Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 2
Dásarnleg ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim létt á háls og arma ... umvefjið yður Ijúfasta ilmi, sem endist kluk'kustundum saman ... Um fimm unaðstöfrandi ilmkrema- tegundir að velja; ... dýrðlegan Topaz ... ástljúfan Here is My Heart .. . æsandi Persian Wood, ... hressiiegan Cotillion, og seiðdulan To a Wild Rose. ★ KYNNIÐ YÐUR AÐRAR AVON-VÖRUR: ★ VARALITI — MAKE-UP — PÚÐUR — NAGLALÖKK — KREM — SIIAMPOO — HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl. Avon cosmetics LONDON NEW VORK MONTREAL ÚTSÖLUSTAÐIR: Regnboginn, Tíbrá, Sápuhúsið, Verzl. Edda, Keflavík, Stjörnuapótekið, Akureyri, Rakarastofa Jóns Eðvarðs, Akureyri, Apótek Akraness, Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi, Silfurbúðin, Vestmannaeyj- um, Verzlun Jóns Gíslasonar, Ólafsvík, Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði, Verzlun Ara Jónssonar, Patreksfirði. I fullri alvöru: GORDIONSHNÚTURINN, VANGAVELTURNAR OG VEGABRÉFIN Sagan um gordionshnútinn og Alexander mikla er merkileg, og auk þess meinfyndin. Loks er hún gædd þeim aðlöðunareiginleika, að hún á yfirleitt alls staðar við og á öllum tímum. Það er ekki ýkjaerfitt að gera sér það í hugarlund, þegar æðstuprest- arnir í hofinu horfðu með upphafn- ingarsvip á þá, sem bisuðu við að leysa þennan óleysanlega hnút með gómum og tönnum, veltu vöngum, strituðu og paufuðu; veltu enn vöngum og beittu öllum hugsanleg- um aðferðum og hugdettum af ótrú- legustu þrákelkni, en allt kom fyrir ekki. Og að sjálfsögðu varð dýrð og makt hofprestanna, verndara hnútsins, því meiri, svipur þeirra því upphafnari, glott þeirra því kaldara, sem fleiri reyndu og veltu vöngum og lögðu sig alla fram og urðu uppgefnir frá að hverfa hinum óleysta hnút. Og svo snaraðist Alexander inn, fráneygur og gustmikill, virti fyrir sér hnútinn óleysanlega og hina hofmóðgu verndara hans, brá sverði sínu. Kannski er einna örðugast að gera sér upplitið á æðstuprestunum í hugarlund, á meðan þeir voru að átta sig á hvað orðið var, og þó ... Ósköp og skelfing væri það nú gott, að hann Alexander gengi með sverðið sitt um ýmsar skrifstofur hins opinbera, snaraðist inn í hin helgu vé æðstupresta skriffinnsk- unnar og virti fyrir sér gordions- hnútana þeirra rétt í svip. Við skulum taka eitt dæmi. Arum saman hefur það verið einn af þessum óleysanlegu gordions- hnútum, að koma í veg fyrir að unglingar, sem ekki hafa náð vissu aldurstakmarki, komizt inn á þeim skemmtistöðum, sem eiga að vera þeim lokaðir, og Þyggi þar veitingar, sem eiga að vera þeim bannaðar. Árum saman hafa ótal spekingar, sérfræðingar og björgunarsjálfboða- liðar velt vöngum yfir þessum ó- leysanlega gordionshnút. Og æðstu- prestarnir, verndarar hans — jæja, nóg um það. Hvernig væri að höggva á hnút- inn, og gera öllum unglingum skylt að bera á sér vegabréf? Kostnaður, segja verndarar hnúts- ins. Óskaplegur kostnaður og fyrir- höfn. Ætli aðstandendur barnanna yrðu Framhald á bls. 51.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.