Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 14
skriftum og öllu öðru. Það gátu lið- ið svo mánuðir, að hann fengi ekki línu frá henni, og svo allt í einu tóku honum að berast bréf frá henni daglega í viku eða hálfan mánuð. Þannig stóð á því að hann hafði ekkert fengið af veikindum föður síns að vita. Og þó hafði faðir hans látizt í gær, og Rashil varð- að leggja af stað heimleiðis þegar í dag. Loftslagið var þannig í Indlandi, að útför látinna varð ekki lengi frestað. Þó að maímánuður væri notalega svalur í Cambridge, var þegar orðið brunaheitt í Banghipur. Að vísu var þar íshús, og líkið af föður hans mundi verða varðveitt þar í nokkra daga. Isinn var fluttur úr jökuljöðrum Himalayafjalla — með flugvél nú orðið, enda þótt faðir hans hefði sagt honum að þeir flutningar hefði ekki tekið mikið lengri tíma á tíð afa hans, þegar fót- fráir hestar voru notaðir til þeirra. Fyrir hugskotssjónum sínum sá hann eins og í þoku hvar lík föður hans lá á ísnum, en neyddi huga sinn á brott frá því. Hann varð að verða sér úti í farmiða fyrir milligöngu viðskipta- skrifstofunnar, þar sem Josie vann, og síðan að ganga frá farangri sín- um. Auðvitað varð hann að segja Josie hvernig komið væri. Hann hafði gengið helzt til langt, en mundi þó hafa látið það ganga lengra, ef hann hefði ekki alltaf vit- að hvað faðir hans mundi segja, ef.. „Sonur minn,“ heyrði hann rödd föður síns í eyrum sér, ,,þú ert enn ungur að árum, þegar þú heldur á brott til dvalar í fjarlægu landi, lengra í burtu en rödd mín nær. En þú verður mér aldrei svo fjar- lægur, að rödd hjarta míns nái ekki til þín. Hagaðu þér alltaf eins og að ég standi við hlið þér.“ Að visu hafði hann ekki alltaf hagað sér eins og faðir hans stæði við hlið honum, því að hann hafði aldrei verið undir það búinn að kynna Josie. í hreinskilni sagt — hann hafði notið vissra stunda með henni sér í lagi fyrir það, að faðir hans stóð ekki við hlið honum. Og nú, þegar faðir hans var látinn, var alls ekki víst að oftar kæmi til þess. Það er eins og látnum sé gefinn sá eiginleíki að vera mönnum ná- lægari en lifandi. Hann braut heilann um þetta og annað á meðan hann gekk hægum skrefum sem leið lá, og eftir stund- arfjórðung gekk hann inn í við- skiptaskrifstofuna, þar sem Josie vann. Hann sá glóa á rauða lokka hennar við bakgrunn grárra skjala- skápanna. Það höfðu einmitt verið þessir rauðu lokkar hennar, sem fyrst vöktu athygli hans á henni — þessi furðulegi háralitur. Gat það átt sér stað að hann væri eðlilegur. Hann hafði athugað auglýsingarnar í tímaritunum í lesstofunni. Það gaf auga leið, að bandarískar stúlkur gátu valið um hvern þann háralit, sem þær vildu. En hann hafði aldrei haft hugrekki í sér til að spyrja Jose hvort hún hefði valið sér þenn- an háralit. Hún varð komu hans vör og fagn- aði honum með innilegu brosi. Ylur þess dró hann að henni, eins og alltaf. Rödd hennar lét sem söngur í eyrum hans. „Halló, Rash! Hvaða erindi átt þú hingað um þetta leyti dags? Áttu ekki að vera í eðlisfræðitíma eða einhverju þess háttar?“ Hann dró símskeytið upp úr vasa sínum og rétti henni það þegjandi. Hún las það, glaðvært brosið vék af aðlaðandi en ekki sérlega fögru andliti hennar fyrir alvörusvipnum. „Já, en hamingjan góða, Rash, þetta er hræðilegt. Þú hafðir ekki hugmynd um að hann væri veikur eða neitt þess háttar, var það?“ Hann hristi höfuðið. Tárin komu íram í augun og döggvuðu hvarm- ana. Hún sá það, leiddi hann inn á milli tveggja hárra skjalaskápa og vafði hann örmum. „Rashil, vinur ...