Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 25
Nafn eiginmanns hennar stóð á merkispjaldinu í leð- urumgerðinni, og við lilið þess gat að líta merki gisti- hússins í París. leyfa að deyja, þegar líf þeirra er fullkomnað.“ Þetta er hverju orði sannara, hugsaði Evelyn. Satt, grimmúðlega satt. Hún sá sig sjálfa komna aftur heim til Dússeldorferstrasse, og þá framtíð, sem beið hennar þar. Dóm- arafrú Droste. Litlibróður mundi verða eins og Kurt maður hennar var nú. Clara mundi hljóta gott uppeldi, eins og hún sjálf hafði hlot- ið — leggja stund á nám í ensku, frönsku og listasögu. Sjálf mundi hún halda hátíðlegt fimmtugsafmæli sitt og vera enn Evelyn. Kannski hefði hún þá gleymt því, að einu sinni hafði hún laumazt til Parísar og hagað sér þar eins og' hún væri gengin af vitinu. Raunar hafði hún ekki gleymt því enn, þegar hún laumaðist að heiman, ekki nema fimm ára að aldri, og faldi sig í fylkingu hermanna, sem héldu eftir strætinu, en nú var þetta merkilega ævintýri bernskunnar ekki neitt merkilegt eða stórfenglegt leng- ur, heldur einungis kátbroslegt. Kannski mundi þetta Parísarævin- týri hennar með Frank líka verða einhvern tíma álíka þýðingarlítið, jafnvel dálítið broslegt. Tilhugsun- in var í senn hughreystandi og blandin sársauka og söknuði. Að vera dauð, án þess að gera sér grein fyrir því. Dauð, án þess að vera borin til grafar. Já, það var rétta orðið. Hún aðgætti hver hefði skrifað þessi vísdómsorð. Einhver H. Hirschbach. Ekkert stórskáld, borg- arlegt nafn, sem ekki hafði neinn ljóma yfir sér. Hún las framhaldið, en það olli henni vonbrigðum. Þar var rætt um vorið, og það gat hún ekki tileinkað sjálfri sér, Um það bil hálfri klukkustundu síðar féll hún í væran svefn. Hana dreymdi dásamlega fagran draum. Hún stóð við bládjúpa vík. Sjórinn var blátær, en marglitir fiskar svámu um í torfum og tóku á sig ótal litbrigði, silfurhvít, gullin, fag- urrauð — svo fagurlega rauð, að slík litbrigði fyrirfundust ekki í raunveruleikanum. Úr djúpunum hljómaði unaðslegur söngur, og allt var á svifi eins og stjörnurnar upp Framliald á bls. 49. VIKAN 17. tw. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.