Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 9
 •• iííí'-'íí : < >/www^{ lllllt§l§ : eftir ástandi og útliti og 300 þúsund út. Fimm herbergja íbúðir á hæð gætu selst á 650—750 þús., en mörg dæmi eru þó um miklu lægri sölur í Hlíðunum, sérstaklega neðantil. 9. Háaleitishverfið er eitt mesta tízkuhverfið nú sem stendur og verðið fer eftir því. 140—150 ferm. hæðir í húsum eins og þessu á myndinni eru seldar á 675 þús. tilbúnar undir tréverk, 700 þús. sé bílskúr með (uppsteyptur) og fullfrágengnar á 950 þús. Venjulega er það kallað fullfrágengið þó lóðin sé eins og hún er á myndinni og sýnir það bezt við- horfið til þeirra hluta. 10. Við Rauðalæk eru yfirleitt 130—160 ferm. hús og fjórar íbúðir í hverju húsi, hver ofaná annarri. Þessi hús eru flest fimm ára gömul. 5—6 herbergja íbúðir í meðalhúsum við Rauðalæk seljast á ca. 800 þús. kr. og 850 þús., ef bílskúr fylgir. Þetta verð getur verið talsvert mismunandi og dæmi eru um, að íbúð við Rauðalæk hefur selzt á meira en milljón.. 11. Lítið einbýlishús í Smáíbúðahverfi. Svipað hús og þetta, sem væri ca. 50—60 ferm. að viðbættu risi, úr steini (ekki hlaðið) og með sæmi- legum, girtum garði, mundi seljast á 600—650 þús. 12. Einbýlishús við Faxatún í Silfurtúni. Það er úr timbri, 148 ferm. með bíl- skúr og frágenginni lóð. Þetta hús var til sölu nýlega á 650 þús. kr. 350 þús. út. 13. Blokkir við Birkimel. Staðurinn er svo vinsæll, að verð þar er yfirleitt hærra en nokkursstaðar annarsstaðar í sambýlishúsum. Þriggja herbergja íbúðir á allt að 580 þús. — fjögurra á allt að 700 þús. krónur. 14. Fokheldar hæðir í tví- býlishúsi við Safamýri. Þetta eru stórar hæðir, ca. 150 ferm. Álíka hæðir við sömu götu hafa verið boðnar til kaups í þessu ástajidi á 550 þúsund, en þá hefur uppsteyptur bíl- skúr fylgt. Samt sem áður virðist það vera ævintýralega hátt verð. 15. Einbýlishús í Kópavogi — stórt og mjög glæsilegt. Lóð ófrágengin. Bílskúr innbyggður. Þetta hús var boðið til kaups á 1.2 millj. kr. og 600 þús. út. 16. Hér er snoturt einbýlis- hús í Kópavogi, fallega frágengið að utan, með ræktaðri lóð og girtri. Bílskúr. íbúðin er á tveim hæðum. Það væri mögu- leiki að ámóta hús og þetta seldist á 700—750 þús. kr. 17. Stórt og glæsilegt einbýlishús í Kópavogi. Flatarmál ca. 170 ferm. og Framhald á næstu síðu. VIKAN 17. tbl. — Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.