Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 29
Kannski var það hann, sem bjó yfir brennandi þrá eftir að sitja í glæsi- legri skýjakljúfsskrifstofu í hinum dýra enda á Manhattan og finna fyr- ir virðingu Park Avenue-læknanna og öfund (en einkum öfundinni). Þeir sáu hann ekki — þegar þeir þorðu að láta svo við hann. Hann andvarpaði; það var eins og þessi þrönga, fátæklega gata svaraði andvarpi hans. Ash læknir fann, hvernig tár læddist fram í annan augnakrókinn, þegar hann settist við stýrið til að aka á fund konunnar, sem hann elskaði enn ■— og til þess heims, þar sem honum mundi alltaf finnast, að hann væri sem aðkomuroaður. BEETHOVEN-SENDINGIN var senn á enda; hátt uppi í Schuler- turninum fylltu tónarnir frá Keis- arakonsertinum hið glæsilega her- bergi, sem Patrica Reed hafði nú búið í um vikutíma. Hin hávaxna, granna kona lá í hvílu sinni og naut tónlistarinnar með öllum skilning- arvitum — naut heillandi hljóm- fallsins eins ákaflega og að finna kalt hlustunartæki Andys Gray við hjarta sitt. Þessi kvöldrannsókn var aðeins formsatriði. Hún vissi, að Andy var einungis komin til að hitta hana. Hann rétti úr sér og sagði við hjúkrunarkonuna: ,,Við höldum áfram með venjuleg lyf, ungfrú Eccles. Og þá er það víst ekki meira í kvöld!“ Þegar hjúkrunarkonan hvarf úr ljósbjarmanum frá náttborðslamp- anum, spurði Patricia brosandi: „Lifi ég þetta af, læknir?“ „Það held ég bara, ungfrú Reed.“ Hann gætti þess alltaf að fara að öllum reglum, þegar þau voru ekki ein. „En það er að sjálfsögðu Plant læknir, sem hefur endanlegt vald í þessu máli — ekki ég.“ Plant var heimilislæknir Patriciu Reed. Það var hann, sem hafði stungið upp á því, að hún legðist í Schuyler-turn- inn til að njóta þeirra hvíldar, sem hún þarfnaðist svo óskapleg. Síðasta setning var þó frá henni komin — ekki Plant ... Flest fólk þarfnaðist raunverulega mikillar hvíldar nú á dögum, hugsaði hún. En það voru aðeins fáir útvaldir, sem gátu notið hennar í eins þægilegu umhverfi og hún. Hún lá róleg og beið, meðan Andy og hjúkrunarkonan töluðu saman við fótagaflinn hjá henni. Hennar tækifæri kæmi áreiðanlega. Þetta hafði verið skemmtilegasti leikur — þótt hann hefði eiginlega staðið aðeins of lengi. Lega og strangt mataræði. Róandi lyf og einnar klukkustundar sólbað á hverjum degi. Nákvæmar rannsókn- ir, sem færðu sönnur á, að Patricia Reed var við ágæta, líkamlega heilsu (alveg eins og afi hennar, sem stofnað hafði sláturhúsaveldið mikla í Chicago og hafði með því lagt grunninn að auði fjölskyldunn- ar); já, hún hlaut að vera fær um að leggja hvern karlmann að velli. Dvölin þarna hafði verið ágæt átylla til að vera í grennd við Andy Gray, meðan hún biði yfirlýsingar hans um, að hann gæti ekki lifað án hennar. Þegar maður hefur vanizt því frá blautu barnsbeini að fá allt, sem hugurinn girnist, er enginn leikur að bíða, hugsaði hún, sízt þegar bíða þarf eftir þráum, tvífættum asna. En hún var samt ekki í neinum vafa um, að Andy mundi um síðir leggja árar í bát. Hjarta hennar barðist ákaft, þeg- ar hún hugsaði um þessar tvær vik- ur á Hawaii, þegar hún hafði kynnzt honum. Hún hafði verið á einni af þessum óteljandi eirðarleysissigl- ingum, eftir að hún hafði losað sig við annan eiginmann sinn sársauka- og fyrirhafnarlaust í Reno. Andy var nýlaus úr herþjónustu í Asíu — hugsjónalaus uppgjafahermaður, sem virtist við fyrstu sýn gersam- lega óhæfur til þátttöku í róman- tísku ævintýri. En Patricia var sér- fræðingur, og hún vissi