Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 22
Ilólmfríður Egilsdóttir við handsnyrtingu. MJÚKAR HENDUR Það var ung og falleg stúlka, sem benti mér að koma inn í herbergið til sín. Svo dró hún tjald fyrir dyrnar, og bað mig um að fara úr jakkanum og losa um hálsmálið á skyrtunni, áður en ég legðist á legubekkinn. Síðan vafði hún mig vandlega inn í teppi, setti á mig smekk og vafði utan um hárið teygjubindi, til þess að engin fita kæmist í það. A Elín Hannesdóttir blandar andlitspúður f verzl- uninni. Ingibjörg Andrésdóttir snyrtidama mcð Blágeisla- tæki. Síðan settist hún við höfðagaflinn, beygði sig yfir mig, tók tappann úr spíraflösku, — og fór að þvo á mér andlitið. Þetta var enginn venjulegur spíri, eins og ég hefi kynnzt honum, heldur sérmenntaður andlitsspíri í ljósrauðu kristalglasi með skrúfuðum tappa, franskri lykt og nafninu Coryse Salome á mið- anum. Ekta sparispíri. Nú fræddi hún mig á því að húðin í andlitinu væri bara hreint ekki hrein, enda þótt ég hefði þvegið mér vel og vandlega um morg- uninn, því að fílapenslar og allskyns svipað pakk væri grasserandi hingað og þangað, og nú mundi hún bera á mig algjörlega nýja uppfinningu í glasi, sem væri nokkurs konar úrdráttur, og mundi draga penslana út úr húðinni á svipstundu. Hún bar áburðinn á mig varlega með Framhald á bls. 36 22 - Hann er alinn upp í Omaha, Nebraska. Hann á tvær eldri systur, Frances og Joycelyn. Faðir hans var umferðasali og móðir hans helgaði leiklistinni allt sitt líf, þótt aldrei yrði hún leikkona. Hún stýrði einu áhugamannaleikhúsi staðarins. Henni er þannig lýst, að hún hafi verið mjög fögur, og undarlega unglingsleg í andliti allt fram á efri ár. Joycelyn dóttir hennar sagði einu sinni: — Mamma var dásamlegasta manneskjan í heiminum. Hún var ótrúlega skilningsrík og gjöful, gjöful á kærleik. Um Marlon segir Joycelyn: — Hann var lítill og feitlaginn, lingerður líkamlega en óvenju ákveðinn. Hann sýndi snemma mikla leikhæfi- leika, m. a. var hann ekki nema nokkra ára, þegar hann klifraði upp á borð, hermdi eftir herforingjum úr borgarastyrjöldinni, sagði svo pang pang og datt eins og steindauður niður af borðinu. Meðan Marlon var enn barn að aldri, fluttist fjölskyldan til Libertyville, sem er skammt frá Chicago. Þar tók hún að leggja stund á land- búnað, og Marlon fékk það verkefni að sýsla með hest, kú, nokkrar hænur og fáeinar gæsir og hundrað kanínur. Þetta varð til þess, að hann HINN NÝI ADAM fékk brennandi áhuga fyrir dýrum, einkum ef eitthvað var að þeim, og það var varla til sú skepna, að Marlon tæki hana ekki heim með sér, ef eitthvað var að henni. Marlon Brando á að leika Adam í hinni um- töluðu biblíukvikmynd Laurentiis hins ítalska. Dýrustu og lengstu kvikmynd sem nokkurn tíma hefur verið gerð. Með 10 þúsund leikur- um og hundrað leikstjórum, og syndaflóðið eitt út af fyrir sig kemur til með að kosta 10 mill- jónir dollara. Með guðs hjálp verður svo öll þessi ógnarfilma klippt niður í fjórar hæfilega langar kvikmyndir, og verði þær svo allar sýnd- ar samtímis í fjórum kvikmyndahúsum, getur maður séð alla biblíuna á fjórum kvöldum! Og Marlon Brandó á að leika Adam. Páfinn er búinn að samþykkja það. Marlon Brando er líklega einhver eftirtektar- verðasti persónuleikinn, sem starfar við hinn göfuga kvikmyndaiðnað, og eru þó margir býsna athyglisverðir þar. Það væri því ekki úr vegi að líta dálítið á fortíð hans og reyna að kynn- ast honum nokkuð frekar. Og átta ára var Marlon, þegar hann fór að sýna áhuga fyrir kvenfólki. Það byrjaði með því, að hann fann hálfdrukknaða konu við lítið vatn skammt frá heimili sínu. Hann dröslaði henni heim og bað móður sína að lofa henni að vera, því hún ætti engan að og væri þar að auki áfengissjúklingur. Móðir hans kom konu- kindinni á hæli, en lengi eftir þetta hélt Marlon áfram alls konar björgunarstarfsemi. Á tíma- bili lagði hann sig meðal annars mikið eftir því að hjálpa stúlkum, sem voru orðnar háðar áfengisnautn. Þarna í Libertyville gekk Marlon nokkurn veginn sjálfala. Það og þverlyndi hans gerði það að verkum, að hann tolldi illa í skólum. Þegar hann var 17 ára, hafði hann verið í flest- um skólum nágrennisins, en þá lét faðir hans hann hætta hinu venjulega námi, og kom hon- um í The Shattuck Military Academy. Hver vissi, nema takast mætti að gera brúklegan her- mann úr þessum baldna dreng. Það gekk skakka- VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.