Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 36
CITROEN 2CV AZL. Framhald af bls. 11. smurolían hann líka. Á hringrás sinni fer hún i kælispírala og kæl- ir svo mótorinn um leið og lnin smyr. Eyðslan er gefin upp rúmir fjórir lítrar af benzíni á hverja 100 kilómetra. Það kemur sér vel á bíl, sem tekur ekki nema 20 lítra af benzíni í tankinn. Kúplingin á bílnum er ágætur hlutur, sem gerir það að verkum, að það er ómögulegt að pina mótor- inn. Þegar snúningshraðinn er kominn ofan í 700 snúninga, fer kúplingin sjálfkrafa . (auto- matiskt) að snuða, svo mótorinn fær aldrei þyngra verkefni en hann ræður við. Á sama hátt þarf ekki að kúpla frá, þegar bíllinn er stöðv- aður, og t. d. raeðan maður bíður eftir grænu ljósi getur maður sett í gir og sleppt kúplingunni, en bíllinn fer ekki af stað fyrr en maður sleppir hremsunni og gefur benzín. er ætlaður handa þeim, sem ekki hafa tíma til að standa í þvi að lappa upp á bíla, en þurfa að kom- ast fljótt og vel leiðar sinnar. jafn- vel ekki alltaf eftir vegum. Ég á von á því, að þessir bílar reynist vel hér og geri eigendum sínum ekki of gramt í geði, ef um- boðið stendur sig með varaliluta- þjónustu og viðgerðir fyrir þá, sem ekki hafa gaman af því að leika sér með skrúfjárn og skiptilykla sjálf- ir. — Ef landinn er þá ekki of finn til þess að láta sjá sig á bíl, sem hýður upp á svona lítinn lúxus. sh. Mjúkar hendur. Framhald af hls. 22. góminum á lillaputta og beið síðan í nokkrar mínútur á meðan hann var að vinna sitt verk. Þá settist hún aftur og þó úrdráttinn í burtu með kamfórulyktandi kondímenti, setti bómullarpúða, vætta í líkams- volgu Gvendarbrunnavatni ofan á spennu, en ég reyndi að hafa hemil á þeim eins og ég gat. Loks strauk hún ofurljúft og var- lega báðum höndum um vangana, rétt eins og hún væri að gæla við mig. Ég held ennþá blýfast í þá trú að þessi stroka hafi verið gerð spesíalt fyrir mig, enda fann ég fagnaðartitring liðast niður eftir hryggnum að suð-austanverðu og alla leið niður í reimarnar á skón- um mínum. Að nuddinu loknu þvoði hún af mér olíuna með volgu vatni í mjúk- um barnasvampi, og lagði nú á mig maska. Hvað maski er, veit ég ekki, en hann getur verið ljósrauður, rauður, blár eða jafnvel grænn, og getur legið á manni í allt að 20 mín- útur, ef maður hefur ekkert annað að gera. Víst á hann að draga eitt- hvað út úr húðinni, og setja eitthvað annað inn í hana í staðinn, styrkja hana og styðja í dagsins stríði og striti o. frv. Maskinn var látinn liggja á mér í nokkrar mínútur og þorna, en stúlkan var svo ónærgæt- Hann spurði hvern fjandann ég hefði verið að slæpast eiginlega, og þá sagði ég honum eins og var að ég hefði verið í viðtali niðri í Val- höll, nýju snyrtistofunni á Lauga- vegi 25, sem opnaði núna um dag- inn og auglýsir alltaf í Vikunni. Ég lýsti fyrir honum samvizkulega hvernig stofan væri innréttuð eftir nýjustu tízku, gæti snyrt mann, nuddað, handsnyrt og sett í mann permanent ef maður bara vill, og hvort sem maður er karl eða kona. Ykkur varðar ekkert um hvað rit- stjórinn sagði við þessu, en mér er alveg sama, því ég læt alltaf klippa á mig bursta, og gæti ekki sett í mig permanent þó ég vildi. Svo sagði ég honum að Valhöll hefði fleiri hundruð gerðir af snyrtivör- um, en allt þó frá sama fyrirtækinu, sem er franskt og heitir Coryse Salome. Þar er til allt, sem nöfnum tjáir að nefna, og jafnvel töluvert meira. Dömurnar blanda púðrið sjálfar fyrir kúnnana, eftir því hvaða lit þær vilja fá, enda eru þær Dagstofusett Stakír stólar Svefnsófar Svefnbekkír Svefnstólar Citroen 2CV AZL er fjögurra gíra áfram, og þeir eru allir sam- stilltir. Það er engin gírstöng, hvorki í gólfinu né stýrinu, lield- ur girhandfang i borðinu. Þetta handfang dregur maður út og inn og snýr upp'á eftir settum, einföld- um reglum, og það er auðvelt að ráða við skiptingarnar. Mælaborð- ið er einfalt, aðeins hraðamælir og benzínmælir, Ijós fyrir smurning. Ljósrofi, Ijósabreytir og flauta er á armi á stýrisstöiiginni, en stefnu- ljós i klukkurofa i borðinu. Stefnu- Ijósarofinn var hið eina, sem ég ekki felldi mig við af stjórntækjun- um. Miðstöð er góð í bílnum og auðvelt að stilla hana, og loftræst- ing prýðileg. Það er hægt að opna ristar neðan við framrúðuna og fá þægilegan gust inn, og einnig