þess vegna, að ekki er allt sem sýnist. Hún varð heldur ekki fyrir vonbrigðum. Hann hafði verið kallaður aftur til San Fransiskó löngu áður en hún hafði náð því marki að verða leið á honum. Já, það var einhver örlítil, óþægileg grunsemd í huga hennar um, að hann hefði eiginlega verið feginn að fá skipun um að halda til herdeildar sinnar. Næstu tvö ár- in höfðu þau skrifazt á, meðan hún beið þess að hann hætti starfsemi sinni í sjúkrahúsinu og sneri aftur til hennar fyrir alvöru. Tvívegis höfðu þau líka endurnýjað samband sitt — en við ekkert þeirra tækifæra hafði hann gefið í skyn, að hann hefði í hyggju að taka að sér það fullkomna dagsverk, sem var fólgið í að vera fylgifiskur hennar. Hún hafði vitanlega komizt í kynni við aðra karlmenn þessi ár, en enginn þeirra hafði getað fengið hana til að gleyma Andy. Þeir hjálp- uðu henni aðeins til að drepa tím- ann, meðan hún beið þess augna- bliks, þegar hún gæti litið á Andy Gray sem óumdeilanlega einkaeign sína. Fyrir hana mundi hjúskapur þessi verða eðlilegur endir á ofsafengnu æskulífi — hún var orðin tuttugu og níu ára og þarfnaðist hvíldar. Og hvað Andy snerti — hún virti hann fyrir sér hálfluktum augum — mundi þetta að sjálfsögðu einnig verði hið eina rétta. Fullkominn glæsileiki hennar mundi verða ágætt baksvið ýktrar réttlætiskenndar hans, og henni mundi fljótlega tak- ast að hefla af honum hvössustu brúnirnar. Þar að auki mundu þau alltaf hafa peninga hennar til að hjálpa honum áleiðis og afla honum viðurkenningar, sem hann verð- skuldaði. Ef hann óskaði þess sér- staklega, gæti hann jafnvel einnig fengið samþykki hennar til að halda áfram störfum sem skurðlæknir — en bara ekki í East Side-sjúkrahús- inu. Hún opnaði augun til fulls. Hjúkrunarkonan var einmitt farin út úr herberginu hljóðlega. Andar- tak varð Patricia hrædd um, að Andy ætlaði að fara strax á eftir henni. En svo gekk hann til hvíl- unnar og tók um aðra hönd hennar. „Það var tími til kominn,“ sagði hún. „Ég viðurkenni, að þú hefur rétt fyrir þér í því,“ svaraði hann. „En hvað ertu eiginlega að gera sér?“ „Hvíla mig — samkvæmt læknis- ráði.“ „Upp á hvað getum við þá boðið hér, sem þú getur ekki fengið ann- ars staðar?“ Patricia leit til hans með mesta töfrabrosi sínu og renndi fingrun- um eftir höku hans og síðan upp í hárið. „Viltu gera svo vel að breyta stillingunni á viðtækinu, Andy, Wayne King leikur einmitt hjá NBC núna.“ Andy gerði, eins og hann var beð- inn um, skrúfaði fyrir síðustu tóna Beethovens, en síðan byrjaði „An der schönen, blauen Donau." Hann nam staðar utan við ljóskeiluna um- hverfis hvílu hennar. Hrukkótt and- lit hans var þannig, að engin svip- brigði urðu úr því lesin, þar sem hann stóð þarna í hálfrökkrinu. „Wayne King leikur í Waldorf í kvöld,“ sagði hann. „Á velgerðar- dansleik hjá Catherine Ash.“ „Og hvað kemur það mér og þér við? “ „Svipuð tilfelli!" svaraði hann ró- lega. „Catherine og Martin Ash. Þú og ég!“ „Að hvaða leyti getum við líkzt Martin og Catherine?11 „Rétt sem stendur finnst mér, að við líkjumst hvert öðru helzti mik- ið,“ mælti hann. „Þess vegna vil ég helzt vera í hæfilegri fjarlægð frá þér.“ Patricia starði á hann, og undrun hennar var engin uppgerð. Hún þekkti Catherine Ash verulega vel, og henni fannst, að Catherine væri elskuleg kona, en þó ósköp kjánaleg, þótt hún gæti keypt alla skapaða hluti — bæði stöður og frægð ■— handa lítilmenninu, sem hún hafði gifzt, eins og aðrar konur keyptu sér perlufesti. Ekki svo að skilja, að Patriciu væri eitthvað sérstaklega í nöp við Martin, en henni fannst það 'of heimskuleg skoðun hjá Catherine, að peningar hennar gætu opnað allar dyr. „Ef þú ert að líkja þér við Martin Ash ...