrðir 1501 og 3001.— fyrir heimili, uerzlanir og ueitingahús. VIKAN 15. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.