er hægt að opna glugga á framhurð- unum. Það er svo hlægilega ein- faldur og þó góður útbúnaður, að ég held réttast að segja ekki frá þvi, hvernig hann er. Cilroen 2CV AZL fer vel á vegi og það er þægilegt að aka honum. Það er að vísu heldur meiri hávaði í hor.um en mörgum súper úper dúper de luxe special módelum, en þetta er heldur engin sófasetts- og gólfteppabíll, heldur aðeins nyt- samt ökutæki og ódýrt í rckstri. Maður hefur það á tilfinningunni að verkfærið sé traust og það sé óliætt að treysta því, og Frakkinn segir, að hann svíki engan. Hann augun á mér til að hvíla þau, og tilkynnti að nú mundi nuddið hefj- ast. Og nuddið hófst. Það hófst með því að hún bar framan í mig nuddolíu frá Coryse Salome, og tók að strjúka hökuna á mér með sínum mjúku meyjar- höndum dálitla stund, og reyndi eftir beztu getu að slétta dálítið úr undirhökunni. Síðan strauk hún mjúklega vangann nokkrum sinn- um með annarri hendinni, en bank- aði léttilega á hökuna með hinni: Sex strokur, eitt bank, sex strok- ur, eitt bank . .. svo setti hún fing- urgóminn á nefbroddinn, strauk upp eftir nefinu, síðan niður og með nasavængjunum út á kinn, tók þar snöggan og léttan hring eins og ballettdansari, snéri við og skauzt upp með augnhvörmunum, í kring um augun út að gagnauga og lagði lófana þéttfast að gagnauganu. Svona tók hún alls konar sveiflur og krúsedúllur, bank, strokur og barning,' og eitt sinn gaf hún mér jafnvel þokkalega utanundir sitt hvorum megin. Ég veit ekki til þess að ég hafi gert stúlkunni neitt, en kannski þetta hafi líka verið bara til þess að mýkja upp kinnvöðvana, eða hvað þeir nú heita, því hún sagði að þetta nudd væri sérstak- lega gert til þess að ná til allra vöðva í andlitinu. Víst er að hvort sem hún hefur nuddað brosvöðvana eða ekki, þá voru þeir í eilífri in að segja að nú væri þetta að verða búið, og þá fór mér strax að líða illa. Ég hefði helzt viljað liggja þarna og láta hana strjúka mig all- an daginn, setja á mig maska og allt hvað eina, en auðvitað hlaut þetta einhvern tíma að taka enda, eins og hvað annað, sem gott er. Þegar maskinn var farinn af mér aftur, tók hún glitrandi rafmagns- apparat ofan af hillu, sagði mér að halda á öðrum pólnum, en hin- um pólnum renndi hún fram og til baka eftir andlitinu, til þess að lífga upp frumurnar, sem höfðu ekki vaknað við nuddið. Apparatið, sem hún strauk mig með var gegn- sætt, en inni í því gneistuðu út- fjólubláir geislar í öllum regnbog- ans litum, og háfjallalykt barst að vitum mér, enda mun þetta heita Blágeislatæki og ku gera geysilega lulcku í hinum glæsta heimi fegurð- ar og heilbrigðs lífs, og vekur hvaða frumu sem er upp frá dauðum. Ég fann það lika, þegar ég stóð loksins upp eftir þetta trítment, að andlitið á mér var svo lifandi og heilbrigt, að það munaði minnstu að það hlypi frá mér. Ég hafði yngzt um rúm fimm ár á þessum klukku- tíma, og ekki veitti sko af. Ég tek þetta umsvifalaust fram yfir heilt kokkteilselskap, eða jafnvel tvö, enda þekkti ritstjórinn mig ekki aft- ur, þegar ég kom á skrifstofuna, fyrr en ég sýndi honum fæðingar- blettinn á tungunni. sérfræðingar í öllu slíku, og eru útlærðar í snyrtingu og hárgreiðslu. Sumar hafa verið lengi erlendis og lært hjá Coryse Salome í París. Ritstjórinn sagði að sér væri alveg sama, en ég sagði eins og var, að þá hefði hann bara ekkert vit á slíku, því bæði væri þetta heims- frægt fyrirtæki, og að þetta fyrir- komulag hjá Valhöll væri algjör nýjung hér á landi, því þar er bæði verzlun og snyrtistofa á sama stað. Ég sagði honum að honum veitti ekki sjálfum af að fá sér fílapensla- úrdráttarkrem, því það væri ein af nýjungunum þarna í Valhöll, og honum veitti sko ekkert af, og ég skellti hurðinni á eftir mér þegar ég fór út og hét því að skrifa ekki orð um Valhöll, enda skal ég standa við það. G. K. Þrýstiloftshreyfill Framhald af bls. 37. í gufu, sem þrýstist út um gatið á egginu — og knýr bátinn áfram. Mundu eftirfarandi: 1. Báturinn þarf að vera lítill og léttur. 2. Gatið á egginu vel lagað. 3. Lítið af vatni, ca. 5—6 dropar. Svo er bara að fylgjast vel með, hvenær mamma notar egg næst, en þá lofar hún þér áreiðanlega að blása úr einu eggi, svo þú getir gert þessa skemmtilegu tilraun. gg — VXKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.