“ „Þú vilt giftast mér,“ sagði hann hispurslaust. „Og annan hvern dag langar mig meira en lítið í þig, hvaða skilyrði sem þú annars setur. Finnst þér þá ekki, að ég minni á Ash? En heldur þú, að það sé ör- uggur grundvöllur fyrir hamingju- sömu hjónabandi?“ „Ég hef ekki talað við þig um giftingu — enn!“ „Ég veit, að þetta hljómar sjálf- byrgingslega,“ sagði hann, „en hvers vegna liggur þú eiginlega hér?“ „Ég er hér einvörðungu sam- kvæmt skipun Plants læknis,“ svar- aði hún stríðnislega, en sneri svo skyndilega við blaðinu og hélt áfram rólega: „Þú hefur á réttu að standa, Andy. Ég legg þig í einelti. Af því að ég get ekki verið án þín. En er það ekki af sömu ástæðu, sem þú hefur komið hingað í kvöld?“ „Ætli það sé ekki kominn tími til þess, að við ræðum þetta mál til lykta?“ sagði hann. „Jafnvel burðarmenn sjúkrahússins eru farn- ir að veðja um úrslitin.“ Patricia yppti öxlum. „Vitanlega gera þeir það. Og hverjar eru horf- urnar taldar?“ „Allir gera ráð fyrir, að ég muni vinna þig — eða kannski menn eigi við hið gagnstæða?" „Þú gætir nú verið dálítið kurt- eisari í minn garð, Andy!“ „Segðu mér aðeins eitt, Patricia," sagði hann með hægð. „Hvað get ég gefið þér — annað en það, sem við höfum þegar lifað saman?“ Hún hló lágt í stað þess að svara. Sálgreiningarlæknir hafði einhverju sinni sagt við hana, að vald hennar yfir karlmönnum orsakaðist af ó- seðjandi kynlosta hennar, er stafaði frá leynilegri löngun hennar til að komast í kynni við karlmann, sem léti ekki stjórna sér, heldur nauðg- aði henni ruddalega og miskunnar- laust. Sálgreiningarlæknirinn hafði haft á réttu að standa, þótt hann væri annars skottulæknir, sem vildi aðeins fá tækifæri til að fullnægja losta sínum — að því hafði hún komizt þær vikur, sem hún hafði lifað bak við lokaða gluggahlera í Hotel Carlton. Átti líf hennar að halda áfram með sama hætti í ýms- tum dýrindis gistihúsaíbúðum með mönnum, sem hún hafði gleymt dag- inn eftir hvernig voru í hátt? Nei, mér skal takast að fá hann til að gefast upp, hugsaði hún og hallaði sér aftur á bak á hægindin. Það veltur allt á því, að ég geti fengið hann til að kyssa mig. „Plant læknir sendir mig heim á morgun.“ Hún lokaði augunum. „Ertu hræddur við að bjóða mér góða nótt?“ Hún heyrði, að hann gekk fyrst eitt skref að rúminu •— svo annað eftir dálítið hik. Á næstu sekúndu kyssti hann hana, og henni fannst, að hún heyrði hjarta sitt berjast eins og frumskógatrumbu svertingja ... en það var bara alls ekki hjarta hennar, heldur var knúð dyra hjá henni léttilega. Þrátt fyrir vonbrigði sín, gat hún ekki annað en dáð stillingu Andys. Hann sagði: „Kom inn!“ alveg eðli- lega, eins og ekkert væri um að vera, og hann handlék hlustunar- tækið, eins og hann hefði einmitt verið að nota það. Hjúkrunarkonan gekk inn fyrir. „Símastúlkan óskar að hafa tal af yður, Gray læknir. Það hefur verið komið með hættulega veikan mann á þriðju deild.“ „Segið þeim, að ég sé á leiðinni.“ Hann sneri sér að Patriciu. „Þér afsakið mig væntanlega — ég verð að flýta mér.“ Með augnaráði sínu neyddi hún hann til að halda kyrru fyrir við hvíluna, þar til hjúkrunarkonan var farin. „Vertu nú einlægur, Andy,“ sagði hún. „Varstu feginn því, að Framhald á bls. 50 VIKAN 17. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.