“ Hann hallaði höfði að öxl hennar andartak. Rétti síðan úr sér. „Josie,“ sagði hann og rödd hans titraði. „Ég verð að leggja af stað heim í dag. Hvernig fæ ég farmiða?" „Það verður erfitt, vinur, á þess- um annatímum, en ég skal gera allt, sem í mínu valdi stendur. Faðir þinn var mikils metinn, er ekki svo?“ „Já, ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið það. Hann var fram- kvæmdastjóri félagsins — mestu hampframleiðslu á Indlandi." „í ríkisstjórninni, á ég við?“ „Jú, hann var ráðherra." „Ég segi þeim það. Á stundum hefur það sín áhrif. En ef það skyldi bregðast — geturðu þá ekki snúið þér til sendiráðsins, eða .. „Ég vildi helzt vera laus við það.“ „Láttu mig þá um það, vinur. Hamingjan góða, hvað ég mun sakna þín.“ Hún þrýsti sér fast að honum, og í harmi sínum lét hann undan þeirri hneigð, sem hann hafði alltáf haldið í skefjum — vafði hana að sér og þannig stóðu þau í heitum faðm- lögum nokkur andartök. Svo lagði hann hönd að hnakka hennar og þau kysstust. Það höfðu þau ekki heldur gert áður. Það kom annarlegu róti á tilfinningarnar um leið og það sefaði þær þægilega. „Rash,“ mælti hún lágt. „Ég býst ekki við að þú gerir þér nokkurn tíma grein fyrir því, hvað þú hefur kennt mér ...“ „Kennt þér, Josie?“ „Að karlmaðurinn geti verið ljúf- ur og hæverskur, þolað biðina í stað þess að hrifsa til sín ...“ Hann starði á hana, slíkri furðu lostinn að hún hörfaði um skref. „Látum það vera. Ég veit ekki sjálf hvað ég á við. Ég skal ná í farmiðann, Rash. Hafðu ekki neinar áhyggjur af því.“ Hann hélt á brott. Treysti henni fyllilega. Hún var svo fær í starfi sínu og mundi áreiðanlega gera allt, sem unnt reyndist. Seinna um dag- inn, þegar hann var að ganga frá farangrinum, hringdi hún. „Rásh, ég sting farmiðanum í pósthólfið þitt.“ „Þakka þér innilega fyrir, Josie.“ „Heyrðu mig, Rash. Ég kæri mig ekki um að við kveðjumst. Þessi stund í morgun verður að vera okk- ur nóg. Mér er illa við allar kveðj- ur. Það er eins og þær bindi endi á allt.“ Hún þagnaði við andartak. „Það er aðeins eitt — þú kemur aftur?“ „Það vona ég.“ „Það vona ég líka. En þangað til ... vertu sæll ...“ Rödd hennar kafnaði allt í einu af ekka. „Josie,“ hrópaði hann. „Ég verð að sjá þig áður en ég fer ...“ „Allt í lagi, Rash. Ég geymi þá farmiðana.“ Hann lagði af stað með allra síð- ustu flugvél til New York og það mátti ekki tæpara standa, að hann næði með áætlunarþotunni til Cal- cutta. Hann settist á sinn stað, spennti að sér beltið, hallaði sér aftur á bak í sætinu og lokaði aug- unum. Þennan morgun hafði hann farið snemma á fætur eins og hann var vanur, snætt morgunverð og gengið sína venjulegu leið yfir garð- inn til að taka þátt í eðlisfræðistund, og nú var hann á leið heim til Ind- lands til átaka við örðugleika, sem hann vissi ekki einu sinni hverjir voru. Fjölskylda hans var marg- menn og kom víða við, og hann var einkasonur föður síns. Eftir útför- ina ... Útförina, hún yrði að öllu leyti undirbúin þegar hann kæmi, og það var ætlazt til þess af honum — að þess mundi krafizt af honum — að hann tæki þann þátt, sem honum bæri í þeirri athöfn. Það mundi hann ekki gera, mundi bókstaflega ekki geta það. Beltið þrengdi allt í einu að honum og hann rétti sig í sætinu til að losa það. Hreyflarnir öskruðu og hinn mikli flugvélar- skrokkur skalf og nötraði. Hann lokaði augunum á ný og beið átekta, kvíðandi að vissu leyti og þó með fagnaðarkenndri eftirvæntingu. Og um leið tók hann sína ákvörðun. Það var blátt áfram óhugsandi á þessari tækniöld, að halda í heiðri ævaforna útfararsiði, sem byggðust á hjátrú og forneskju. „Það kemur ekki heldur til, að þeir verði hafðir í heiðri," mælti hann upphátt. En rödd hans drukkn- aði í öskrinu frá hreyflunum um leið og þotan hóf sig til flugs. FJÖLSKYLDAN beið hans öll á flugvellinum í Calcutta. Það var einungis föður hans, sem vantaði í hópinn — hinn hávaxna og hold- skarpa, tígulega mann, sveipaðan hvítri skikkju og höfði hærri en allt hitt fólkið. Hann fann veru- leikann leggjast að sér eins og farg nokkur andartök. Svo var hann um- kringdur fjölskyldu sinni, vafinn örmum og þrýstur vöngum og loftið titraði af hrópum og kjökri, fjöl- skyldusamkenndin, fj ölskylduvarm- inn, fjölskylduumstangið. Hann saknaði þess óumræðilega að sjá ekki föður sinn standa lítið eitt ut- an við hópinn og bíða þolinmóðan þangað til mestu fagnaðarlætin voru runnin af börnunum og kvenfólk- inu, frænkunum og öðrum í fjöl- skyldunni. Áður hafði hann alltaf neytt færis að sleppa úr faðmlög- um þeirra til föður síns og hlakkað til þess er hann þrýsti hönd hans, fast en rólega og af ríkum skilningi. „Sonur minn ...“ Hann beið þess ósjálfrátt að heyra þessa lágværu rödd, og varð skelfingu gripinn, þegar hann gerði sér jafnskjótt grein fyrir því, að hann mundi aldrei heyra hana aftur. Þess í stað heyrði hann móður sína kjökra: „Rashil, Rashil, sonur minn, ástin mín, við höfum öll beðið komu þinnar. Þú verður að segja okkur hvað við eigum að hafast að. Nú ert þú höfuð fjölskyldunnar, Rashil; dauða hans bar svo óvænt að, án ...“ Hún grét og talaði í senn og vafði hann örmum. „Segðu mér allt um það, móðir,“ sagði hann og reyndi að róa hana öldungis eins og faðir hans mundi hafa gert. Þau settust inn í bílana, sem biðu þeirra, og eins og venja var, urðu þar hin mestu þrengsli. í bílnum með honum og móður hans voru þær Padmaya systir hans, tveir elztu föðurbræður hans, konur þeirra og elztu synir og tvær föður- systur og skikkjur þeirra blöktu til í súgnum inn um opna bílgluggana. Það var kæfandi hiti og hvarvetna múgur manns á ferli. Hann hafði alveg gleymt því hve fjölmennt var í Banghipur. Fjölskyldan talaði og masaði án afláts, nema Padmaya; hún sat kyrr og þagði. Hann leit til hennar og augu þeirra mættust. Hún skildi hann og það vottaði fyrir leyndu brosi um varir henni. Hann vissi að hún mundi segja honum ljóst og skilmerkilega frá öllum atburð- um þegar tóm gæfist til; þangað til yrði hann að láta sér nægja þá tætingslegu frásögn, sem allir kepputst við að láta honum í té. Faðir hans hafði látizt skyndilega úr hjartaslagi. Honum hafði því ekki unnizt tími til að ganga frá neinu. Hann hafði, venju samkvæmt, farið snemma á fætur og bjó sig undir að leggja af stað til starfa í skrifstof- um fyrirtækisins, sem hann hafði stofnað og veitti forstöðu. „Hann sneri sér að mér,“ sagði móðir Rashils með ýktum áherzl- um og tár í augum. „Hann sneri sér að mér til að segja mér hvað gera skyldi þangað til hann kæmi heim aftur. Hann opnaði munninn til að tala, en kom ekki upp neinu orði, og ég sá undrunina í augum hans. Og svo hneig hann niður á gólfið. Eftir það mælti hann ekki orð, enda þótt við lyftum honum strax á fæt- ur aftur. Ég hafði ekki einu sinni hugmynd um til hvers hann hafði ætlazt til af mér þá um daginn, svo að ég hafðist ekki að, heldur sat hjá rekkju hans, þangað til .. „Við sátum öll hjá honum,“ greip eldri föðursystirin fram í. „Nema Padmaya,“ sagði hin föð- ursystirin. „Alilr ættingjarnir," sagði annar föðurbræðranna. „Nema Padmaya," sagði föður- systirin enn. En Padmaya mælti ekki orð sér Framhald á bls. 40. — VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.